blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: júní 2004

þriðjudagur, júní 29, 2004

MEÐ VÍSIFINGUR Í RASSGATINU

Alveg er lífið dæmalaust maður. Ég fór til læknis í dag til að láta soga eirnarmerginn úr eyrunum á mér af því að ég var farinn að heyra dálítið illa sem er nú sossum ekkert frásögur færandi. En ég var að pæla sko. Ég held að þetta sé hreint ömurlegt djobb að vera heimilislæknir. Ég segi ekki annað. Ég veit að kaupið hjá þeim er ekki uppá marga fiska og svo kemur kannski einhver með gyllinæð og þá þarf að smeygja vísifingri upp í rassgatið á viðkomandi einstaklingi til að athuga hvort að sé ekki allt í lagi þar inni.
Síðan þurfa þeir að skoða gröft og vörtur og allskonar þannig viðbjóð. Þeir fara sem ungir og ferskir menn í langt og srangt nám, leggja þar mikið á sig til að verða læknar en enda samt uppi sem einhverjir illa launaðir apar með vísifingurinn í rassgati á feitum kalli. Ojjbara

miðvikudagur, júní 23, 2004

VIRKJUM BESSASTAÐI

Áætlað er að milljónir manna deyji á ári hverju um heim allan af völdum ófriðar og stríðs.
Öll sú fjárupphæð sem fer í stríðsrekstur og vopnaviðskipti gæti margfalt fætt, klætt og menntað börn í þróunarríkjunum.
Vissir þú að moldríkir vopnaframleiðendur sitja að veisluborðum á meðan milljónir manna býr við sult og seyru.
Vissir þú að valdhafi forsetaembættis íslands getur haft alveg gríðarleg áhrif á friðarmál á alþóðarvettvangi.
Vilt þú stuðla að heimsfriði ?
Kjósum Ástþór á Bessastaði.

mánudagur, júní 14, 2004

ARRRGGHH

Ég er nú búinn að hamast við að mála og taka til fyrir barneignina núna um helgina. Svo var ég að reyna að berja saman skúffu í skrifborðið sem ég sit við núna og rak þumalinn í nagla þannig að ég fékk þetta skemtilega sár á hann og gat leikið mér af því að búa til blóðslettu slóð beð stórum slettum, frá herberginu og alla leiðina að eldhúsvaskinum.
Það þurfti að sauma nokkur spor í þetta helv... og kom gamla fótstigna saumavélin hennar ömmu að góðu gagni þar.

laugardagur, júní 05, 2004

ALVEG EINS OG HÁLVITI

Ég var nú eitt sinn dálítið mikið á djamminu og fór stundum heldur mikinn. Eitt skiptið drakk ég alveg eins og svín með nokkrum kunningjum og svo fóru allir í teiti einhverstaðar í Norðurmýrinni. Þarna þekkti ég ákaflega fáa utan við þá sem ég fór með þarna inn. Svo dó ég brennivínsdauða þarna inni og vaknaði eitthvað daginn eftir og það var enginn inní stofunni þar sem ég lá nema sofandi feitur kall í hlírabol og eitthvert hjal í eldhúsnu. Einhver auminngi var að tala þar í gemsa. Þegar hann sá mig þegar ég var að strunsa út rak hann upp stór augu og horfði geðveit asnalega á mig. Svo sprakk hann bara úr hlátri. "Helvítis fífl", hugsaði ég. Svo sökk ég út og skálmaði í áttina að Hlemmi.
Þetta var eitthvað skrítið. Allir sem mættu mér horfðu eitthvað skringilega á mig og flissuðu svo bara. Ein kjélling sem ég mætti á gangstéttini sá mig og um leið fór hún yfir á hina gangstéttina. Svo kom ég á Hlemm og sat og beið eftir leið 140. Einhver bíll keyrið framhjá mér og flautaði og eitthver ókunnugt fólk horfði á mig og benti á mig líka. Annar kall sá mig og glotti og labbaði framjá mér. Mér var farið al líða eins og fæðingarhálvita. Svo kom vagninn og vagnstjórinn horfði á mig stórumaugum þegar ég sýndi honum Grænakortið mitt. Ég tyllti mér gegnt gömlum manni með staf og þegar ég var sestur færði hann sig. Einhverjar 12-13 ára smápíkur sem sátu aftast voru alltaf glápa á mig og pískra eitthvað og flissa. Svo loksins kom ég heim og ætlaði í sturtu og fór inn á bað. Þá leyt ég í spegilinn og sá ástæðuna fyrir öllu þessu glápi, flissi og bendi á mig. Það hafði einhver andskotans fáviti tekið málningadót og málað á mig kolsvarta bauga og eldrauðar varir og restin af andlitinu var gult grænt blátt rautt og fjólublátt og svo glimmer á alltsaman á meðan ég lá í brennivínsrotinu. Svo var líka þessi glæsilegi Hakakross á enninu líka. Ég hélt að ég myndi verða að steini þá og þegar fyrir framan spegilinn.

fimmtudagur, júní 03, 2004

SILAKEPPUR

Ég prufaði að skokka í dag. Já ég smeygði mér í gamlar íþróttabuxur sem ég gróf upp, fór svo í Iron Maiden bolinn minn og skökk í strigaskóna. Ég held að ég hafi náð að skokka svona standby 150 metra. Púfff. ég þurfti sveimérþá að setjast niður alveg lafmóður með hlaupastíng. Sat bara þarna eins og afvelta kind. Djöfull er maður ekki í neinu formi.
Ég held að ég þurfi að hugsa minn gang. Ég gæti farið að lúkka eins og Hómer vinur okkar.
Ætli ég hafi ekki bara étið full mikið af þessari Fíkjutertu sem Íja frænka á Völlum gaf mér uppskriftina að. Enda var hún mesta lostæti. Nammi nammi namm. Þarf að minka við mig sykurinn og hreyfa mig meira. Það er á hreinu.

miðvikudagur, júní 02, 2004

COLTINN SELDUR

Jæja þá er ég búinn að selja Coltinn góða sem var búinn að reynast mér vel sem góður klár. Fór hann á heilar 25.000 krónur. Mun mynning hans ætíð vera í hávegum höfð og vonandi að hann reynist sínum nýja eiganda vel ef hann hrynur þá ekki í sundur. Því að hann var svo gjööörsamlega að detta úr límingunum blessaður. Ég mun sakna þín. *sniff sniff*

þriðjudagur, júní 01, 2004

JAMMÍ

Nammnamm-NAMMI....! Ég er búin að vera á einhverju bakstursflippi undanfarið. Ég er búinn að baka þrjár Skúffukökur á stuttumtíma, því að þær klárast alltaf fljótt. Hafa þær heppnast vel. Í það minsta hefur enginn drepist af þessu og heldur enginn fengið drullu. Núna var ég að enda við að baka Fíkjutertu. Spurning hvurt maður steindrepist ekki bara af henni.