blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: nóvember 2012

miðvikudagur, nóvember 07, 2012

Matreiðsluhornið

Ég er nú svosem enginn lystakokkur en get þó mallað mér í svanginn þegar þannig stendur á að ég þarf að gera það sjálfur. Þó var ég nú kokkur á sjó fáeina túra á Mörtunni, Grímsnesi og Sigurvon. Það gekk svosem ágætlega og enginn dó af þessu sem ég eldaði eða fékk illt í magann. Reyndar var þetta ósköp einhæft hjá mér, kjötsúpa, pylsuréttur, hakkibollur, fiskur í ofni, hafragrautur hamborgarar og kjöt í karrý. Já og ég bakaði líka kökur í tvö skipti. Það var allt í læ og kallarnir bara ánægðir. Þannig að maður kann nú sittlítið af hvurju. Það er nú það. En en ég var búinn að búa til myndband með þessum rétt áður og ákvað að gera annað vandaðara. Sjábara.