blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: maí 2008

föstudagur, maí 30, 2008

Kostulegt

Jamm, þetta hefur nú verið meiri sælan hér í henni Ameríku. Sól, hiti og kvellgeldingar. Svo er alveg haugur af forljótu fólki herna. Meira hvað sumt fólk herna er heimnskt. Alveg með ólíkindum. Madur bidur um eitthvað en fær bara eitthvað allt annað eða bara neeeeeeeeeee....ekkert. En sólin og rússibanarnir búnir að gera mer gott í dag. Alltaf gott að láta þeyta sér af og til. Svo er það my favorite. Trix. Glettilega verða þær grænar hæðirnar af þessu.
En Geirfinnur. Kíktu til mín upp á hótelherbergi. Ég bíð þér upp á bjór og Trix.

laugardagur, maí 24, 2008

Lentur

Jæja ! Þá er mað ur mættur á Flórída. Snilld.............

þriðjudagur, maí 20, 2008

Gælpasöguskrif og Keilakeilakeilakeilakeilakeilakeila

Ég hef andskotann ekkert að segja nema hvað að ég er kominn í frí og hendurnar á mér eru búnar eftir veiði á 86 tonnum af keilu. Shit hvað ég þoli ekki þennan fisk og verst að þetta helvíti veiðist ekki í neitt nema á línu. Helvítis gúmmítútturnar smjúga alltaf í gegn um möskvana á netunum. Annars er fínt að vera á línu. Skárra en að vera á helvítis netaruzlinu. Það er ekki fyrir hvítan mann að vera á því helvíti. Svo væri gaman að prufa humartroll í sumar. Skreppa túr eða tvo.


Svo held ég að bezt sé að halda áfram að yfirfara glæpasöguna mína. Fékk hana í hendurnar aftur frá [.........] um daginn og viðkomandi gerði mér ljóst að útgáfa væri ekki útilokuð. En æi ég veit það ekki. Ég er nú búinn að laga og snurfusa eitthvað. Ég var samt að spá í að hafa með mér einhvern vanan djöful til að fara yfir þetta. Einhvern sem vinnur við þetta. En það kostar. Nei andskotinn ég er ekki í það miklum vandræðum með þetta. Ég er nagli og ætti alveg að geta þetta sjálfur. Ekkert að gefast upp neitt. Eymíngiiii ?
Namm ég ætla svo á eftir að steikja mér Humar. Jammí !

laugardagur, maí 03, 2008

SIIIIIIINNNNEEEEEEEEEEEEEEEP

Merkilegt að ekkert skuli vera gert með þessar ábendingar í Geirfinnsmálinu. Spurning hvort háttsettir löggukallar hafi upphaflega átt hagsmuna að gæta í þessu máli öllu. Þetta er snúið en kannski er ekki svo flókið að leysa þetta mál. Sjáið bara hér og hér.

fimmtudagur, maí 01, 2008

Fólk er fífl

Meira ruglið þessi kröfuganga. Til hvers þessi kröfuganga. Eru ráðamenn þjóðarinnar að stökkva til fyrir fætur verkalýðsins og sleikja á þeim tærnar á þessum degi. Nei svo friðsamleg aðgerð sem kröfugangan hefur verið alla tíð segir ekki rassgat og þjónar engum tilgangi. Sem verkamaður væri ég til í að safna liði og vera með múgsæsing, brjóta rúður, kveikja í bílum, kasta eggjum og grýta mólotffkokteil í stjórnarráðið. Læt ekki sjá mig eins og aumingja í heimskulegri kröfugöngu.Ljóta draslið þessi gasgrill. Já meiri andskotans áráttan hjá fólki að kaupa sér gasgrill. Gasgrillinn hafa auðvitað selst eins og heitar lummur í síðastliðna góðæri. Fattar fólk ekki að grillmatur verður að vera með alvöru grillbragði. Það er kolasteikingin sem gefur rétta grillbragðið. Ég bar einu sinni saman grillaða hamborgara, annan á gasi en hinn á kolum og kolahamborgarinn var langt um bragðbetri.

Svo í dag skrapp ég á Hlemm til að fá mér pylsu og gos. Það er fastur liður. Það eru góðar pylsurnar á Hlemmi. En þarna heyrði ég einhverja menn á tala saman um kennaraverkföll og bölvuðu kjör kennara í sand og ösku (þetta hafa sjálfsagt verið kennar þessir menn). Ég get nú ekki stillt mig um að glotta þegar minnst er á kennaraverkföll. Þegar ég var í barnaskóla var kennaraverkföllum ævinlega tekið fagnandi. Einn veturinn gat ég í fleiri mánuði vakið á hverri nóttu með vinum mínum, horft á vídeó og gert símaöt. Þá var nú gaman að vera til.
Jæja það er bezt að hella upp á kaffi.