blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: apríl 2008

mánudagur, apríl 28, 2008

Gaas

Hei Þetta er flottasta gashringingin. Hringingin er úr smiðju Alliat.

En svo er ég búinn að hreinsa til í hlekkjunum hérna og óska eftir nýjum bloggurum til að hlekkja hér á síðuna. Það að fá að vera með hlekk á síðunni minni eru mikil forréttindi og kostar ekkert nema gagnkvæmni. Viðkomandi bloggari verður að vera með hlekk á mitt blogg. Áhugasamir hafi samband á kommentakerfinu hér að neðan. Hér er my profile.


Ég fór á Stóraplanið í gær. Ágætis ræma þar á ferð. Dálítið rugl en gott rugl samt. Ég geri líka allt of lítið af því að fara í bíó. Allt of lítið. Maður droppar samt með nokkurra mánaða millibili.

Svo var það fréttin sem ég las í mogganum í morgun um kallinn sem lokaði dóttur sína inni í 24 ár og eignaðist með henni 7 börn. Þetta er nú alveg..... Hvað ætli svona maður hugsi. Hvað ætli sé að gerast í kúpunni á þeim sem gera þetta. Meira helvítið. Setja manninn í strekkjarann strax í dag.

Svo þarf ég að fara og rífa kjaft í dag. Eiga orð við skiftastjóra, annan lögfræðing og fleira fólk. Meira hvað ævintýraútgerðir geta riðið manni í rassgatið endalaust. Ég er nú búinn að standa í strögli ásamt fleirum síðan 2005 að ná fé út úr útgerðarmönnum sem ég vann fyrir en stjórn hennar sérhæfði sig í að svindla á öllu og öllum sem að henni komu. Gjörsamlega.

föstudagur, apríl 25, 2008

... suðsuðvestan fjórir og slydda. Stöku él. Hiti 3 stig.

Afsakið bloggleysið. Ég hef bara ekki verið að nenna þessu. Það er satt. Það eru nú meiri andskotans lætin í atvinnubílstjórum þessa dagana enda ekkert skrítið að þeir skuli vera snarvitlausir. Þeir eiga að halda þessu áfram og vera alveg eins og andskotar alltaf. En þó að menn mótmæli og eru með múgsæsing þá eiga menn ekki að kasta steinum. Slíkt á aldrei rétt á sér. Aldrei. Ég er reyndar mjög hress með að Íslendingar hafi öflugt lögreglulið. Það er nauðsinlegt að hafa slíkt.

Ég er búinn að skila af mér ritverkefni sem ég hef unnið að í nokkur ár til skoðunar hjá fagaðila. Eins og ég hef alltaf sagt þá hefur sú vinna verið yfirlýsingarlaus frá upphafi og aðeins tilraun sem aðeins átti að vera leyniverkefni.(En svo kvissaðist allt út)

Annars er ég búinn að hafa það gott síðustu daga. Búinn að fara norður að vísitera og húsvitja á bæjina heima og lék mér svo smá á snjósleða. Leit svo við á enduropnun verslunar á Laugum en verslunarrekstur hefur víst alltaf skitið upp á bak þar nyrðra síðan Kaupfélag Þingeyinga ræpti upp á hnakka þarna um árið. En allt var æðislegt og ég hitti margt fólk sem ég hafði ekki hitt lengi.

Ég óska svo Hannesi vini mínum til hamingju með 5o ára afmælið og Gunnu frænku með 90 árin. En þau fæddust akkúrat á þessum degi á sínum tíma.

mánudagur, apríl 14, 2008

Helvítið hann Nick Cave

Ég var að kaupa mér disk með Nick Cave. Hann er góður. Merkilegt. Fyrir hálfu ári vissi ég varla hver Nick Cave var og nú er hann orðinn í þvílíku uppáhaldi. Sei Sei

Á ég að segja þér söguna af henni Rögu, sem dró drögu, milli bús og hlöðu og skvetti upp undir sig rennblautri þvögu.
Kannski að ég segi þér söguna af henni Sönn, sem setti beran rassinn út í snjófönn.