blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: febrúar 2003

mánudagur, febrúar 24, 2003

Já helvíti flott þetta lag með Grýunum, Sísí. Ég er búinn að vera með þetta dálítið á fóninum hjá mér en þetta er alveg með fyrstu æskuminningunum þetta lag. Þannig var að ég var oft í pössun hjá systur hennar mömmu, henni Sigrúnu og þær dætur hennar þrjár voru bara svona unglingar þá og voru einmitt alltaf að spila þetta lag. Þetta hefur verið svona um 1984 og þá var ég einmitt á fjórða ári. Varð fjögura ára í desember það árið, fyrsta þess mánaðar. En þarna hefur sígjast inn eitthvað í kollinn minn. En á þeim bænum er ber nafnið Lækjamót, man ég líka í bernsku minni eftir því að Bubbi var spilaður mikið af eldri bróðurnum honum Sigurði eða Sigga eins og við köllum hann. Hann spilar að vísu Bubba en og hefur gamað af. Bubbi er líka snillingur.
Hehe mér var að detta svona í hug þegar að maður var á unglingsárunum þegar maður var alltaf að gera símaat. Það var tildæmis í einu kennaraverkfallinu að við vorum alltaf að gera fólki þann óleik að vekja það með því að hringja í það um hánætur og spurja:
-Halló er þetta pizza 67
-ha, nei þetta er hjá Jóni og Stínu
-ó fyrir gefðu ég ætlaði bara að panta pizzu
-já já
-Getur þú nokkuð bakað fyrir mig pizzu
-ha ?(hálf sofandi)
-eða áttu ekki bara gulrætur eða eitthvað til að éta
Yfirleitt var bara skellt á og þá var ekkert gaman. Það var miklu skemtilegra að fá viðbrögð sem þessi: Hvað er þetta. hverslags dónaskapur er þetta að hringja svona í fólk um miðjar nætur. Þessi svör eru alveg æði. Og þá er bara að rífa kjaft á móti
Svo varð maður líka alltaf að hringja og gefa eitthvað. Við vinirnir hringdum stundum í eitthvað fólk innan einhverrar stéttar eins og bakara eða eitthvað svoleiðis. Sögðum svo að þeir hafi unnið í skógetraun og þeir fengju nýja skó senda heim. Við þurftum bara skónúmer og heimilisfang til að rétt gætti farið á réttan stað. Það var stundum sem fólk vildi ekki trúa en við náðum nú alltaf að sannfæra allt blessað fólkið. Svo hringdum við alltaf aftur þegar samtalinu lauk og öskruðum í símtólið:ÞÚ FÆRÐ ENGA SKÓ. Og svo skelltum við á. Það var alveg hellingur tekinn upp á segulband af þessu helvíti. Það var eitthvað fleira í þessum dúr eins og 20 lítrar af skafís eða 2 tonn af einnota plasthnífapörum. Bezzzzzzzz

sunnudagur, febrúar 23, 2003

Sísí fríkar úti. Sísí fríkar úti. hljómar ú geislaspilaranum hjá mér. Helvítis snilld þetta hjá Grýlunum. Já Ragga Gísla er alveg frábær. Hei..! Ég var að horfa á "af fingrum fram" endurtekið á Rúv, þar sem Ómar Ragnarsson var í viðtali. Helvíti gaman af honum. Þetta er örugglega sá albesti sprelligosi sem íslendingar hafa alið fyrr og síðar. Mér finst hann allavega cool. Ég meina það fást örugglega fáir sextugir menn til þess að syngja með Rottweiler. En Ómar gerði það. Helvítis snilld bara, held ég. Mig hefur td alltaf fundist boxið eiga við hann. Það væri kannske ráð að láta Gunnar I. Birgirsson og Ómar, í hringinn. Láta svo Bubba lýsa því þegar Ómar bombar helvítið niður. Já, Það held ég. Ja allavega á Gunnar skilið að vera barinn. Það veit ég. Hann fékk sæti á alþingi í síðustu kosningum og talaði ekki nema samanlagt í kortér allt síðasta árið. Þessi asni er bara að hirða þingmanns kaupið sitt en gerir ekki rassgat á þinginu. Jæja hann má eiga það að hafa lögleitt boxið, helvítis kallinn. Hann fær þá prik fyrir það.
En hvað boxið varðar. Þá var þetta bara nokkuð góð afgreiðsla á Clifford Etienne þarna í gær. Jamm Tyson jarðaði hann á 49 sek."GOTT". Ég hef alltaf haldið með Tyson. Hann er mitt favorít í boxinu. Alveg síðan að hann beit Evander Holyfield í eyrun þarna um árið. Eitt að lokum. Það er alltaf einhver tippalingur sem kallast Maggi að reyna að senda mér tölvuvírusa inn á hotmeilið hjá mér. Maggi ef þú lest þetta þá ætla ég að komast að því hver þú ert og drepa þig. Heiriru það. En nú er ég farinn í vinnuna. Það er næturvakt núna. Bezzzzz

laugardagur, febrúar 22, 2003

Gott hvöld það er gaman að vera til hérna í þessari veröld. Jamm. Er ekki lífið lotterí? Það hebbði ég sagt. Hahh…Ég var að horfa á djúpulaugina í hvöld (eins vitlaus þáttur og það er nú) ennn það var strákur að velja eina af þremur stelpum. Svo að hann spurði þær allar hvort að þær myndu vilja vinna vinnu sem er leiðinleg og fá hálfa milljón fyrir það á mánuði eða vinna rosalega skemtilegavinnu og nice fyrir 250.000 á mánuði og þær svöruðu svona hinu og þessu um það. En ég nenni nú ekkert að vera að rekja það hér hverju þær svöruðu. Nú en ef ég hebbði verið í þættinum og og einhver stelpa hefði spurt mig svona vitlaust þá hefði ég auðvitað sagst taka leiðinlegu vinnuna fyrir hálfu milluna og gera vinnuna skemtilega ; ). Snjallt, ekki satt. En djöfull er þetta nú annars heimskulegur þáttur maður, ha. þvílíkt og annað eins kjaftæði. Þetta lið sem fér í þetta er svo tilgerðarlegt og er að reyna að sýnart vera eitthvað annað en það er í raun og veru. Djúpalaugin fær þess vegna engar sjörnur frá mér. Húff… það er samt sum sé komin helgi og ég ekkert farinn út að leika. Æi ég veit ekki hverju ég nenni. Varla út að djamma. Niiiii það er ekkert um að vera þarna úti. Það eru líka alveg að koma mánaðarmót svo að það er enginn úti. Ég skrepp sennilega út annað kvöld á rúntin með félögunum. Jú svo kannske skreppur maður í Kolaportið eða á kaffihús eða verð bara heima og skrifa eitthvað. Ég er nú kominn á 11ftu blaðsíðu með uppkast að spennusögu. Ég er alveg að ná að slá botninn í söguna. Svo er aldrei að vita hvort að maður gefur það nokkuð út en maður sér til.(held varla) Ef ég gef það út verður það reifari. Ég hef sagt það áður að ég fékk spennusögu sýki eftir að ég las Mýrina eftir Arnald í fyrra vor og er búinn að lesa allar hans bækur um sögupersónurnar í Mýrinni. Svo las ég aðeins eftir Árna þórarinsson en fílaði hann síður. Hann er ágætur samt, kallinn. En ég er farinn í beddann svo að ég segi góða nótt

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

Jæja nú er ég að hlusta á Ham og er í tölvunni í góðum fílíng. Nú er bara málið að teyja vel úr skrokknum…svonajá…og hrista sig og skóka dálítið..jamm þetta kemur allt…og hoppa… svona… já..og aftur…fínt. Ahh… ég át þennan pottþétta pottrétt sem mamma gumsaði saman. Helvíti góður, maður. Svo fékk ég mér te á eftir. Það er lítið sem ég er búinn að afreka í kvöld nema liggja í leti og hlusta á músík. Eins og ég segi þá var Ham á fóninum og svo er maður búinn að hringsóla Groove armada og Bubba og einhverju þannig löguðu. Annars er tölvan, vinnan og svebbninn búinn að einkenna líf mitt undanfarin misseri. Æi helvítis puð alltaf. Ég nenni þessu orðið ekki. Er ekki bara best að hætta þessu puði og fara á atvinnuleysisbætur og gera ekki rassgat. Allavega svona um tíma. Nei þá held ég að það sé betra að vinna fyrir sínu. Ég var einusinni atvinnulaus í heila níu mánuði og hundleiddist það. En samt ég er eitthvað hálf orkulaus alltaf og latur.

DRAKK ÉG BRENNIVÍN.
GÉKK UM BÆINN KÁTUR.
GRAÐUR EINS OG SVÍN,
SÝNDI ÉG MITT SLÁTUR
Hehe..þessu dettur manni í hug þegar maður er orkulaus eða latur. Jæja ég er farinn í beddann

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Djöfulsinsandskotans. Jájá í gær kom maður og dinglaði bjöllunni hérna heima og lét mig hafa umslag og rauk svo burt í flýti. Ég skoðaði þetta umslag og viti menn. það var merkt "Sýslumaðurinn kópavogi". Ég safnaði kjarki og opnaði þetta og kom í ljós að ég er boðaður í fjárnám útaf smá skuld sem ég var búinn að steingleima fyrir lifandis löngu síðan. Einhver vangoldin bifreiðatryggingagjöld hjá TM, uppá 56.000 kr. Ég hef ekki átt bíl síðan að ég eyðilagði Charadeinn minn í Mars í fyrra. En við þetta brá mér en reiddist mjög í leiðinni. Boðaður í fjárnám án frekari aðvarana. Ég hringdi þangað niðrettir og ætlaði að tala við lögfræðinginn sem á að gera þetta fjárnám en hann var í öðru fjárnámi. En þar sem ég var að tala við ritarann hans og var mjög reiður oní allt lét ég hana fá háraddaða skammarræðu um "helvítis fjárnám" og heimskuleg vinnubröð, sem þessi að vara mann ekki neitt við, um svona lagað til þess að geta borgað eða samið um skuldina áður en allt fer til helvítis. Nei nei í staðin er maður bara sendur til helvítis. Ritan sem ég skammaðist í fór svo að tjá sig líka
-Nei heyrðu mig. Nú ert þú dónalegur við mig.
-Heyrðu. Þið eruð nú bara að sýna mér argasta dónaskap með þessu helvítis viðvörunar lausa fjárnámi, hérna.Ha
Svo lauk þessu samtali með einhverjum smá kítingum. En ég ætla að hringja í þennann lögfræðingsdólg á morgunn og ausa yfirhonum skömmum. Það þýðir líka ekkert að gera fjárnám hjá mér. Ég á ekki neinar eignir, svo að herra sýslumaðu. Farðu í rassgat. En burt séð frá þessu segi ég bara allt ágætt ég er bara að vinna á fullu núna og get borgað mínar skuldir fljótt og örugglega með vorinu og svo fer maður að safna peningunum. Kaupa hús, bíl eða einhverja álíka vitleysu. Ég er farinn í háttinn núna.

mánudagur, febrúar 17, 2003

Jæja maður verður að skrifa eitthvað með viti. Uss maður er bara latur eftir fyrsta vinnudag þessarar viku og er því bara best að gera ekki neitt í kvöld nema horfa á sjónvarpið eða láta litlu systkynin fara í pirrurnar á sér og öskra á þau í pirrikasti svo að þau hætti þessum látum. Djöfulsins læti geta orðið af fjórum krökkum. Alveg merkilegt. Þetta er eins og argasta hávaða mengun. Já það er talað hátt, heimalærdómnum mótmælt, grenjað af því að kexið er búið og svo þarf að líka að skarka með einhvern djöfulinn. Stól, sóp eða eitthvað þessháttar. En þannig er það iðulega þegar þegar maður vill hafa frið. Helvítis. Ég ætla að fá mér kaffi

laugardagur, febrúar 15, 2003

Núnú..! Það verður víst ekki keypt þessi Mazta sem áætlað var. Helvítis. Hún var dýrari en ég huggði svo að ég hætti við. Ég nenni ekki að leita að öðrum bíl svo að ég læt mig hafa það að nota vagninn í tvo-þrjá mánuði í viðbót. Ég hef ákveðið að safna meiri monníum og greiða niður skuldir á hraðferð því að þær fara að verða búnar. Þetta er bara svo mikið af allskonar smá drasli sem ég skulda hér og þar um bæinn en þetta er sossum í orden hérna hjá mér. Ég fer hugsanlega í bílakaup þegar vorið og kosningarnar hefjast. Já kosningarnar, maður. Er ekki bara málið að smala saman einhverju liði í eina almennilega fylkingu og hefja framboð. Reyna svo að sölsa og hrifsa völdin að sér með góðu eða illu og gerast svo einræðisherra Íslands. Hahh þá væri nú gott að vera Íslendingur. Ég myndi sölsa undir ríkið þessi stærri fyrirtæki eins og Emskip, Íslenska útvarpsfélagið, Samherja, Íslandssíma, Ístak, Samskip, öll olíufélögin og alla bankanna til þess að allir þessir milljarðar séu ekki að kverfa upp í fárra manna hendur. Nú og svo myndi ég láta Hvalveiðar hefjast og afnema kvótakerfið sem hrjáir fiskiskipin og öll litlu þorpin úti á landi. En ekki má gleyma allri vopna og álframleiðslunni og svo mun hver spræna verða virkjuð. Ég meina, svo er hægt að framleiða allan andskotan og selja til útlanda og græða miklu meira. Ég nefni bara brennivín. Það kaupa allir brennivín hvar sem er í heiminum. Framleiða góðan Vodka eða Romm. Síðan mun ég lögleiða, spilavíti, hass og vændi og eitthvað fleira þar fram eftir götunum. Ísland mun verða hið frjálsa ríki undið Einræðisstjórn Spritta. Jæja það er best að fara og fá sér búðing

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Aaaaaaaaaaaaaalveg var þetta dæmalaust. Ég er eins og mörgum er kunnugt, í Slysavarnarskóla sjómanna og í dag fóru við í flotgallana og gerðum björgunaræfingar í höfninni. Það var líka gerð æfing með björgunarbáta og síðan í restina fengum við að busla og ólátast aðeins í sjónum eða skólpinu öllu heldur. Jájá við vorum bara að láta okkur skvettast hingað og þangað um skólpið. Ég fann notaðan klósettpappír og einn okkar fann notaðan smokk og svo fann einn annar dauðan Svartfugl. Jamm við lékum okkur aðeins með þetta og fórum svo með það heim. Já sá á fund sem finnur. Enga frekju og öfund þó að ég finni notaðan klósettpappír. Skammbara. Það verða svo sjó æfingar á morgunn. Farið með okkur í þyrlu og öllum sparkað þaðan út með snöru um tittlinginn eða eitthvað þannig. Nei nei okkur verður hent út í soldri hæð og svo verður öllum bjargað eða drekkt eða eitthvað. Hvað veit ég. Jæja en þetta dæmi allt saman gefur manni stærri séns á að komast til sjós, sem verður þá vonandi við tækifæri. Þ.a.e.a.s ef þessir &/$)/)"!+ skipstjórar myndu nú einhverntímann %($#&=%$* til þess að ráða mann um borð í &!"#$%& skipin.
En ég var eitthvað að reyna að lesa smásögu eftir Stephen King núna en það gekk brösulega. Æi þetta var hálfgerð vitleysa. Mér fannst hann bara vera að teygja lopann eitthvað. Mér leiddist sagan og hætti að lesa hana fljótlega eftir að ég byrjaði á henni. Sennilega þyrfti ég að vera í betra stuði til þess að lesa hana. En það mun ég reyna fljótlega aftur. Æi ég er hálf sibbinn eitthvað eða bara eitthvað krjhgrhgfosrhbguo svo að það er bezt að fara að klippa neglurnar og syrta p…hárin. Nei djók. Ég er farinn að sofa.

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Jæja þá er þetta sona hjá mér. Ég er á öðrum degi í slysavarnarskólanum og mun það sennilega verða reykköfun á morgun. Það átti að gera það í dag en sökum veðurs var því frestað. Svona er það. Ég hlakka nú meira til þess að fara í þyrluna og verða sparkað út í sjóinn í flotbúningi.(eða ég vona að ég verði í flotbúningi). Hana nú, nú brjálaðist Auður systir bara af því að hún ætlaði að horfa á vídeo en þá var pabbi að horfa á fréttir. Hún va ave bjálaaa. Nú skulum við vita hvað Hulda systir hefur að segja um þetta mál
-Hulda hvað finnst þér um það að Auður brjálist út í pabba fyrir að horfa á fréttir.
-Mér er alveg sama farðu og láttu mig í friði
Sko hana hafiði þetta. Hún vill víst ekki tjá sig um málið.
Ennnnnnn so what. Ég bíð enn eptir bílnum sem er verið að stand setja fyrir mig og er að tvístrast af tilhlökkun yfir því að fá loksins bíl eptir allan þennan tíma sem ég hef þurft að nota strætó. Æi ég veit svei mér ekki hvað ég á að segja ykkur fleira núna. Ég ætla bara að reyna að halda áfram að suða í þessum blessuðu skipstjórum um að fá pláss en maður verður bara að vera með þolinmæðina í lagi í svona löguðu. Þetta kemur allt saman í rólegheitunum er mér sagt.

mánudagur, febrúar 10, 2003

Jæja ég er byrjaður í Slysavarnarskóla sjómanna þó að ég hafi ekki stundað neitt sjóinn til þessa. En það hefst vonandi með tímanum, að ég komist á sjóinn. Ég bíð nú eftir bílnum sem ég er alveg að fara að fá en það fer að hafast í gegn, vona ég, en þangað til þýðir ekkert að vera með neinn andskotans húnd. Annars eru húndar ágætir bara ef þeir migu ekki svona utan í allan andskotan sem hreyfist. Þá væri þetta í lagi en mér finnst mara andskotan ekkert eðlilegt að míga svona utan í dauða hluti. Það er bara alveg óþarfi. Ekki skánar það þegar helvítis högnarnir eru að merkja sér völl einhverstaðar. Mígandi í heyið eða baggaplastið eða bara þar sem maður á leið hjá og þá mætir manni alltaf þessi yfirþyrmandi kattarhlandsfýla. Jájá Kettir geta verið yndislegar skepnur og kötturinn hérna á mínu heimili er mikill vinur minn. Svo er líka einn köttur sem heitir Bjössi og það er köttur vinar míns hann er stór fínn og alltaf mikill vinur minn. En ég bara hreinlega þoli ekki þessa endalausu djöfulsins migu, endalaust. Jæja ég er farinn. Bið að heilsa Daða, Heiðu og Veigu.

föstudagur, febrúar 07, 2003

Tahh..Árni Johnsen fékk þyngri dóm í hæstarétti en í héraði. Hann var dæmdur í 15 mánuði óskilorðsbundin í héraði en fékk heil tvö ár, óskilorðsbundin í hæstarétti. HAHA Gott á þig, kall pungur. Jæja en nóg um Árna. Ég bíð spentententententententur eftir bílnum en ég fæ hann víst ekki fyrr en eftir helgina en það verður að hafa það. Ég er svo kominn í auka jobb hjá Hróa Hetti og mun keyra út pizzur. Maður er bara að reyna að ná í smá auka pening. Maður fær víst ekkert ókeypis hérna í þessum heimi. Það kostar allt sama hvað maður gerir. Það kostar meira að segja að skíta. Jú við borgum Klósettpappírinn og svo kosta klósettin líka skyldinginn. Það má líka spara peninga með því að skíta ekki heima hjá sér. Skíta bara í vinnuni eða búa sér til erindi í einhverja stofnun en þar fá menn alltaf að skíta. Skíta á bensínstöðvum. Nú svo má líka skreppa í kurteisisheimsókn til nágrannans og skíta hjá honum í leiðinni. En svona er þetta nú. Það má alltaf redda sér. Jamm..ég var eitthvað að flækjast í miðbænum um daginn og var búinn að klára öll þau erindi og útréttingar sem áætlaðar voru þann daginn. Ég vissi að Kárahnjúka umræðurnar voru í gangi á alþingi og ákvað að í gamni mínu að kíkja uppí stúku og sjá, vegna þess að ég hafði aldrei komið inn í alþingishúsið á ævinni. Bara oft labbað þar framhjá. Jú..þar var verið að karpa um þetta kárahnjúkamál og fór ég að leggja við hlustir þegar Pétur Blöndal sté uppí pontuna. Það var dáldið vit í þessu hjá honum sem hann saggði. En það að virkja væri hagkvæmt og sömuleiðis álver á austfirði væri vænn kostur fyrir atvinnulífið þar. Nú ef svo færi að álverið færi á kúpuna, þá færi virkjunin ekki á hausinn. Ef áverið færi á hausinn þá er hægt að flytja allt þetta rafmagn til útlanda í gegnum sæstreng. Ef við myndum sökkva Eyjabökkum og virkja Norðlingaöldur og kárahnjúka, myndi Ísland mala gull. Síðan má kannske með þessu raflosti gera einhverja atvinnu á vestfjörðum. Það t.d vantar ekki brotajárnið hérna af öllu þessu bíladrasli sem er verið að henda eða öllum kvótalaususkipunum sem er verið að rífa í tætlur. Það má endurvinna allan þennan málm og hefja vopnaframleiðslu fyrir Bandaríkjaher. Það gera Svíjar og hagnast vel af því. Hugsið ykkur alla þúsund milljarðana sem við Íslendingar erum ekki að baka en getum vel grætt. Pælið í góðærinu. Laun manna myndu hækka. Skattar myndu lækka og verðlag myndi ábyggilega lækka. Svo að ég segi virkjun, já takk. Bezzz

mánudagur, febrúar 03, 2003

Ahh…þið verðið að fyrir gefa en ezzið á lyklaborðinu er bilað og nota ég því zetuna í ztaðinn. Þetta er zamt bízna þreytandi að leza þetta zvona en það verður vízt að hafa það. En þezzi helgi var viðburðar znauð og lá ég á beddanum allan zunnudaginn og gerði því ekki razzgat þann daginn. Jú ég fór aðeinz frammúr um kvöldið en fór znemma að zofa. Ég kom nú zamt of zeint í vinnuna, en zýndi þá viðleitni að hringja í vekztjóra símann og láta vita að ég habbði tafizt zmá og kæmi zeint og þá var mér þar með fyrirgefið. Æi ég nenni ekki að skrifa ezzið með zetunni og nota bara essið. Ég var bara að ljúa. En ég og einn vinnu félagi minn fórum svo að tala um svona allskonar afsakanir fyrir að mæta of seint. Hann fór inn í svona tímabil sem flestir fá að kynnast, að mæta alltaf of seint í vinnuna. Alltaf frá fimm mínútum og uppí að mæta hálftíma of seint.(eða þannig þekki ég það).
Hann var búinn að nota allar þessar afsakanir svo oft og mörgu sinnum. s.s. umferðin of mikil, bíllinn bilaði, það sprakk dekkið eða strætó var svo lengi á leiðinni. Svo einn daginn kom hann korteri of seint og verkstjórinn mætti honum þrútinn af reiði og spurði:
- Því kemur þú of seint ?
-Mér var rænt af geimverum í nótt og þeir skiluðu mér ekki fyrr en þetta. Því miður.
Og svo fór hann að vinna og vann þar lengi vel áður en hann hafnaði hjá Granda
Ég man líka að svona afsakanir áttu sér stað í barnaskóla þegar kom að því að skila heimaverkefnum. Þá voru afsakanir á borð við þessar. Ég gleymdi bókinni heima, ég vissi ekki hvernig ég átti að gera þetta, ha.. átti ég að læra þetta heima, Ég átti engan blýant, yddarinn er bilaður, helvítis penninn skrifaði ekki, það tók einhver hálfviti bókina mína og í örvæntingu sagði ég einu sinni að það hefðu komið skæruliðar og hrifsað af mér bókina. Þetta einkenndi helst dönsku verkefnin eða stíla gerðinni. Ohh hvað ég þoldi ekki djöfulsins dönskuna. Þetta er svo leiðinlegt mál að það er alveg dæmalaust. Ég held að ég geti fullyrt það að ég kunni ekki eina heila setningu í dönsku. Jú eitt og eitt orð kannski en ekki heila setningu. Ég meina hver notar dönsku? Hvaða helvítis gagn er af því að nota dönsku? Ef ég á eftir að fara til danmerkur þá nota ég ensku og hef alltaf hugsað það þannig. En ef Danir geta ekki drullu hakkast til að tala við mig á ensku geta þeir bara grjót haldið kjafti. Það væri meira vit í því að leggja niður dönsku kennslu, leggja harðara að krökkunum að læra meiri og betri ensku. Svo má uððitað bara gera Dönsku að valgrein eins og heimilisfræði og smíðar. Það væri vit í því. Eða láta krakkana læra eitthvað alþjóða tungumál á við þýsku. Rússar, Pólverjar og íbúar Eistnasaltsríkjanna kunna margir eða geta flestir hvurjir tjáð sig á þýsku. Nú og svo er Spænska töluð víða um heiminn. Danska er hvergi töluð í heiminum nema í Danmörku og meira að segja er þessi danska sem okkur er kennd (eða var reynt að kenna mér) ekki töluð nema af hluta af Dönum. Danir sem búa á Jótlandi(sem er stærsti partur Danmerkur) tala nefnilega allt öðruvísi dönsku. Æi ég nenni ekkert að pæla í þessum andskota. Mér finnst bara hrein heimska að tyggja í börnin eitthvað tungumál sem er þeim algerlega ónothæft og gagnslaust hananú. En djöfull var mér kalt í vinnuni í dag. Enda frozt yfir öllu hérna. Ég smeyggði mér í ullarsokkana og dauð öfundaði þá sem áttu síðar nærbuxur. Já ég lyfti strax upp símtólinu og bjallaði í Ellingsen og spurði hvað ullarsíðbók kostaði en vældi eins og stungin grís þegar kerlingin í símanum sagði að eitt stykki kostaði um 3500 krónur. Nú þá bað ég um verð á bómullar síðbrók ein ein slíka kostar víst um rúmar 2000 krónur. Mér varð svo á að ég skellit bara á. Þvílíkt og annað eins verð. Ég meina ég get keypt þrennar naríur á 500 kr í Hapauk. Þetta er bara rugl. Jamm það er helvítis vesen að kunna ekki að prjóna. Ég myndi prjóna þetta á mig sjálfur ef ég kynni það. En ég var þarna semsagt í vinnuni í dag að hríslast úr kulda og habbði Peltor hljóðhlífarútvarpið mitt stillt á Rás2 og habbði gaman af þangað til að útvarpsmaðurinn tók uppá þeirri bölvuðu þvælu að setja Leonci á fóninn. Aldrei habbði ég alla mína hunds og kattar tíð hlýtt á söng Leonci. En þetta var alveg ömurlega sungið. Ætlast manneskjan virkilega til þess að fólk kaupi þetta andskotans rusl. Hún má nú sko alveg fara heim til Thailands eða hvaðan sem hún nú er og syngja fyrir sitt fólk þar. Ekkert að vera að trufla fólkið hérna á klakanum með þessari lagleysu. Það er nefnilega hinn mesti óþarfi. En nú er ég að hugsa um að fara að ganga til náða vegna þess að ég er vinnandi maður og þarf kvíld.Bless