blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: desember 2003

laugardagur, desember 27, 2003

Gleðileg jól allir. Ég ætti að vera búinn að drullast til að skrifa en ég er því miður búinn að kljást við mikið netleysi nú um mundir svoleiðis að ég hef þurft að nýta mér bókasöfn eða að sníkja mér einhversstaðar í tölvu hjá vinum og kunningjum. Djöfull er maður nú annars búinn að úða í sig fínum steikum og djöfuldóm að konfekti. Ég held bara að ég eigi eftir að rekavið út allt næsta ár ef ég hætti ekki í makkintossinu. En ef ég skrifa ekkert meira á árinu þakka ég öllum allt gamalt og gott á liðnum öldum.

laugardagur, desember 20, 2003

Ég vaknaði í morgun eins og flestir og í tómi mínu ætlaði ég að vita hvort að það væri ekki eitthvað í sjónvarpinu og þá, æjæj...ég á ekki orð. Að fólk skuli sjónvarpa þessu helvíti. Þetta er hreint helvíti bara. Ég var nærri því búinn að spúa uppsölunni á sjónvarpið í morgun, en tókst samt að halda brauðterunni og salatinu niðri í þetta sinn. Ég er að tala um Boild að the beautiful. Aaaaarrrrhhh. Nú er sjónvarpið mitt ónýtt. Þetta er búið að koma í sjónvarpinu mínu, alveg óvart. Ég meina fólk gerir ekkert annað en að grenja eða stinga undan hvoru öðru. Þetta á einnig við um Leiðindaljós. Hver fann uppá því að framleiða þennan óskunda. Ég bara spyr.

Ammma þín hvað ?
Svo eru nú að fara að koma jólin. Mjér hlakkar svo til. (eins og einhver saggði)

þriðjudagur, desember 16, 2003

Þá er búið að finna karlpunginn þann arna, þótt fyrr hebbði mátt vera. Óskaplegt var að sjá þennan "rakka" í Fréttablaðinu. Æi maður hálf vorkennir þessum ræfil. Hann er orðinn hálfgert hræ. Ennnnnn gert er gert og rétt skal vera rétt. Þennan bastarð þarf að dæma, hengja upp og flengja. Þá kannski að hann fái að komast í rafmagnsstólinn sem fyrst svo að hann komist í það að ríða djöflinum í rassgatið.(sjá nánar í South Park)
Æi ég veit ekki hvort að maður ætti að láta þau orð falla um svona ýmislegt ágæti í sambandi við hann og hans gjörðir í sambandi við Ísrael. Já Ísraelar eru ekkert nema glæpamenn sem níðast á minnimáttar. Geta þeir ekki séð Palestínumenn í friði, hvernig er það.
En hann er svona þarna. Það er búið að ná karlfauski og það er gott mál. Ég er feginn fyrir Írösku þjóðina en votta Palestínumönnum samúð mína.

sunnudagur, desember 07, 2003

!-!-!-!-!-!-!-!-!-!
ARRRR. Þá er ég búinn að fara á sjóinn. Það hafa allir jaxlar gott af því að prufa það og aumingjar ættu að láta það alfarið í friði. Þetta var dagróður og var unnið með miklum krafti og hamast mikið. Auðvitað ældi ég og spjó eins og berserkur í djöfulmóð fyrstu klukkutímana og í eitt skiptið hélt ég hreinlega að ég væri að tapa iðrunum.
En ég vann og djöflaðist á hörkunni og þá hætti bara sjóveikin. Draga inn netin, blóðga og stökkva svo niðrí lest að gera að og ísa og svo aftur þessi rútína. Þetta er helvíti hörð geðsjúklings vinna þar sem ekkert má gefa eftir og er mér að skapi. Ég fæ að fara aftur ef eitthvað losnar. Vonandi gerist það. Mér líkar sjómennskan. ARRR

þriðjudagur, desember 02, 2003

Æi helvítis blogger er hreinn vanskapnaður. Jújú ég eða Húlda systir settum nýja línka en svo vitist sem eitthvað væri ekki alveg í lagi. Við reyndum að setja línk á albin en eitthvað hafði mistekist og ekki varð aftur snúið að leiðsétta það. Ég krubbði málið til hins ítrasta og komst til botns í því. Þetta kom allt. Það varð aftur snúið. Annars hef ég ekkert að segja. Segið þið eitthvað. Reyniði nú að gefa þessu commennt börnin góð.

mánudagur, desember 01, 2003

jæja þá á ég ammli. Já, á þessum herrans degi fæddist ég. Í gær var fjölskylduboð og eldaði mútta þennan fína mat og tengdamamma gaf mér flíspeysu og í dag fer ég út að éta með kjéllinguni.
Meira helvítið hvað kvefið er að drepa mig núna. Ég kurra og ýlfra hér öllum stundum. Svo ég man það að akkúrat fyrir ári síðan var ég líka að drepast úr kvefi. Þetta er þá ábyggilega dagur kvefsins. Vííííí teljarinn er kominn í tíuþúsund hjá mér
Jæja svo vil ég minna ykkur á að kaupa rauða borðann til að styrkja eyðnibaráttuna.
Haldiði svo kjafti.