blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: ágúst 2010

þriðjudagur, ágúst 31, 2010

Sálarnart

Andskotinn þetta nagar mig. Maður hugsar um liðna tíð. Kannski fimmtán ár afturfyrir og pælir í skyssum sem maður gerði. Melvítið mitt, segi ég stundum við sjálfan mig. Að maður skuli ekki hafa látið slag standa. Mig langaði svo heitt að spyrja en lét það vera. Aulaháttur, algjör aulaháttur. Eftir okkar síðasta fund stóð ég fyrir utan gluggan hennar starði lengi. Hún fór daginn eftir. Hef ekki séð hana síðan. Furðulegt hvað smánarleg atvik geta poppað upp í hugann og byrjað að saga mann.
-----------------------------------------
Þegar ég var tveggja, þriggja eða fjögrára eða eitthvað svoleiðis, allavega þegar ég var smákrakki elskaði ég að heyra þetta lag. Svo sé ég myndir til æskunnar þegar ég heyri lagið. Mér dettur í hug svöl dalalæðuvorkvöld í Reykjadalnum, bleikann roðann á norðurhimninum, sauðburð og gamla rússajeppann hans afa. Bara það sem poppar upp í huga mér þegar ég heyri það.
Hot Butter - Popcorn

sunnudagur, ágúst 29, 2010

Malað kaffi

Allatíð eða frá þrettánda ári hef ég verið mikill kaffiusvelgur. Drekk kaffið helst svart en á sjónum er í boði ágætis vélakaffi þar sem ýtt er á takka og um hæl kemur rjúkandi gott kaffi úr maskínunni. Það er gott að fá sér mjólk út í það. En ég keypti mér kaffibaunir frá Starbucks þegar ég var í Danmörku og fékk að láni kvörn hjá góðum manni til að mala þær. Þetta kemur bara skemmtilega út og svalar bara kaffiandanum vel þegar hann kemur yfir mig og lætur mig skvetta mörgum bollum í mig í einu. Annars var ég að spá í að verða mér út um hráar kaffibaunir og rista þær sjálfur.
----------------------------
Eitthvað er ég svo að reyna að skrifa, búinn að vera að síðan í maí. Það sem ég er komin af stað með núna þ.e. nokkrir tugir blaðsíðna, byrjar þannig að Björgvin stendur ber að ofan með klaufhamar í hendinni og horfir á mann sem hann hafði ráðið bana. Björgvin horfir í augu hans verða mattari með hverri mínútunni. Maðurinn sem hann drap var af erlendu bergi brotinn og hafði bortist inn í íbúðina til hans um nótt en var svo óheppinn að Björgvin lá andvaka í rúminu sínu þegar hann braust inn en þegar maðurinn varð var við Björgvin byrjaði hann að skjóta á hann með hljóðdeyfðri skammbyssu. Með því að hugsa hratt og vera snar gat Björgvin yfirbugað manninn og kálað honum með klaufhamrinum.
Björgvin reynir strax að ná sambandi við Rebekku sem á sama tíma átti að vera komin til landsins með efni fyrir ákveðna aðila. Hann átti ekki erindi sem erfiði en þegar farsími Björgvins hringir og á hinum enda línunnar heyrir Björgvin að Rebekka sætir pyndingum með hroðalegum öskrum heldur Björgvin í örvæntingafulla leit að henni.
Hver var þessi dularfulli maður sem hafði komið inn í íbúðina til hans og reynt að stúta honum ? Tengdist þetta því að Rebekka var ný komin til landsins sem burðardýr ?
Hún átti að fá allar skuldirsínar afskrifaðar hvort sem hún næðist í tollinum eða ekki. Því voru þeir þá að misþyrma henni, ef það voru þá þeir ?
Myndirðu kaupa söguna ef hún kæmi út á bók ?
----------------------------
Everlast - Black Coffee


Heavy D - Black Coffee No Sugar No Cream

laugardagur, ágúst 28, 2010

Hugulsamt

Égerhálf tómur en ætla að hripa hér eittthvað á bloggið samt. Einhver hefur föndrað þetta kort og sett það inn um bréfalúguna mína. Einhver sem vill koma fyrir mig vitinu því að inn í kortið er skrifað eitthvað vers úr bibblíunni. Þetta er víst einhver konukind sem er að standa í þessu, heyrði ég. Já hún hlítur að fá prik hjá Guði á himnum fyrir þetta. Það er í það minnsta góðverk að reyna að koma því inn í hausinn á fólki að menn gætu mögulega farið til helvítis þegar það drepst lesi það ekki guðsorð og fari ekki eftir reglum Guðs. Ég er nokkuð viss með mig sjálfan. Enda er Guð réttlátur og hann færi varla að láta mann vera í þessum heimi ofsageðveiki án þess að láta mann gera eitthvað meira annarstaðar til að bakka upp mistökin sem maður gerði í þessum heimi. Það var einhverstaðar minnst í biblíunni á hin sjö tilverustig Guðs og við hljótum að vera í því fyrsta. Það getur varla verið að jörðin sé það síðasta, nei seisei. Við jarðarbúar færum þá flest niður á grillið hjá Skrattanum. Við drepumst hérna, Guð skammar okkur svo hvert fyrir sig og hendir okkur svo á næsta tilverustig þar sem við eigum að læra af mistökum okkar, græðgi og löstum eins og að reykja ekki sígarettur, gera bankana ekki gjaldþrota og halda bölfi og ragni í algjöru lágmarki. Þannig eigum við að læra frá einu tilverustigi til annars alveg upp að sjöunda himni þegar guð loksins skoðar hvort við höfum verið að standa okkur. Nú ef ekki, þá er manni bara kastað til helvítis. Það hlítur að vera.

þriðjudagur, ágúst 24, 2010

Flugstöðin á Kastrup er ágæt og þar sá ég þetta. Þessi maður var á skrafi við annan mann og hallaði um leið rassgatinu uppvið handfangið á töskukerru sem hann hafði þar til umráða og iðaði dálítið með görnina þarna á horninu. Sennilega hefur hann verið nýbúinn að skíta og liðið vel í snúðnum og ákveðið að örva hann aðeins til að viðhalda sælunni. Kannski var hann með njálg eða þá að hann hefur verið illa skeindur og klæjað undan kleprunum sem trufluðu hann. Í það minnsta var þetta ágætis myndefni. ------------------------------------------------- Á labbinu um Strikið fór ég í búðir og verzlaði mér nokkra geisladiska með mínum rándýru dönsku krónum, jájá ég fann svona hitt og þetta og líka danska músík svona af handahófi. Ég veit svosem ekki hversu vinsæl Sara Grabow er þarna úti. Svo er bara ekkert víst að hún sé neitt dönsk en ég fann allavega þennan disk innan um danskt efni. En þó að ég hefi aldrei heyrt á Söru Gtrabow minnst áður er hún ágæt finnst mér. Ágæt lög með fínum textum. Ég kem svo með meira köbenskt músíkdrasl seinna. Sara Grabow - Nighttime Terror Sara Grabow - Blueberries

fimmtudagur, ágúst 19, 2010

Best að blogga aðeins

Sattaðsegja hef ég voða lítið að segja. Ég hef verið að spila Pacman undan farið og það er mesta furða hvað maður getur orðið brjálaður þegar draugarnir ná að drepa mann. Ég hreinlega froðufelldi af bræði hér í gær þegar ég hafði náð langt en svo drepinn á endanum. Lúdóið er þó skaplegra en hægt er að keppa í lúdó á netinu sem ég geri stundum. Líka er hægt að keppa við fólk af öllum heimshornum í Tetris. Ég ætla svo eitthvað að róa mig í þessum spilum á menningardaginn og kem til með að spranga um á menningarhátíð og hlýða á tónflutning. Verð sennilega ekkert á þvælingi um kvöldið enda lítið sem ég veit af sem ég ef áhuga fyrir að sjá og heyra. Fræbbblarnir og Megasukk skemmtu mér konunglega vel í fyrra á Grandrokk sáluga. Held nú að facktory komi samt til með að vera ágætis staður. A.m.k. er þetta topphúsnæði fyrir gigg og skemmtilegheit.
----------------------------
Jean-Baptiste Franc sat með pjanóið sitt á strikinu og spilaði. Þar var hann líka með diska með eigin efni til sölu á heilar 100 danskar krónur. Ég sló til og verzlaði mér eitt eintak og lét hann árita diskinn. Hér eru þrjú ágæt lög af þessum disk.

Jean-Baptiste - I've Got Rythm


Jean-Baptiste Franc - The Man I Love


Jean-Baptiste Franc - Waste No Tears

þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Fúlltfúlltfúlltogmeirafúllt

Þessi dagur var fremur leiðinlegur. Veðrið var þó ágætt og ég hefði farið að veiða hefði ég nennt því. Ég nennti ekki að taka mér mynd á leigu og þegar bróðir minn hringdi í mig og vildi gera eitthvað þá sagði ég honum að fara annað. Ég eldaði ekkert enda engin matarlyst og facebook hefur farið í mínar fínustu taugar í dag. Mesta furða að ég skuli vera hérna og pikka þessa vitleysu hér akkúrat núna. Ég bara kemmst ekki á flug með þau skrif sem ég ætla að skila af mér hið fyrsta. Það var varla að ég hafði mig í að hella upp á kaffi í dag. Ég ætla að hafa mig í að pósta hér niður mp3. Þið getið þá spilað þetta lag hér að neðan og farið í vangadans á meðan ég argast við að leita að myndavélasnúrunni sem er búin að vera týnd í nokkra daga.

The Shadows - Sleepwalk

föstudagur, ágúst 13, 2010

Dagur djöfulsins

Í dag er föstudagurinn þrettándi sem er óhappadagur með meiru. Ég ætla ekki að telja upp ófarir mínar sem orðið hafa á þessum herrans dögum í gegn um tíðina en þær eru óteljandi og hef ég jafnan haft það sem reglu að vera inni og helst með breitt uppfyrir haus þegar þennan mánaðardag ber upp á föstudegi. Ég finn ekki myndavélasnúruna sem ég er búinn að gera dauðaleit að og get ekki convertað í tölvunni. Geri samt ráð fyrir því að það reddist eftir miðnætti.
----------------------
Hér eru svo fjórfarar. Kurt Rambis, Óttar Proppé, Ned Flanders og Walter White.

fimmtudagur, ágúst 12, 2010

Jæja þetta þýðir ekkert

Tölvan mín rífur kjaft og neitar að gera nokkurn skapaðan hlut sem ég skipa henni fyrir. Það verður að hafa það í bili eða þegar ég hef náð að róa mig niður. tölvur geta hreinlega gert mann reiðan. Þýðir ekki að fást um þetta, best að fara og fá sér í vörina og stika upp að vatni með veiðistöngina. Blogga bráðum meira.

laugardagur, ágúst 07, 2010

Blogga frá Danmörku, einmitt.

Danmörk er lítið land með mikið af fólki á. Ég verzlaði mér músík í plötubúð á Strikinu og svo fór ég á veitingahúsið Ankara sem reyndar er eitt ógeðslegasta veitingastað fyrr og síðar finnst mér. Ég gafst bara upp þarna inni og fór. En ég hef ekki enn asnast til að skoða Museum Erotica sem er hér nærri og svo var stungið upp á Kristjaníu en ég hef lítinn áhuga á því eftir að því ágæta porti var breytt á sínum tíma. Merkilega hranalegt lið hérna.

miðvikudagur, ágúst 04, 2010

Fiskifiskifisk

Ég þurfti að henda flotta góða fluguhjólinu og kaupa mér nýtt þar sem bremmsan á því gamla var ónýt og virkaði ekki djakksjitt. Samt fínt að vera kominn með nýtt og gott fluguhjól í hendurnar. Ég verslaði mér líka ákveðna gerð af flugum sem hafa reynst mér vel og fiskar eru vitlausir í. Gaman, ég var að veiða í vatni og sá að fiskar voru að sprikla við stein sem er dálítið út í vatninu. Það þurfti ekki annað en að djöflast með þessa tilteknu flugu í tíu mínútur og ég var kominn með þrjá urriða. Þetta er yndælt að vera svona út í náttúruni og láta heilann flæða frá sér ævarfornu veiðieðli frá því síðan menn voru apar. Veiðieðlið er ekkert nema genatískt minni svokallað. Svo skemmir ekki að vera með eitthvað gott ipodstuff í eyrunum á meðan.
-------------------------
Ég ætla að mæla með Klassart. Ég ætla nú ekkert að pósta neinu mp3 en má til með að benda á myspace síðuna. Ég hef verið að hlusta á síðuna og hef unað vel við. Þetta er svona sambland af blues og country sem mér fellur vel í geð. Þetta er bara mjög fínt sko og einmitt til þess fallið að hlusta á með flugustöngina á lofti eða þegar verið er að keyra eitthvað langt. Þá einmitt finnst mér best að hlusta á svona. Endilega skoða það.

þriðjudagur, ágúst 03, 2010

På bustad

Og þá er maður kominn heim. Búinn að typpalingast eitthvað í sumarbústað sem er notarlegt. Er búinn að éta heila brekku af bláberjum og krækiberjum og á eftir að drulla mikið vegna þess. Annars er ágætt að vera bara í borginni svona um verslunarmannahelgi og gera ekki rassgat.Öhhh.... Spurning um að finna sér DVD-mynd til að glápa á.


Gautar - Meiri Bjór