Hundaskark
Hvurslags er þetta. Andskotann eiga menn með það að sparka hundi á milli sín þangað til að hann lætur lífið. Já þetta er það sem maður sér í fréttum kvöldsins. Ekki það geðslegasta sem maður gert hefur verið. Tjahh.. ýmislegt rugl framkvæmdi maður þegar ölið var sopið hér áður fyrr. Ég nefni, að brjóta glugga, míga á bíl, kíla mann, hrinda gellu, sænga með ljótri kerlingu, kveikja í sinu og grenja. En ekkert á borð við svona helvítis óþokkaskap. Það er heldur ekkert víst að þeir hafi neitt verið í öli þessir gaurar. Ég var jú edrú þegar ég sparkaði í eina kúnna heima í sveit. Ástæðan var líka sú að hún sparkaði í mig. Læsa þá inni í kæli.
En burt séð frá þessu. Ég gerði þá bölvuðu vitleysu í dag að kaupa mér pólskar pylsur, frá Kjarnafæði. Þær voru nú ekki beint viðbjóðslegar en allt að því að vera vondar. Svona kryddaðar pylsutussur, grófar líkt og sperðlar. En það sem er virkilega vont við þær er það í hvert sinn sem ég hef ropað núna síðdegis og í kvöld þá kemur alltaf helvítis sterkjan upp í munninn aftur þannig að maður er hálf jórtrandi þetta alltaf. Og þá er bara að sjá hvernig hægðirnar koma út af þessu. Vonandi verður ekkert blóð í þeim.
Annars er ég kominn í smá sumarfrí. Fer í bústað með Írisi og Garðari Mána og húki þar í viku. Hef sjaldan haft gaman að því að hanga í sumarbústað en það reddar því að þarna er heitur pottur, veiðivatn og krokkettið verður auðvitað haft með. Svo er náttúrulega nóg til að éta. Má ekki gleima ætinu.
fimmtudagur, júní 28, 2007
föstudagur, júní 22, 2007
Með Brúnt í Buxunum
Þá er ég heima. Kom í morgun. Fer samt aftur á sjó á eftir. Djöfuls puð alltaf. Ég hef akkúrat ekkert að segja. Ég er bara þreyttur. En eftir þennan túr fer ég í sumarfrí um óákveðinn tíma. Afar kærkomið.
Hei, í gær horfði ég á myndina Mysery, þar sem James Caan og Kathy Bates eru í aðalhlutverkum. Mynd sem ég sá síðast fyrir um tíu árum síðan. Það var gaman að lyggja í kojunni og horfa á myndina. Mér var nú bannað að sjá hana þegar hún kom fyrst út, 1990. Skiljanlega. Maður hefði bara verið með brúnt í buxunum alla tíð eftir það. En Mysery er góð hryllingsmynd. Ein af þeim myndum sem hægt er að horfa á af og til.
Allavega kveið mig alltaf fyri því að það kæmi að sleggjuatriðinu. Það sat lengi í mér eftir að ég sá Misery fyrst.
Helvítis kerlingin.
Þá er ég heima. Kom í morgun. Fer samt aftur á sjó á eftir. Djöfuls puð alltaf. Ég hef akkúrat ekkert að segja. Ég er bara þreyttur. En eftir þennan túr fer ég í sumarfrí um óákveðinn tíma. Afar kærkomið.
Hei, í gær horfði ég á myndina Mysery, þar sem James Caan og Kathy Bates eru í aðalhlutverkum. Mynd sem ég sá síðast fyrir um tíu árum síðan. Það var gaman að lyggja í kojunni og horfa á myndina. Mér var nú bannað að sjá hana þegar hún kom fyrst út, 1990. Skiljanlega. Maður hefði bara verið með brúnt í buxunum alla tíð eftir það. En Mysery er góð hryllingsmynd. Ein af þeim myndum sem hægt er að horfa á af og til.
Allavega kveið mig alltaf fyri því að það kæmi að sleggjuatriðinu. Það sat lengi í mér eftir að ég sá Misery fyrst.
Helvítis kerlingin.
miðvikudagur, júní 20, 2007
Djöfull lítið um að vera á línuveiðum
Djöfuls fokk er þetta. Það er búið að leggja þrjár lagnir hérna og lestin bara rétt hálfnuð. Við byrjuðum að leggja á Selvogsbanka og það var bara dauðin einn. Færðum okkur svo við Vestmannaeyjar og puðruðum línuni út þar. Höfum að vísu fengið ágætis mok af Löngu þar sem við komum utan í Surtsey.
Ég prufaði að nauða í skipstjóranum að fá að fara á zodiak (gúmmíbátur með mótor) yfir í Surtsey ef veðrið yrði gott. Neih.. það má víst ekki því að eyjartussan er friðuð og mega eingöngu koma þar vísindamenn.
Surtsey var miklu stærri hér áður. Hún hefur minnkað töluvert mikið á seinni árum. Kannski hverfur hún alveg. Hvaða vit er þá í því að vera vísindarmaður að kanna eyju sem er að sökkva. Æi þessir vísindarmenn. Óttalegir kjánar.
Kjána eyjan kennd við surt.
Karlar oft um gengu.
Skundar eyjan skolast burt.
Skjótt verður að engu.
En við ætlum nú samt að reyna að leggja fjórðu lögnina hérna einhverstaðar sunnan við eyjarnar. Vonandi að það verið eitthvað á þetta.
Ég ætla fram í lúkar núna og fá mér í nefið. Svo er best að drattast til þess að leggja línuna.
laugardagur, júní 09, 2007
Mikil ósköp eru þetta
Jæja, þá var landað á djúpavogi í dag. Komum með koppinn stappfullann af fiski. Er samt enn að hnusa eftir hafmeyjunni hans Grímsa. En, hey. Maður veit aldrei hvað skeður á sjónum.
Er búinn að skrifa dálítið. Þarf að koma mér í skrifgírinn aftur. Sagan fer að verða búin fljótlega En reyndar er ég byrjaður að skrifa aðra með sömu aðalpersónur og í þeirri sem ég er að klára.
Svo er ég búinn að klára að lesa Ofvitann eftir Þórberg. Ætla að prufa aðra Þórbergsbók, Bréf Til Láru.
En núna ætla ég að storma um borð og sleppa. Ný sjóferð að hefjast núna strax.
Jæja, þá var landað á djúpavogi í dag. Komum með koppinn stappfullann af fiski. Er samt enn að hnusa eftir hafmeyjunni hans Grímsa. En, hey. Maður veit aldrei hvað skeður á sjónum.
Er búinn að skrifa dálítið. Þarf að koma mér í skrifgírinn aftur. Sagan fer að verða búin fljótlega En reyndar er ég byrjaður að skrifa aðra með sömu aðalpersónur og í þeirri sem ég er að klára.
Svo er ég búinn að klára að lesa Ofvitann eftir Þórberg. Ætla að prufa aðra Þórbergsbók, Bréf Til Láru.
En núna ætla ég að storma um borð og sleppa. Ný sjóferð að hefjast núna strax.
mánudagur, júní 04, 2007
Jæja þá er ég kominn með Honduna í hlað. Ef einhver vill kaupa hana þá verði þið að láta mig vita. Annars hef ég voða lítið að segja. Var að skoða fréttablaðið og sá að ófetið hann Paul Waston sé að gera sig kláran í stríð gegn hvalveiðum. Um það hef ég eftir farandi að segja:
1. Það þarf að koma þessum helvítis asna í skilning um það að hvalastofninn sé orðinn nógu stór til að hægt sé að veiða Hvali.
2. Maðurinn er gamall og kalkaður hálviti sem hefur ekkert þarfara að gera en að runka sér til blóðs eða angra heiðarlegt fólk við að vinna.
3. Ef hann lætur sjá sig í íslenskri landhelgi eiga þeir hjá Landhelgisgæslunni hiklaust að æða um borð hjá honum og handtaka hann fyrir þau brot sem hann framdi hér á Landi árið 1986, þegar hann sökkti hvalbátum niður, í Reykjavíkurhöfn.
4. Hann má heita heppinn að hafa aldrei hitt mig fullan á balli. Þá hefði ég hiklaust rokið í hann.
5. Hann þarf að fá sér kerlingu sem gott er að ríða og er skemmtileg. Það er augljóst mál að maðurinn getur ekki tollað heima hjá sér.
6. Hann á bara að vera heima hjá sér.
En jæja ég ætla að fá mér Svatrfuglsegg og söl. Góðar stundir.
1. Það þarf að koma þessum helvítis asna í skilning um það að hvalastofninn sé orðinn nógu stór til að hægt sé að veiða Hvali.
2. Maðurinn er gamall og kalkaður hálviti sem hefur ekkert þarfara að gera en að runka sér til blóðs eða angra heiðarlegt fólk við að vinna.
3. Ef hann lætur sjá sig í íslenskri landhelgi eiga þeir hjá Landhelgisgæslunni hiklaust að æða um borð hjá honum og handtaka hann fyrir þau brot sem hann framdi hér á Landi árið 1986, þegar hann sökkti hvalbátum niður, í Reykjavíkurhöfn.
4. Hann má heita heppinn að hafa aldrei hitt mig fullan á balli. Þá hefði ég hiklaust rokið í hann.
5. Hann þarf að fá sér kerlingu sem gott er að ríða og er skemmtileg. Það er augljóst mál að maðurinn getur ekki tollað heima hjá sér.
6. Hann á bara að vera heima hjá sér.
En jæja ég ætla að fá mér Svatrfuglsegg og söl. Góðar stundir.
sunnudagur, júní 03, 2007
Reykjareykjareykja
Menn kveða ýmist jákvætt eða neikvætt um reykingabannið mikla sem tók gildi núna um helgina. Verð að segja að ég er mjög ánægður með þetta skref í tóbaksvörnum. Enda skiftir þetta mig litlu máli þar sem ég notast eingöngu við innitóbak þ.e. neftóbak en ekki sígarettur eða vindla. Þó held ég að það væri allt í lagi að leifa sérhönnuð reykherbergi eins og tíðkast víða erlendis, þar sem reykingarbann hefur verið sett á bari og skemmtistaði. En það er líka ágætt að skreppa út í smók. Mér fannst bara ágæt að reykja úti þegar ég stundaði reykingar. Neftóbakið er vissulega hentugra en best væri samt að nota ekki tóbak af neinu tagi.
Annars var bara fjör hjá mér í dag. Fór og keppti með áhöfninni við aðrar áhafnir í fótbolta. Svo var reip-tog tekið í restina. Við unnum ekkert af þessu en vorum samt bestir. Síðan var farið í hið reyklausa Hótel Ísland og var tjúttað og trallað mikið húllumhæ þar fram eftir kvöldi.
Bezzzzzzz
Menn kveða ýmist jákvætt eða neikvætt um reykingabannið mikla sem tók gildi núna um helgina. Verð að segja að ég er mjög ánægður með þetta skref í tóbaksvörnum. Enda skiftir þetta mig litlu máli þar sem ég notast eingöngu við innitóbak þ.e. neftóbak en ekki sígarettur eða vindla. Þó held ég að það væri allt í lagi að leifa sérhönnuð reykherbergi eins og tíðkast víða erlendis, þar sem reykingarbann hefur verið sett á bari og skemmtistaði. En það er líka ágætt að skreppa út í smók. Mér fannst bara ágæt að reykja úti þegar ég stundaði reykingar. Neftóbakið er vissulega hentugra en best væri samt að nota ekki tóbak af neinu tagi.
Annars var bara fjör hjá mér í dag. Fór og keppti með áhöfninni við aðrar áhafnir í fótbolta. Svo var reip-tog tekið í restina. Við unnum ekkert af þessu en vorum samt bestir. Síðan var farið í hið reyklausa Hótel Ísland og var tjúttað og trallað mikið húllumhæ þar fram eftir kvöldi.
Bezzzzzzz
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)