blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: nóvember 2006

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Veit einhver um fartölvu ?

JÁ JÁ JÁ JÁ, ég veit það. Ég er ekkert búinn að blogga í háa herrans tíð. En þær fréttir hef ég af sjálfum mér að færa að ég er búinn að fara í frí, fara með Írisi til útlanda, koma heim, slappa af með Írisi og mínum ástkæra syni Garðari Mána. Er svo kominn hingað á sjóinn aftur. Verð hérna, fram að jólum. Það verður ekki róið milli jóla og nýárs, Vííííííííí.

Dem it. Ég er á höttunum eftir notaðri fartölvu svo ég gæti skrifað hérna á sjónum. Ef veinhver á eða veit um gamla fartölvu til sölu má sá hinn sami skilja eftir emailaddressuna sína hér að neðan og ég mun hafa samband. Ég er bara að tala um gamalt ruzl sem þarf einungis að vera með ritvinnsluforritið í lagi og floppídrif. bara eitthvað sona 5000 króna drazl.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Múkkar Og Viðrini

Ég og Siggi kokkur vorum að leika okkur að henda fiskilifur í Múkkann, út um kýraugað til að hann gæti étið. Svo datt okkur í hug að láta hann hafa eitthvað annað. Við prufuðum að láta hann éta kjúkling, brauðsneið, pappa, jólaköku, ís, lummu, lummu með rjóma og sultu og slátur. Múkkinn er bara svo mikill helvítis gikkur að hann vildi þetta ekki. En nóg um það.

Versta helvítið er þegar maður þarf að kljást við viðrini. Það er eitthvað sem ég forðast eins og heitann eldinn, en stundum verður ekki hjá öðru komist. Helvítis viðrinin gera vart við sig af og til. Annars fer þessum viðrina málum að ljúka.
Slátra þessu áður en það fjölgar sér meira.

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Dirty Old Man

Þetta var eins og í amerískri hrollvekju. En þannig er að mig dreymdi í nótt eða öllu heldur þá fékk ég martröð sem var þannig að fjöldamorðingi gekk laus og var það gamall maður sem ég er að umgangast þónokkuð mikið í raunveruleikanum. (Er sá nokkuð hár, hraustlegur og svipsterkur einstaklingur miðað við aldur) En þannig var að hann drap fólk annaðhvort með því að pynta það til dauða í kjallaranum heima hjá sér eða sjúga úr því allt blóð með tæki sem samanstóð af handryksugu og hnífi.
En þarna var ég allt í einu kominn í kjallarann hjá honum. Hann hafði sennilega platað mig með sér þangað en samt vissi ég hvað hann ætlaði sér. En allavega, þá var ég að hjálpa honum að hengja um klukku en það gékk eitthvað brösulega svoleiðis að hann skrapp inn í eitthvað herbergi til að sækja eitthvað betra til að hengja upp. Svo leið pínu stund og veit ég ekki fyrr en kallinn kemur út úr herberginu aftur með handryksuguna á lofti. (og þetta virkaði eins og í Psycho. Hann var allur skyggður eins og morðinginn í sturtuatriðinu) Ég auðvitað tók til fótana, uppúr kjallaranum. var kominn að forstofudyrunum þegar sá gamli labbar á eftir mér og mælir "já já já eins og allir hinir, reynir að flýja". ég var kominn að útidyrahurðini og að reyna að opna hana. Hún var læst. Ég heyrði handryksuguhljóðið alltaf nálgast hægt og rólega fyrir aftan mig, meðan ég var að reyna að opna dyrnar. Að lokum stóð hann alveg fyrir aftan mig og þá vaknaði ég. Í nokkrar sekúndur eftir að ég vaknaði í andfælum var handryksuguhljóðið fast í hausnum á mér. Svo um alla framtíð verð ég sennilega alltaf hræddur við kallinn.
Hræddur við gamla kallinn.