blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: júlí 2010

föstudagur, júlí 30, 2010

Tesull

Ég var að prufa að sulla mér te úr Vallhumal sem er góð og sígild jurt til þesskonar brúks. Þarf svo að verða mér ut um Blóðberg. Það er gott að eiga þetta fyrir kuldann í vetur svo manni verði ekki kalt. Já ég ætla að tína dálítinn slatta af Blóðbergi og Vallhumal. Maður gerði þetta oft í sveitinni svona síðsumars. Það var þetta tedrasl og að fara í berjamó og éta sig til ólífis af berjum sem var aðal málið í gamladaga. Já og éta rabbabara, dýfa honum oní sykur og éta hann þannig. Ég á voðalega erfitt með að éta rabbabara öðruvísi. Skil ekki hvernig ég þoldi þetta helvíti þegar ég var krakki. Þetta er svo súrt maður.
---------------------------
Svo er það áin. Ég er að fara að veiða í ám og vötnum og er búinn að vera að veiða í ám og vötnum sem er líf mitt og yndi á sumrin. Nú þá er bezt að þema eitthvað í sambandi við blessaðar árnar.

Groove Armada - At The River


Elephant Man - Pon De River


John Fogerty - Moody River

miðvikudagur, júlí 28, 2010

Voðavoða

Eitthvað að gerast. Barnaafmæli í dag, eldri strákurinn orðinn sexára og svo verslunarbannahelgin framundan sem verður haldin í Leirársveit og farið að veiða í vötnunum þar. Maður er nú búinn að djöflast með veiðistöng víða í sumar. Svo er ég að spá í að verða mér út um byssuleifi og fara í gæs og rjúpu á haustin. Ég þekki einn kall sem smyglaði vélbyssu inn í landið og fór með hana á gæsaskitterí. Það þarf ekki að spyrja að því en hann kom með nokkrar tættar heim. En a.m.k. þá er besti og uppáhalds mánuðurinn að ganga í garð, myrkur á kvöldin og rómantík í loftinu í bland við heyskaparkeim. Ég elska að vera einhverstaðar uppí sveit á þessum árstíma. Annars finnast mér haustin langskemmtilegust.

Alan Silvestri - Cast Away

laugardagur, júlí 24, 2010

Gefur hraustlegt útlit og bætir meltinguna


Jahérnahér. Ég var að horfa á þessar þrjár sem fást fyrir skít og kanil í Bónus. Þetta eru nokkuð skítsæmilegar hryllingsmyndir dáldið í anda Saw og hafa það sameiginlegt að fórnarlömbin eru föst inn í húsi vegna geranda sinna. Þetta eru ljótar myndir og í þeim eru fórnarlömbin virkilega látin hafa það. ýmsa brjálsemi gefur á að líta svosem kerlingu sem vill hafa blokkina sína(sem er auð vegna óíbúðarhæfis) fulla af fólki og rænir þá bara fólki til að hafa þar inni. Svo er það maðurinn sem nýtur þess að drepa og pynta og svo eru það sombíar. Það góða við þetta er að það er ekkert allt er gott sem endar vel kjaftæði í þessu. Minnir mig stundum á dönsku hryllingsmyndina Sideste time sem er um krakka sem lokast inn í skólanum sínum ásamt brjálæðingi sem hefur það markmið að kála þeim öllum með tölu. Mig hefur stundum sinnum dreymt að ég sé lentur í einhverjum svona leiðindaaðstæðum þar sem allar útidyr eru læstar og inni gengur brjálæðingur lausum hala. Oftar en ekki tekst mér nú samt að komast út eða ganga frá helvítinu áður en hann stútar mér. Aldrei verð ég samt jafn fegin og þegar ég loksins vakna.
-------------------------------------
Og svo er það músík. Það er alltaf gaman þegar hljómsveitir gera myndbönd uppá þaki. Hér sjást nokkrir góðir Akureyringar á þaki Brekkuskóla taka lagið.

sunnudagur, júlí 18, 2010

Goz

Þá er maður staddur fyrir norðan sem er yndislegt. Ég gisti á þessum bæ sem er heimili Sigga vinar míns. Hann er alveg magnaður. Hann og þrír aðrir menn sem þekkjast ekkert, hafa spáð fyrir miklu eldgosi sem verður á næstunni og verður heljarmikið og rosalegt. Það mun valda hellings vandræðum fyrir land og þjóð vegna ösku og gosofsa. Það er merkilegt að fjórir menn sem vita ekki hver af öðrum spái fyrir miklu eldgosi sem mun þá verða á sama stað á sama tíma. Reyndar er einn þeirra eingöngu með fasta dagsetningu í huga sem er 22. Júlí næstkomandi. Hinir þrír eru með "mjögfljótlega" fídusinn á þessu. Í tilefni af þessu bögglaði saman gogg og merkti aðeins í einn reit af handahófi og merkti svo alla reitina frá einum og upp í átta og hliðarnar fjórar sem eru utan á goggnum voru merktar gulur, rauður, grænn og blár. Þá let ég Sigga velja og hann valdi bláan og og svo valdi hann 2 og svo 1 og svo 7 og samkvæmt reglunni á þessum goggaleik skal þeim tölureit flett sem valinn er í þriðja sinn og í honum stóð það sem ég hafði skrifað: ÞETTA MEÐ ELDGOSIÐ MUN STANDAST. Þetta stóð bara í þessum eina reit númer 7 enn allir hinir reitirnir voru auðir! Reyndar í sambandi við þessa dagsetningu. Siggi valdi 2 og svo 1 og svo 7 sem gæti þýtt, 21. júlí. Þetta er nú farið að verða svolítið spúgí.

-------------------------------
Og svo er það mp3 færslan en bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha.....
Primus - Hamburger Train

miðvikudagur, júlí 14, 2010

Draugagangur

Draugasetrið er magnað. Fullt af draugum og djöfulgangi. Draugarnir eru alltaf skemmtilegir, þ.e.a.s. ef þeir eru ekki mikið í því að ráðast á fólk eins og Glámur eða Miklabæjar-Solveig. Þorgeirsboli lét líka eins og andskotinn á sínum tíma og hefi ég heyrt sögur af því að hann hafi látið gera vart við sig í nútímanum. Einnig hefur kona sem ég þekki orðið vör við Mývatnsskottu. Það var ákaflega magnað atvik sem ég má ekki greina frá nánar. Þorgeirsboli var magnaður. Hann fylgdi mönnum oft eftir og gerði þeim skráveifur sem hann lenti upp á kant við. Eitt sinn las ég sögu úr sveit nokkurri að drengur einn hefði um sumar farið að úti húsum og ætlað að stinga út taði og séð þar inni rauðan kálf standa í einni krónni. Gerði hann föður sínum viðvart en var þá kálfurinn horfinn úr húsi þegar að var góð. Skömmu seinna bar gest að garði sem sagt var að Þorgeirsboli fylgdi og gerði vart við sig á undan.

föstudagur, júlí 09, 2010

Draslarí

Hananújæja ég er ekkert búinn að blogga í viku en það er vegna þess að ég var í fáránlegasta sumarbústað sem ég hef komið í og að auki var hann staddur í einhverju sumarbústaðagettói rétt hjá Hveragerði. þar sem allt er hvað ofan í öðru og asnalegt. Ég er ekki hrifinn af þessu. Heitipotturinn var samt helvíti góður og ekkert til sparað með að nota hann. Ég gat notað internet við fartölvuna mína þarna en vegna nísku nýtti ég ekki viðkomandi netsamband og bloggaði auðvitað ekki. Nennti heldur ekki að fara í banka og nota tölvu þar. Nennti hreinlega engu og heimsótti engan sem ég þekki þarna á suðurlandinu. Ég var helst bara í pottinum og át grillmat. Jú svo komu gestir líka.
-----------------------
Pönk er pönk. Ef þú fílar pönk þá ertu pönkari. Reyndar, maður er ekki alvöru pönkari nema að hafa verið til á pönktímabilinu og fílað pönkið þá. Uh.... ég var til á þessum tíma en þá var ég slefandi og drullandi í bleiur og að berjast við að læra að standa í lappirnar og ganga. Að vísu voru frænkur mínar sem bjuggu heima hjá mér alltaf að spila pönkið svo að það er sennilega með því fyrsta sem ég heyrði. Það voru mest Grýlurnar og Egó og mér fannst gaman að hlusta á það sem þær voru að spila, anginn að tarna. Svo var það Rokk í Reykjavík platan sem varð eihverra hluta eftir þegar þær fóru og ég var alltaf að hlusta á hana. Stóribró átti svo Tappa Tíkarrass plötu. Lagið hér að neðan er svona alvöru pönklag og með þessum líka úrvals hype-ending. Hlustið bara.

Tappi Tíkarrass - Mýrin andar

föstudagur, júlí 02, 2010

Gleðilegt rok

Það er búið að rigna í allan dag og mér skilst að það eigi líka að rigna á morgun. Það eru voða margir sem eiga erfitt með að hemja eigin skapgerð þegar hann byrjar að rigna. Þeir verða þungyndir og leggjast upp í bæli. Mér leiðist hinsvegar rok. Aldrei hægt að gera neitt af viti úti ef það er rok. Ég hata þegar ég er að veiða og það byrjar allt í einu að rjúka úr einhverri áttinni eins og karmalöggan hafi séð til mín við ánna eða vatnið að veiða. Djöfull hata ég það. Mér þykir í sjálfu sér ágætt að fá dembur. Það yrði nú ljótan ef það ringdi aldrei. En lognið er samt alltaf best, gildir einu hvort það er hiti eða grimmdar djöfulsins frozt. Þá er lognið alltaf best og fínt að það rigni dáldið líka í logninu. Helzt þá ef ég er einhverstaðar í grenndinni að renna fyrir fisk. Þið getið svo dillað ykkur við þessi lög ef sólin fer að skína aftur.
Vonandi gerir hún það bráðum.

Gupo Voz De Mando - A Los Amogos


Márcio Faraco - Feitiço Da Vila