blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: nóvember 2005

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

föstudagur, nóvember 25, 2005

Long tæm nó sí

Já þetta er svona. Ég hringdi í Finn, vin minn úr Reykjadal og spjölluðum við lengi. Voða gott að heyra í gömlum félaga sem maður hefur ekki heyrt eða séð í fleiri ár. Ennu ég er sum sé hættur á trilluni í bili og kominn á gamla skipið aftur en ætla svo að reyna að komast í frí eftir næsta túr. Svo þar eftir mun svo verða róið stíft fram að jólum. Ég var nefnilega að fá þá gleðifétt að það verður ekkert róið milli jóla og nýárs.
Vííííííííííííííí..............

mánudagur, nóvember 21, 2005

Þekki engan

Ég er nú hérna á Djúpavogi að leysa af á trillu í nokkra daga en það hefur bara ekkert verið farið út sökum bræludrullu. Þá húkir maður bara hérna og gerir ekki rassgat. Ég þekki ekki einn mann hérna. Þessi nettenginn hérna er alveg að bjarga manni frá vitfirringu. Fallegur staður öngvasíður og ætli maður skreppi ekki bara út og vappi um að taka myndir.
Ég viddiggi. Tjahh... vuuuuuuuuuuuuuuu
HREKKJUSVÍN

Já ég segi nú ekki annað en SVEIMÉR. Já, ef ég er ekki hrekkjusvín aldarinar þá veit ég ekki hvað. Ég nebbla á svona helvíti flottann kveikjara sem gefur frá sér raflost en ekki eld eins og flestir kveikjarar gera iðulega. Þetta er ég svo búinn að ganga með, milli manna hérna um borð og allir verða þeir gráhærðir sem prufa að kveikja. Einum varð svo um þetta að hann var í sjokki lengi á eftir.

Svo var það einn annar hrekkur sem heppnaðist svo mjög þegar einn okkar var að húkka í fiskana sem komu upp á línuni, að inn kom Steinbítur. Steinbíturinn spriklaði svo niður á gólfið en lenti ekki í þar til gerða rennu sem hann átti að lenda í. Svo var hann að sprikla þarna um lappirnar á félaga mínum og hann alltaf að baða löppunum eitthvað til, svo að Steinbíturinn biti hann nú ekki. Þá læddist ég til og kleip vin minn í sinina fyrir ofan hælinn og skríkti svo hátt um leið. Ég hélt sveimér að drengurinn ætlaði útbyrðis, hann hrökk svo við. Allavega las ég manndráps löngun úr augnaráði hans svona eftir á að hyggja.
Nóg komið af bullshiti.

mánudagur, nóvember 14, 2005

NAMMI

Ég átti samtal við mann sem ég þekki, í gær. Þar komu fram nýjar hugmyndir um ný atvinnu tækifæri í ljós. Allt mun fara athugun og allt þaul skoðað. Já Þetta er voða spennandi. Ég hlakka til að sjá hvað verður.

En núna fer ég á sjóinn verð þar sennilega næstu vikur. En örvæntið ekki. Ég mun blogga þaðan. Ég lofa.

laugardagur, nóvember 12, 2005

DZZY

Image hosted by Photobucket.com
bíll sem mig langar í

Ég er beztur. Ég vil fá zetuna aftur í íslenska málfræði. Mér finnst flottara að skrifa bezt heldur en best. Helvítið hann Sverrir Hermansson. Hann lét taka zetuna úr Íslenzkri málfræði þegar hann var menntamálaráðherra.

Ég er akkúrat núna að hlusta á einhverja steipu með Ladda. Stundum finnst mér Laddi ganga út í öfgar með helvítis ruglið. Skítt með það, Laddi er fínn. Það fær enginn að dizza Ladda í minni návist. Heyriði það.
Bezt að fara og smyrja punginn.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Náttúrulegur draugagangur

Ég var að fletta í sorptímaritinu Hér og Nú í morgun og rakst loksins á eitthvað með viti. Það var viðtal við Magnús Skarphéðinsson að tala um draugagang. Furðulegt hvað draugagangur er mikið í kringum okkur. Allavega svo mikið að maður tekur ekkert eftir honum. Nei, fólk í dag er bara ekki nógu náttúrutengt til að taka eftir eða finna fyrir draugagangi. Það er allt of mikið af ónáttúru í okkar samtíma og í kringum okkur svo að við getum fundið fyrir draugagangi.
Hér áðurfyrr voru engat tölvur, bílar, sjónvörp eða gsm símar. Þá lifði fólk og hrærðist í náttúrunni. Fólk bjó í náttúrulegum húsum(úr moldu, grjóti og grasi). Ferðaðist á náttúrulegan máta(á hestum) og sfr.
Vegna þessarar ónáttúru sem við sáum í kringum okkur hefur t.d. almenn skyggnigáfa hjá fólki farið sífellt dalandi kynslóð eftir kynslóð og færri einstaklingar verið með skyggnihæfileika en áður. Það er vegna þess að sálir okkar eru náttúrulegar og kjósa því náttúrulegt umhverfi og náttúrulega hugsun.
Þess vegna er hægt að segja að draugar og draugagangur er náttúrulegri en við sjálf.

Svo eru hérna myndir sem ég tók í Minneapolis, á dögunum.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Heima

Þá er maður kominn heim eftir 4radaga Ameríkuferð. USAmeríka er mjög góð þjóð. Þar er allt svo frábært. Ameríkanar eru mjög kurteist og gott fólk. Allt sem Alþýðublaðið og Þjóðviljinn segja um Ameríkana er ósatt.

Svo ætla ég að fara og kíkja á Freddy Kruger. Keypti allt Freddy safnið á DVD í einum pakka.
Ég ætla líka að éta allt konfektið drullið sem ég keypti þar vestra...eða stórann huta af því.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Húsavík og U.S.A.

Image hosted by Photobucket.com
Húsavík um hánótt

Tók þessa mynd þegar við vorum að lenda við bryggju á Húsavík í nótt. Þar var alltaf jafn tómlegt og kuldalegt sem aldrei fyrr. Lenti ég þar í kasti við einn fjöruskratta. Náði ég að yfirbuga helvítið með klækjum og hjálp nokkura skipsfélaga með því að þylja Faðirvor.
Nei nei ég er að rugla. Það var gott að koma á norðurlandið, þó ekki væri nema í 2 klukkutíma. Meira að segja þegar maður er búinn að búa svona lengi í Reykjavík þá er maður alveg til í að eiga heima á Húsavík....neeeeee

Djöfull var það sárt. Já ég var að blóðga fiska í gær. Ég skar í puttann minn. Djúpt. Það var blóðugt. Það var hræðilegt. Það var viðbjóðslegt.

Image hosted by Photobucket.com

Svo er ég að fara að heimsækja fæðingarhálvitalýðveldið, Bandaríkin í annað sinn. Tek flugið í strax dag.