Áramóta-anall og fleira
Eitthvað þarf maður jú að skila af sér hérna þar sem árið er að verða búið. Þetta var nú að mestu tíðindalaust hjá mér framanaf enda ný orðinn atvinnulaus og þunglyndur en vorið kom og ég sá mér leik á borði og fór til USA í fáeina daga. Sumarið var algjört bla ég fór ekkert að veiða og ekkert norður eða ferðaðist almennt ekkert. Það var reyndar tekin sumarbústaðavika austrí Grímsnesi í ágúst. Svo kom september og við hjónin letum gefa okkur saman með pompi og prakt og stukkum síðan í brúðkaupsferð norður í Reykjadal það sem við endurtókum hjúskaparheitin í Einarstaðakirkju og áttum svo gott gistirí á Hótel Akureyri.
Jább þetta ár fyrir mig persónulega fær þrjár og hálfa stjörnu en bara þessar þrjár og hálfa koma fyrir gott brúðkaup og aðra góða hluti sem áttu sér stað með lækkandi sól. Lækkandi sól hefur líka almennt góð áhrif á mig. Jól og áramót eru líka skemmtilegustu tímarnir, segi ég fyrir mitt leiti. Þó vildi ég helst vera norður í landi á þessum tíma en það er víst ekki í boði. Ekki í bili.
Akureyri er góður staður líka. Á unglingsárum átti ég þar ágætis tímabil, þó svo að ég hafi verið atvinnulaus og hálf eirðarlaus eitthvað. Hægt að fara á fillirí þegar manni sýndist. Oft vaknaður klukkan tvö eða þrjú á daginn og þá skoppað á billann sem þá var í gilinu eða þá niður á göngugötu og fengið sér pylsu kók í Borgarsöluni. Svo gat maður alltaf séð og hitt á ýmislegt fólk. Möri kannski að týna dósir og þá var rölt að honum og spjallað og fengið að heyra hjá honum klámvísur. Einnig gamla kallin með skúffukjaftinn. Spjallaði alloft við hann. Jón hlaupari hafði nú margoft eitthvað að segja. Það var nú hægt að brydda uppá ýmsu til að rabba við hann um. Já, já. Allt milli himins og jarðar.
Nú og svo var það Kalli Prentari. Það gat verið ágætt að rekast á hann stundum, þ.e.a.s. ef hann var ekki búinn að fá sér neðan í því. Það var nú ekkert fjör að hitta hann þannig. Kalli var að mörguleiti ef ekki öllu leiti hinn besti maður. Ég þekkti hann nú ekkert voðalega mikið en nóg til þess að þarna vissi ég að væri gæðasál á ferðinni. Hann sagði mér eitt sinn að hann hefði verið sem barn, í sveit í Máskoti í Reykjadal nokkur sumur og lét vel af. Hann var fróður um mjög marga hluti og vel inní sögu Akureyrar. Gaman að heyra um það hjá honum. Prentari og setjari ég veit svei mér ekki um starf setjara, heyrði einhvern tímann að það hefði t.d. falist í því að setja upp síður í kannski blöð, raða saman hvar letrið á að koma og hvar myndin á að vera og hvar auglýsingin kemur. Eitthvað þannig. Já, já ég held að þeim gamla hafi líka þótt skemmtilegt að rabba við mig, þetta unglingstötur svona á förnum vegi. Eins og ég segi þetta var ágætis maður. En það fór ekkert sérlega vel í hann að drekka vín. Einu sinni fór ég í ölæði heimtil hans á Brekkugötuna þar sem hann var búinn að hella uppá sig líka og röfluðum við dágóða stund sínahvora samhengisleysuna oní hvern annan. En hann tók mér fagnandi og ég mátti meira að segja reykja inni hjá honum. Ég held síðan að þeir sem fífluðust í honum og voru að gera grín að honum hafi nú alveg mátt líta í eigin barm.
Jæja nóg af þessu ég er nú ekki vanur að strengja einhver vitleysis áramótaheit en segi það hér og nú að ég ætla að vera duglagur að blogga árið 2012. Gleðilegt ár.
laugardagur, desember 31, 2011
laugardagur, desember 17, 2011
Eitthvað út í snjóinn
Er alveg að fíla skammdegið, því að myrkrið er alltaf gott. Nóg um það. Það er búið að skipta um alla glugga í húsinu og setja upp nýja eldhúsinnréttingu. Garðrólan er komin á sinn stað og úti-arninum hef ég plantað niður fyrir framan hana. Þá er hægt að setjast niður og hlýja sér í öllu froztinu með kakó við heitan eldinn.
Jæja nú ætla ég að setjast uppí jeppann minn og keyra út í snjóin.
Er alveg að fíla skammdegið, því að myrkrið er alltaf gott. Nóg um það. Það er búið að skipta um alla glugga í húsinu og setja upp nýja eldhúsinnréttingu. Garðrólan er komin á sinn stað og úti-arninum hef ég plantað niður fyrir framan hana. Þá er hægt að setjast niður og hlýja sér í öllu froztinu með kakó við heitan eldinn.
Jæja nú ætla ég að setjast uppí jeppann minn og keyra út í snjóin.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)