sunnudagur, september 14, 2014
Ég er kannski eitthvað geðveikur, en...
Ehhh... Hvert stefnir þetta allt, hugsaði ég með mér þegar ég var búinn að lesa blöðin og horfa á allar fréttirnar í gær. Heimur versnandi fer, jú það er alveg rétt. Fáránlega rétt alveg. Sjá bara hvernig heimskan og gæðgin er að fara með heimin. Hvað allt er að verða svo meira og meira rætið og heiftúðlegra eftir því sem á líður og það hvernig við förum með þennan hnött sem við búum á er alveg djöfullegt. Við pumpum olíuna innúr hnettinum og brennum hana þannig að eiturefnin gufa upp í himinhvolfin sem veldur því að sólargeislarnir bræða jöklana. Svo búum við til mikið plast, höggvum skógana og puðrum með geislavirknina alveghreint tvist og bast og á endanum fer allt á kaf og einhver kall sem heitir Nói verður að smíða Örk.
Hugsanlega er það blekking þegar fjallað er um ævintýri Nóa í biblíunni að það sé eitthvað sem hafi gerst alveg í eldgamladaga, því hugsanlega er þetta eitthvað sem er ekki búið að gerast en sé að fara að gerast mjög fljótlega. Eitthvað hefur verið talað um að vísindamenn hjá NASA telji að siðmenningin og bara þessi vestræni kúltúr verði búinn eftir kannske 80 ár eða eitthvað. Já hvað á maður að halda annað? Tekin voru sýni úr hafinu með reglulegu millibili alla leið frá Bermúndaeyjum, til Íslands og það fundust plastagnir í hverju einasta sýni. Við erum að fylla hér allt af plasti, rusli, geislavirkni og reyk og skít. Síðan bráðna jöklarnir og allt fer á kaf. Þökk sé auðmönnum, olíufurstum og öðrum heimskingjum. Og þá vil ég aaaaaaðeins vitna í biblíuna
Fyrsta Mósebók: Jörðin var spillt í augsýn Guðs, og jörðin fylltist glæpaverkum. Og Guð leit á jörðina, og sjá, hún var spillt orðin, því að allt hold hafði spillt vegum sínum á jörðinni.Er Drottinn sá, að illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga, þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni, og honum sárnaði það í hjarta sínu.
Svo fóru þeir Guð og Nói á kjaftatörn yfir molakaffi og flatkökum.
Nói fann náð í augum Drottins. Hann var maður réttlátur og vandaður á sinni öld sem gekk með Guði.
Og í kjaftagangnum við Nóa sagði Guð: Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau. Endir alls holds er kominn fyrir minni augsýn, því að jörðin er full af glæpaverkum þeirra. Sjá, ég vil afmá þá af jörðinni. Gjör þú þér örk af góferviði. Smáhýsi skalt þú gjöra í örkinni og bræða hana biki utan og innan og jarí jarí jarí bla bla bla...
Jöklarnir bráðna jú, en þetta sem segir í mósebókinni set ég nú spurningamerki við:
Og vötnin mögnuðust ákaflega á jörðinni, svo að öll hin háu fjöll, sem eru undir öllum himninum, fóru í kaf. Fimmtán álna hátt óx vatnið, svo að fjöllin fóru í kaf.
Ég held bara að vatnsmagnið á jörðinni bjóði ekki uppá þann möguleika, því miður. Trúlega kemur Ísland þokkalega útúr þessu landlægt því að fræðimenn segja að fargið sem losnar við það að grænlandsjökull einn bráðnar, verður sennilega til þess að ísland hækkar og því muni hækkunin á landinu vega upp á móti hækkun yfirborðs sjávar. Það er meira að segja möguleiki á að við munum græða aðeins meiri fjöru á þessari hækkun landsins, þrátt fyrir hækkun yfirborðs sjávar. Húrra fyrir því. En svo fer allt í vitleysuna við þetta jökla og vatns rugl og jörðin umpólast og Ísland verður við miðbaug og þá geta allir sett upp stráhatta, farið í hawaiskyrtur og spókað sig um með gin og tónik í annarri og London Docks í hinni. Meira húrra á það. Reyndar þá held ég að ef umpólunin gengur hratt fyrir sig, þá er víst að fáir munu lifa af þær veðrasviftingar sem slíku umstangi fylgir, sem umpólun er. En sá kemur dagur að þetta róast svo allt og þær fáu hræður sem lifa af allt ruglið munu byrja þetta nýja upphaf sem segir frá í mósebók. Trúlega væri það öll þessi vísindalega þekking og kunnátta á svo mörgum sviðum sem við höfum í dag, sem þau munu taka með sér úr flóðinu mikla og munu nýta sér til góðs en síðan skilja hitt draslið og óþarfann eftir, eins og kjarnorkunotkun, olíuvinnslu, hagkerfi og allt annað þaðan af verra og heimskulegra rugl sem við stundum í dag. Svo mun það taka jörðina árhundruði að hreinsa sig af öllu rusli og mengun sem við erum að eitra út frá okkur núna. Hugsið ykkur allt plastdraslið sem á eftir að fljóta upp og allt efnaógeðið úr öllu sem við notum sem á eftir að blandast við hafið þegar það kaffærir flest vestræn ríki. Sennilega myndi einhver snillingurinn finna upp tæknina til að hjálpa jörðinni að hreinsa sig hraðar, ég veit það ekki. En allt kæmi þetta sjálfsagt á endanum og úr yrðu mun betri lifnaðarhættir og siðmenning. Jæja ég nenni ekki að pæla í þessu meir. Þær bara koma svona hjá manni þessar pælingar þegar maður er að skíta.
miðvikudagur, ágúst 27, 2014
Ég er nú ekki beint duglegur við þetta. Ég held svei mér, þó svo að ég sé ekki í neinni neikvæðni uppá síðkastið að þetta verði mín síðasta bloggfærsla. Nei ég ætla að halda þessu við. Hvað á maður annars af sér að gera ef maður kemur niður í stofu eftir andvöku? Lítið annað að gera en að blogga.
Það hefur lítið borið til tíðinda, maður grípur í leigubílaakstur þegar það býðst. Fínt að keyra út um allt og vera á flakki. Lendi oft í spjalli við ferðamenn. Svo virðist sem allir samlandar Luc Merenda virðast vera búnir að gleyma honum þegar ég spyr út í hann. Við þetta vinnur svo misjafn sauðurinn. Flestir þarna eru ákaflega fínir og vel gefnir menn og allt það en inn á milli eru fjandans viðrini og fæðingarhálfvitar, því verður ekki neitað. Maður lætur auðvitað fávitana í friði. Reyndar er ég lítið að blanda geði við annað fólk frekar en ég þarf svona almennt. Jújú farþegarnir eru oft misgáfulegt lið og misjafn andskoti sem maður lendir í hvað það varðar, sérstaklega í helgarharkinu. Full hjón rífast, menn eru krambúleraðir eftir slagsmál, menn rífa kjaft við mig, reyna að stinga af án þess að borga eða bjóða eitthvað annað en peninga fyrir farið. Og fyrir mig skapbráðan manninn þarf ég að passa mig á að verða ekki brjálaður við erfiða kúnna. Slíkt endar bara illa. Nóg um það.
----------------------------------------------------------------------------------------------------
Ég átti spjall við ágætan mann sem ég hitti niðri á flugvelli í gær. Búinn að þekkja hann lengi en ekki hitt hann í mörg ár. Einn af þeim sem er ekki á facebook (Þvílík forréttindi maður)og var því ekki búinn að frétta neitt af honum allan tímann. Alltaf gaman að hitta á slíka menn. Var kominn erlendisfrá, búinn að vera í jóganu í suður ameríku og hræra í kellingum í Japan. Hann sagði mér frá kastala sem hann gisti í, í ungverjalandi. Einhver greifi eða álíka leppalúði hafði byggt hann fyrir öldum síðan en núna búið að breyta í hótel.
Hann hafði nú ekkert sérstaklega verið neinn spíritisti eða verið að vasast í einhverju dulrænu eða yfirhöfuð trúað á slíkt en eftir veruna í þessum kastala var hann sannfærður um tilvist hinna framliðnu og sagðist aldrei ætla að fara þangað aftur.
Fyrst hélt hann að hótelstarfsfólkið væri að gera gys með krafsi í vegginn og banki á herbergis gluggan, sem þó var í umþaðbil sex metra hæð. En honum var þó öllum lokið þegar hann settist upp í beddanum og hætti í miðju geyspi þegar hann sá skóna sína svífa í lausu lofti fyrir framan nefið á sér.
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Svo er það uppáhalds lagið af bestu plötu í heimi. Get ekki sofið, með Tappa Tíkarrass af Plötuni Míranda. útgefið 1983.
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Svo heldur maður áfram að vinna í sjálfum sér. Gerði helling af því í sumar. EMDR var það heillin.
laugardagur, maí 24, 2014
Og þá var leigður sumarbústaður í Grímsnesinu, grillað og legið í heitum potti. Í bústaðnum hripaði ég saman smásögu um mann sem lítur um farinn veg þegar honum hefur verið sagt upp störfum í sirkus þar sem hann hafði starfað sem trúður í fimmtán ár. Segir frá því hvernig aðdragandi uppsagnar hans hófst frá fyrsta degi. Þetta var kryddað með framliðnu fólki og verum utan úr geiminum. Endaði sagan með því að gaurinn hengdi sig og geimverurnar stálu líkinu. Endaði svo líka eð því að ég deletaði sögunni enda tómt rugl og pointlaust með öllu. Mér flýgur reyndar í hug að skrifa stuttmyndahandrit byggða á þessari sögu. Hver veit?
------------------------------------------------------------
Svo var manni boðið á viðhafnarsýningu Vonarstrætis um daginn þar sem maður var þáttakandi í því dæmi. Var reyndar klipptur burt en það bíttar engu. Það er aðallega gaman að hafa tekið þátt í þessu verki og í raun viss heiður verð ég að segja. Það er líka góð regla sem ég hef haft sem aukaleikari, að gera ráð fyrir því að sjást ekki, þá þarf ekki að svekkja sig á því að hafa verið klipptur burt eða lent einhversstaðar þar sem enginn sér mann. Það er nú það.
---------------------------------------------------------------------------------
Svo þarf bara að halda áfram að halda sér í jákvæðni einn dag í einu, það gengur svona og svona. Maður lærir betur og betur að líta á það sem er bjartara og í betri farveg og vera svo ekki í sífellu að mála djöfulinn á vegginn alltafhreint. Margt er komið í lag sem áður var í ólagi og líka ýmislegt sem er á leiðinni að verða í lagi. Tilvistarkreppan er á enda, eða allt að því held ég. Sumarið er ekki endilega tíminn ég hef reyndar aldrei skilið þessar árstíðaskiptu skapsveiflur hjá fólki. Jæja en lífið er það stutt að það tekur því ekki að kála sér. PLEHHH....
laugardagur, maí 10, 2014
Óhreinindi í loftinu
Óþolandi að vakna svona en gott að vekjaraklukkan bjargaði mér í gærmorgun frá ferlega vondum draum sem ég man illa og slitrótt eftir og leið eins og þúsund árar væru að reyna að elta mig úr svefninum,yfir í vökuna. Þetta hefur einungis skilið eftir sig kvíðahnút og óþægindi sem ég reyndi að slíta af mér frameftir morgninum. Fæ sjaldan svona draumfarir nema þegar eitthvað óhreint er á ferli. Þá er um að gera að hafa snör handtök og reka slíkt út á gaddinn þangað sem það á heima. Einu sinni gisti ég í húsi í suðurhluta höfuðborgarsvæðisins nokkra daga. Draumarnir eða draugarnir sem bjuggu í þeim andskotuðust og djöfluðust í mér fram í vökuna, eitt sinn fékk ég á tilfinninguna að verið væri að ráðast á mig þar sem ég lá sofandi en það hvarf jafn skjótt og ég vaknaði. Reyndar fannst mér í rökkvuðu herberginu að einhver stykki út í gegn um lokaðar dyrnar. Þarna fór eitthvað af stað þegar verið var að grafa utan í lóðinni en upp komu skrítnir hlutir eins og bein og fleira gamalt rusl sem engin kunni nein deili á nema hvað að fljótlega fór að verað ófriður í húsinu. Raddir heyrðust úr loftinu og hlutir færðust til og hurðir opnuðust og lokuðust á víxl. Það var ekki fyrr en franskur miðill sem staddur var á landinu á ferðalagi var fenginn til að koma í húsið til að stilla til friðar. Dvaldi hann þar í dag eða tvo og miðlaði málum en lítið var vart við reimleika í húsinu eftir að þessi miðill yfirgaf húsið. Sennilega hefur hann náð að sjatla hinar órólegu eilífðarverur og aðstoðað þá við að finna réttu leiðina, hvert sem hún hefur nú legið. En gatan sem húsið er við er á stað þar sem nokkrir bæir hafa verið samliggjandi og jafnvel kirkja og því ekki ósennilegt að hróflað hafi verið við svefnholum látinna.
En ég vona nú að þetta sé nú í lagi hér heima hjá mér og þetta hafi nú ekki verið neitt nema óþægilegur draumur og búið. Oft er þetta nú eitthvað sem kemur og fer en það er pirrandi þegar eitthvað óhreint er á ferðinni. Það vil ég að fari út og sína leið, þangað þar sem það á heima. Þá sjaldan sem ég verð var við eitthvað hinu megin frá, þá er það venjulega eitthvað svo sterkt og kyrfilegt. Ég er svo jarðbundinn að ég kippi mér ekki upp við neinn tittlingaskít.
-----------------------------------------------------------
sunnudagur, apríl 20, 2014
Og þá eru komnir páskar
Ég græjaði páskaegg í krakkana og svo fengu þeir líka egg frá ömmu sinni og afa. Ég keypti mitt persónulega í bónus, svona eitt risastórt. Ég byrjaði að troða þessu í mig en gafst fljótlega upp. Maður þolir þetta ekkert lengur. Svo fær maður heldur enga útrás fyrir ofvirknina af öllum sykrinum. Ekki nema þá aukinn hjartslátt og titring fram í fingur. Svo ef maður drekkur kaffi með því, þá drullar maður alveg óskaplega. En krakkarnir, þeir verða eins og brjálaðir skopparaboltar af þessu út um allt hús. Ég hugsa að ég spari mig fyrir svínasteikina og reyni að hafa belginn sæmilega tóman fyrir hana í kvöld. Mér verður bara illt af öllu þessu súkkulaði. Maður fann aldrei fyrir því þegar maður var krakki og reyndi meira að segja að næla sér í bita hjá systkynunum þegar maður var búinn með sitt. Þvílíkt og annað eins át á manni alltafhreint. Einu sinni þegar ég var krakki var ég í fermingu hjá frænda mínum á næsta bæ. Þar var í boði að fá sér pikknikk með steikunum en ég át bara pikknikk og kokteilsósu. Síðan át ég og át þar til að mér varð flökurt. Ég labbaði því heim í hasti og ældi öllu í klósettið en svo hljóp ég bara í veisluna aftur eins og ekkert hafði í skorist og hélt áfram að éta pikknikk í kokteilsósu og fólk bara gapti yfir átinu. Engin furða að maður klóri sér svolítið í hnakkanum þegar maður lítur um farinn veg. En já, gleðilega páska.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ég var svo að grúska í gömlum þjóðsögubókum og fann þessa: Kafloðinn maður með klær á tám og fingrum fannst rekinn á Meðallandsfjöru. Hann var jarðsettur að Skarðskirkju hinni fornu en þá brá svo við að sálmar grallarans snerust í guðlast og formælingar og blessunarorð prestsins í blótsyrði. Síðast sást Loðni maðurinn lemja kirkjuna utan með fjölum úr kistu sinni. Mjög villugjarnt þótti jafnan síðan á þessum slóðum.
mánudagur, apríl 07, 2014
Ný jákvæðni
Í kjölfar nýrrar jákvæðni hef ég ákveðið að halda áfram að blogga. Í nokkur skipti var ég búinn að skrifa formlega, síðustu bloggfærsluna með tilheyrandi þunglyndislýsingum og tilvistarkreppuvæli en alltaf hætt við að ýta á "POST" og farið að gera eitthvað annað. En ég hef farið á jákvæðnisflipp reglulega og byrjað að blogga á nýjan leik og bögglast með mp3 í leiðinni en ætíð sogast niður aftur í neikvæðnina og bloggið orðið eyðiblogg að nýju. Nú er ég kominn í jákvæðnina aftur en með hjálp góðs fagaðila og markvissri vinnu get ég nú leyft mér þann munað að sælan muni endast.
Takk KBG
-----------------------------------------------------------
Svo djöflast maður í leiklistinni. Lítið í sviðslist en maður er að bregða fyrir í kvikmyndum og þáttum hér og þar eins og í skaupi og spaugstofu og Ástríði og helling af öðru, var reyndar í nokkuð stóru hlutverki í síðustu seríu af Sönn Íslensk Sakamál, þá sem rannsóknarlögga. Hef þó haft löngun til að ganga til liðs við eitthvert leikfélagið og leika á sviði en það verður að bíða betri tíma. En maður fær þó ögn þef af sviðsleik þegar maður hefur lokið við leiklistarnámskeið sem eru nokkur að baki þar sem slíkt endar yfirhöfuð með einhverju exíbitíóni í lok sérhvers námskeiðs.
-----------------------------------------------------------
-----------------------------------------------------------
Ég fékk á dögunum fullan kassa af vínylplötum sem ég hef verið að fletta uppúr og þeyta undir nálinni þessa dagana. Voða gaman alltsaman en meira um það síðar en hér höfum við sýnishorn af smá gúmmilaði sem leyndist í kassanum.
Í kjölfar nýrrar jákvæðni hef ég ákveðið að halda áfram að blogga. Í nokkur skipti var ég búinn að skrifa formlega, síðustu bloggfærsluna með tilheyrandi þunglyndislýsingum og tilvistarkreppuvæli en alltaf hætt við að ýta á "POST" og farið að gera eitthvað annað. En ég hef farið á jákvæðnisflipp reglulega og byrjað að blogga á nýjan leik og bögglast með mp3 í leiðinni en ætíð sogast niður aftur í neikvæðnina og bloggið orðið eyðiblogg að nýju. Nú er ég kominn í jákvæðnina aftur en með hjálp góðs fagaðila og markvissri vinnu get ég nú leyft mér þann munað að sælan muni endast.
Takk KBG
-----------------------------------------------------------
Svo djöflast maður í leiklistinni. Lítið í sviðslist en maður er að bregða fyrir í kvikmyndum og þáttum hér og þar eins og í skaupi og spaugstofu og Ástríði og helling af öðru, var reyndar í nokkuð stóru hlutverki í síðustu seríu af Sönn Íslensk Sakamál, þá sem rannsóknarlögga. Hef þó haft löngun til að ganga til liðs við eitthvert leikfélagið og leika á sviði en það verður að bíða betri tíma. En maður fær þó ögn þef af sviðsleik þegar maður hefur lokið við leiklistarnámskeið sem eru nokkur að baki þar sem slíkt endar yfirhöfuð með einhverju exíbitíóni í lok sérhvers námskeiðs.
-----------------------------------------------------------
-----------------------------------------------------------
Ég fékk á dögunum fullan kassa af vínylplötum sem ég hef verið að fletta uppúr og þeyta undir nálinni þessa dagana. Voða gaman alltsaman en meira um það síðar en hér höfum við sýnishorn af smá gúmmilaði sem leyndist í kassanum.
laugardagur, mars 29, 2014
Fjör í hausaþurrkunum - á sínum tíma
MMinn fyrsti vinnustaður, Laugafiskur, handan við túnið þar sem ég bjó þegar ég var strákur að alast upp í asbesthúsi. Svo hjá Alla í Þurrkhöllinni þegar ég flutti í höfuðborgina. Þetta gekk nú svona og svona þegar menn voru að byrja með slíkar verkanir sem þurrka þorsk, ufsa og ýsuhausa en þær fóru nokkrar á hausinn tvist og bast en nú hafa stórlaxar, útgerðajöfrar og fiskeigendur náð að gera sér þokkalegan mat úr þessu með því að taka rusl og búa til úr því verðmæti. Svo er nú misgáfulegt lið sem hefur verið að væflast í kring um þetta líka. Ég man t.d. eftir afríkumönnum sem komu hingað til landsins, vel þokkaðir og buðu viðskipi sín með fiskhausa og annað þurrkað rusl til Nígeríu. Bara ein stór greiðsla svo að viðskiptin gætu hafist. Svo sáust þeir ekkert meir. Nema hvað að Alli í þurrkhöllinni lét ekki plata sig og vísaði þeim á dyr. Seinna náðist svo að náðist svo í skottið á þessum gaurum útí englandi og voru þeir dregnir hingað til landsins aftur á augnlokunum og dæmdir í tukthús. Svo var það skrattakollur sem gekk á milli skreiðaverkana, meðal annarsr í Þurrkhöllina og hann fór líka í Laugafisk og fékk að taka myndir. Það var svosem alveg sjálfsagt nema hvað að síðar fréttum við að þessi kallfugl hefði verið handsamaður fyrir að reyna fjársvik erlendis með því að bjóða afurðir úr verkunum sem hann þóttist hafa yfir að ráða og sagt: Hérna eru svo myndir.
Að Síðustu var það Ragnar nokkur sem kom ár sinni ekki betur um borð en svo að hann hvarf sporlaust en dúkkaði svo upp aftur í Thailandi alveg naní naní bú búúúúúú.... búinn að ná að flýja í aðra heimsálfu eftir svik og pretti hér heima og ekkert hægt að gera. Sá náði víst að svíkja eitthvað af Alla í Þurrkhöllinni. Jæja, ég ætlaði svosem ekkert að ýfa neitt upp. Það eru nú einu sinni fimmtán ár síðan þetta rugl var í gangi alltsaman. Ekki á það bætandi að dóp og brennivín var á boðstólnum hjá sjálfum mér fyrir sjálfan mig flest kvöld og allar helgar og ég ný farinn að fá ógeð af að vinna í skreiðaverkunum og búinn að melda mig í djobb hjá Kexverksmiðjunni Frón. Já ég man alltaf eftir því þegar ég var ný búinn að vera brjálaður í vinnuni við annan mann og við búnir að öskra á hvorn annan, að ég óð inn á kaffistofuna og kveikti mér í sígó og tók Sæmund-kexpakka af borðinu og leitaði að símanúmeri, hringdi í Frón og fékk vinnu þar. Magnað. ----------------
Núna er Þurrkhöllin notuð í ég veit ekki hvað. Draslageymslu eða eitthvað. Alli átti þetta húsnæði og lóðina undir því og seldi það held ég gaurum úr bankageiranum fyrir nokkra tugi af millum, hann fór svo bara af stað með verkun eitthvað annað. Ég væflaðist þarna að um daginn og kíkti inn um glugga og tók myndir. Gamla kaffistofan í drasli og ég veit ekki hvað og hvað. Samt, það hlýtur að vera verðmætt drasl þarna inni því að merki Öryggismiðstöðvarinnar er utan á kofanum. Sakni sakn gamli vinnustaður.
Að Síðustu var það Ragnar nokkur sem kom ár sinni ekki betur um borð en svo að hann hvarf sporlaust en dúkkaði svo upp aftur í Thailandi alveg naní naní bú búúúúúú.... búinn að ná að flýja í aðra heimsálfu eftir svik og pretti hér heima og ekkert hægt að gera. Sá náði víst að svíkja eitthvað af Alla í Þurrkhöllinni. Jæja, ég ætlaði svosem ekkert að ýfa neitt upp. Það eru nú einu sinni fimmtán ár síðan þetta rugl var í gangi alltsaman. Ekki á það bætandi að dóp og brennivín var á boðstólnum hjá sjálfum mér fyrir sjálfan mig flest kvöld og allar helgar og ég ný farinn að fá ógeð af að vinna í skreiðaverkunum og búinn að melda mig í djobb hjá Kexverksmiðjunni Frón. Já ég man alltaf eftir því þegar ég var ný búinn að vera brjálaður í vinnuni við annan mann og við búnir að öskra á hvorn annan, að ég óð inn á kaffistofuna og kveikti mér í sígó og tók Sæmund-kexpakka af borðinu og leitaði að símanúmeri, hringdi í Frón og fékk vinnu þar. Magnað. ----------------
Núna er Þurrkhöllin notuð í ég veit ekki hvað. Draslageymslu eða eitthvað. Alli átti þetta húsnæði og lóðina undir því og seldi það held ég gaurum úr bankageiranum fyrir nokkra tugi af millum, hann fór svo bara af stað með verkun eitthvað annað. Ég væflaðist þarna að um daginn og kíkti inn um glugga og tók myndir. Gamla kaffistofan í drasli og ég veit ekki hvað og hvað. Samt, það hlýtur að vera verðmætt drasl þarna inni því að merki Öryggismiðstöðvarinnar er utan á kofanum. Sakni sakn gamli vinnustaður.
fimmtudagur, febrúar 27, 2014
Nýupptekið sjónvarpsgláp
Óvenjumikið sjónvarpsgláp seinni misserin hefur verið áberandi í lífi mínu miðað við misserin á undan seinni messerinum... uhh... já. Hvað er misseri? Jæja, enívei, þá kláraði ég eins og flestir sjónvarpsgláparar með garðhrífu uppúr þakinu Breaking Bad og svo fór ég að góna á þættina um Hannibal og nú hef ég verið að ná í True Detective af torrentinu. Gaman að sjá Ólaf Darra leika í útlenskum þáttum. Undarleg þessi nýja hegðun þar sem ég hef eingöngu leitast við að horfa á fréttir í sjónvarpinu og svo Popppunkt þegar sá ágæti þáttur hefur verið á skjánum. Svo sá ég Málmhaus á vodinu um daginn og þótti ágæt skemmtun. Eldfjall sá ég líka fyrir stuttu og jú fín mynd en ég það var eitthvað sem ég var ekki að fíla. Svo þegar gömlu hjónin í myndinni voru komin af stað í kynlífssenu þá stóð ég upp og fór inn í eldhús og náði mér í kaffi. Gaf mér dálítinn tíma í það. Annars komst ég yfir ágætan dvd disk sem innihélt kvikmyndina The Sessions, sem fjallar um náunga sem hefur verið fjölfatlaður frá barnsaldri og hefur aldrei prufað blessað kynlífið, kominn hátt á fertugsaldurinn. (Ég væri orðinn brjálaður) En hann ræður til sín kynlífsstaðgengil eða eitthvað svoleiðis, ekki mellu reyndar en samt eitthvað svipað, svona uppá að geta nú fengið að upplifa ríðingarnar og já, nokkuð áhugaverð mynd verð ég að segja og öðruvísi. Já og svo Helen Hunt á píkunni af og til í gegnum myndina sem er svosem ágætis bónus fyrir einsetukarla og fráskylda eiginmenn.
Óvenjumikið sjónvarpsgláp seinni misserin hefur verið áberandi í lífi mínu miðað við misserin á undan seinni messerinum... uhh... já. Hvað er misseri? Jæja, enívei, þá kláraði ég eins og flestir sjónvarpsgláparar með garðhrífu uppúr þakinu Breaking Bad og svo fór ég að góna á þættina um Hannibal og nú hef ég verið að ná í True Detective af torrentinu. Gaman að sjá Ólaf Darra leika í útlenskum þáttum. Undarleg þessi nýja hegðun þar sem ég hef eingöngu leitast við að horfa á fréttir í sjónvarpinu og svo Popppunkt þegar sá ágæti þáttur hefur verið á skjánum. Svo sá ég Málmhaus á vodinu um daginn og þótti ágæt skemmtun. Eldfjall sá ég líka fyrir stuttu og jú fín mynd en ég það var eitthvað sem ég var ekki að fíla. Svo þegar gömlu hjónin í myndinni voru komin af stað í kynlífssenu þá stóð ég upp og fór inn í eldhús og náði mér í kaffi. Gaf mér dálítinn tíma í það. Annars komst ég yfir ágætan dvd disk sem innihélt kvikmyndina The Sessions, sem fjallar um náunga sem hefur verið fjölfatlaður frá barnsaldri og hefur aldrei prufað blessað kynlífið, kominn hátt á fertugsaldurinn. (Ég væri orðinn brjálaður) En hann ræður til sín kynlífsstaðgengil eða eitthvað svoleiðis, ekki mellu reyndar en samt eitthvað svipað, svona uppá að geta nú fengið að upplifa ríðingarnar og já, nokkuð áhugaverð mynd verð ég að segja og öðruvísi. Já og svo Helen Hunt á píkunni af og til í gegnum myndina sem er svosem ágætis bónus fyrir einsetukarla og fráskylda eiginmenn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)