blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: október 2006

þriðjudagur, október 31, 2006

Brauðrist

Haldiði ekki að það sé bara komin löndun hjá okkur. Búnir að fylla dallinn enn og aftur. Allavega þá er ég búinn að vera með háþrýstidæluna stjórnlausa í alla nótt við að þrífa úti á dekki. Svo þegar búið er að binda er ég bara stokkinn inn í fiskverkun Djúpavogs til að sníkja mér í tölvu inn á skrifstofu.
Annars er þetta orðið þreytandi. Mig langaði virkilega til að fara á Airwaves kjaftæðið en ég er sjómaður og verð að sætta mig við að missa alltaf af öllu. Reyndar eru 99,95462584785546107 % líkur á því að ég hætti þessu helvíti í vor og fari að vinna í landi. Málið er að ég er búinn að vinna við allan andskotann. Ég nefni fiskvinnslustörf, pizzusendingar, kexframleiðslu, tryggingasölu, hellulagnir og svo hef ég líka unnið heilmikið á lyftara.
Hvað ætti ég að vinna sækja um að fá að vinna við í vor. Komið með tillögur.

mánudagur, október 23, 2006

Ég sá mýri

Ég fór á Mýrina í gærkvöldi og verð að segja að ég skemmti mér rosalega vel. Held að þetta sé eina myndin sem ég hef séð gerða uppúr bók, sem mér finnst virkilega góð. Allavega sýnist mér Balti hafa gert sér rækilega grein fyrir því að kvikmyndir sem unnar eru eftir skáldsögum, geri aðdáendur þeirrar bókar sem unnið er eftir vanalega vonsvikna og hefur hann því unnið samkvæmt því. En gildir einu, því að vel unnin mynd með góðum leikurum svíkur engan, hvort sem hún er unnin upp úr bók eða ekki. Ingvar E. lék Erlend af hreinni snilli og Ágústa Nótt kórónaði myndina alveg upp í topp, með túlkun sinni á Evu Lind.
Ég varð djúpt snortinn af myndinni og óska Balta og félögum til hamingju með góða og vel unna mynd.

mánudagur, október 16, 2006

UZZZZZZZZZZZZ

Uzzzzzzzzzzz, þá fer maður í fríið þegar þessi túrinn er búinn. Vonandi að tíminn nýtist vel.
Allt er frábært.

miðvikudagur, október 11, 2006

Kjarnorkuzprengjur og Mannaskítur

Ég held að þeir séu að verða kolvitlausir bara. Já, það er nú meira sem maður fréttir hingað á sjóinn að N-kóreumenn séu búnir að freta kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Maður sossum veit ekki hvað þeir ætlast fyrir mér skilst að þessi Kim Jong eða hvað hann nú heitir sé ALVEG hálviti og eigi það til að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug og framkvæma það um leið. En ef Kínverjar tækju uppá því að beila á vestur ríkjunumawðpivtfg aoljengfaewtf maek jmajeswfpmoagd masepojwpojewag 8yw b49o8 h09sw4e g90w2 b38y084wg h 08hq334 ö0hqö089y3408 q3 0ö 89q3ö496th0 08wq34y8 öq3ö9 ö9q3
Ég nenni ekki að skrifa um þetta. N-Kóeustjórnin er uppfull af fæðingarhálvirum sem á að lóga.

fimmtudagur, október 05, 2006

Leiðindi og Hrozzafluga

Svona er nú þetta. Ég er nú vanur að hafa bók í kojuni hérna á hafinu. Núna er ég að lesa hundleiðinlega þýðingu eftir Þráinn Bertelsson á einhverri vitlausri glæpa sögu eftir einhvern heimskan fávita. Er eiginlega búinn að gefast upp á að lesa hana.
Ég gær var komin Hrozzafluga í klefann minn. Ég gekk fram á hana þar sem hún lá dauð á gólfinu. Hún var jafn ógeðsleg fyrir það þó að hún væri dauð og vottaði ég hennni vanvirðingu mína með því að stappa á henni. Hún er núna í ruzlinu.
Orð dagsins er "síðasti".