blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: febrúar 2007

mánudagur, febrúar 19, 2007

Já já, kvennfólk. Það gat nú verið.

Nú hefur það komið í ljós að uppruni Baugsmálsins sem kostað hefur lansmenn tugi ef ekki hundruði milljóna er vegna afbrýðisemi Jóns geralds á garð Jóns Ásgeirs. J. Gerald vildi meina að J. Ásgeir hefði verið að þjösnast á eiginkonu sinni og dóttur ef ég heyrði fréttir rétt. J. Ásgeir neitaði því í tölvupósti að hafa þjappað í þær.
Ég hefði nú haldið að þetta sé sjúkleg afbrýðisemi fyrst J. Gerald skvílar viðskiftafélaga sinn og drykkjufélaga svona. Nema þá að J. Ásgeir hafi í raun og veru verið að hamra í þær mæðgur eitthvað. Þá er það kannski skiljanlegt.
En þá er þetta auðvitað eins og ævinlega. Kvenfólk er alltaf til vandræða.
Haldiði að þetta sé hemja ?

mánudagur, febrúar 12, 2007

Rússajeppinn hans afa

Æi, sumir hlutir geta verið vangefnir. Já lenti í smá stappi við bankann í dag en vona að allt blessist. Var á tímabili tilbúinn að standa upp í bankanum og öskra á þjónustufulltrúann og rústa svo staðnum. Allt blessaðist samt áður en það rann á mig bræði. En jæja hvað um það þá er ég ánægður með það að gamli rússajeppinn hans afa míns sáluga sé kominn í góðar hendur á Ystafelli. Það eru margar æskuminningar tengdar honum og gott að hann fái umönnun hjá góðum aðilum. Skildist það á Sverri að hann sé það heill að hann sé vel sýningarhæfur á safninu og verði þar innanhúss. Vonandi að hann fari í gang þegar reynt verður að gangsetja hann.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Næs sunnudagskvöld

Þá er helgin að verða afstaðin. Búinn að gera mest lítið af mér. Jú fór með Írisi og Garðari Mána á róló, eldaði grjónagraut, át sperðla, lagaði fjárhag minn svo um munar og tók til í bílnum mínum. Mér finnst voða gott að vera til á sunnudagskvöldum. Það er allt eitthvað svo rólegt.
Það var voða gaman hér áður að hlusta á þáttinn Frjálsar Hendur sem Illugi Jökulsson hafði umsjón með á Rás1, á sunnudagskvöldum. Dálítið skemmtileg stemming og spennandi að vita hvað hann tæki fyrir í þeim þætti sem var að byrja. Yfirleitt var það alltaf áhugavert sem hann fjallaði um. Það voru oft einhver fræði eða einhverjar sögusagnir, eitthvað úr mannkynssöguni, Íslendingasögunum eða þjóðsögunum. Hann tók einhverntímann fyrir nokkuð skemmtilegar þjóðsögur úr bókinni Þjóðsögur og Munnmæli. Man eftir sögunni um Katanesdýrið sem var ófreskja í tjörn á Katanesi. Hún var á stærð við kvígu, með stuttar lappir og eins álna langan hala og með langan digran haus. Hana sáu margir og öttuðust mjög. Sýndust menn hún synda hraðar en hún hljóp. Engum banaði dýrið samt. Menn ætluðu að ná skepnunni og koma henni fyrir kattarnef og tæmdu tjörnina með því að grafa skurð frá henni og niður í sjó en aldrei fundu menn þó skepnuna.
Jæja ég ætla að slappa meira af og fá mér bók að lesa.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Laugardagshefðin

Það þykir mikil hefð að elda grjónagraut á Laugardögum. Fatta ekki hvers vegna. Ég er alinn upp við grjónagraut á laugardögum, foreldrar mínir, afar og ömmur líka. Alltaf grjónagrautur á laugardögum. Þetta var allavega þannig á hverjum bæ heima í sveit og er enn þar ég bezt veit. Þetta er svona úti á sjó líka. Voða algengt á þeim skipum sem ég hef verið á. Þá er það jafnan soðin Ýsa og grjónagrautur á Laugardögum. Sumir kalla þetta Mjólkurgraut aðrir Hrísgrjónagraut og ég segi Grjónagrautur. Svo er það líka misjafnt hvernig menn vilja hafa hann. Hjá sumum er hann þunnur öðrum þykkur og með rúsínum líka. Gömul kona hér í bæ sem nú er látin, setti meira að segja gráfíkjur og sveskjur í grautinn. Flestir fá sér kanil út á hann, margir súrt slátur og aðsrir hafa bara hvítan sykur. Ég vil hafa hann þykkann með smá smjörslettu. Mikið af kanil og svo má auðvitað ekki gleima súra slátrinu sem er algjör nauðsin. En það væri gaman að vita afhverju landinn étur þetta alltaf á laugardögum. Hvernig viljið þið hafa ykkar graut ?

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

ululululululululululululu.................

Alltaf jafn gáfulegur. Ég og Íris fórum á Subway í dag og átum. Fékk ég mér einn 12 tommu bát með allskonar drulli innaní og þar með talið Jalapeno og sterka sósu og þannig. Mér þykir sterkur matur nefnilga afar góður og hef myndað ágætis þol gegn chilli og öðrum pipar. Mér svíður ekki eins mikið og menn gera almennt með strkan mat. Samt er ég ekki eins og tælendingar sem éta chilli á eins og kanil út á grjónagraut. En hvað um það. Ég jat semsagt minn sterka 12 tommu bát og lét vel af. En mér fór samt fljótlega að verða illt í maganum. Það stoðaði ekkert að drekka mjólk, vatn eða kók, alltaf langaði mig jafn mikið til að æla. Þá prufaði ég gamalt húsráð sem er að fá sér í nefið þegar eitthvað bjátar á og athuga hvort að ég hresstist ekki. Nei, þarna gerði ég sömu skissuna og fyrir um 12 árum síðan þegar ég keðjureykti nokkrar sígarettur og tók svo vel af Snuff99 í nefið, heima hjá þeim feðgum og stórvinum mínum Hannesi og Sigga. Ég tók tóbakstósina og byrjaði að troða íslenska neftóbakinu í nasirnar á mér en það heppnaðist ekki betur en svo að ég saug aðeins og fast og helvítis tóbakið sogaðist oní kok. Þarna stóð ég á miðju stofugólfinu hóstandi og kúgandi eins og ég veit ekki hvað. Því næst strunsaði ég inn á klósett og ældi öllu gumsinu sem ég hafði étið klukkutíma fyrr. Held að ég hætti hér með að nota neftóbak.

laugardagur, febrúar 03, 2007

Like A Rolling Stone

Bob Dylan er tónlistamaður sem ég hef lítið hlusað á í gegnum tíðina. Hef hlustað á hann núna dálítið undanfarið. Búinn að heyra lög með honum sem ég vissi ekki að væru til og önnur sem ég vissi ekki að væru með honum heldur einhverjum allt öðrum. Einnig var ég að blása rykið af Willie Nelson plötunum mínum og smella þeim á fóninn. Nelson er alltaf góður. Svo skakkur og einlægur alltaf. Veit ekki hvort að þið séuð fyrir Country-tónlistina en ég hef mætur á henni.
Ég er að pæla í því að láta hárið flakka. Nenni ekki að hafa það sítt lengur. Allt of mikið umstang með það. Svo er svo óþægilegt að vera með mikið hár úti á sjó. Held að ég hafi hausinn skafinn eins og ég var lengi vel. Var ég kominn á fremsta hlunn með að láta það fara um daginn en það var bara svo kalt í veðri að ég ákvað að láta heysátuna gera sitt gagn fyrst hún var þarna ennþá. Ég hef bara ekkert hár í þetta lengur.
Svo eins og einhverjir vita þá hef ég verið að eiga við viðrini undanfarna mánuði. Á dögunum vannst frækinn sigur á þeim. Í dag hringdi ég svo í eitt þeirra og lét helvítið vita að það borgar sig ekki að kássast upp á mig eða mína fjölskyldu.
Don't fuck with me !