blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: mars 2005

fimmtudagur, mars 31, 2005

EITURBRAS

Þá er ég búinn að prufa kokkaríið þarna um borð á Sigurvoninni og sem betra er, enginn hlaut skaða af. Að vísu drullaði einn alveg óskaplega út af sósunni og annar STEINdrapst.

þriðjudagur, mars 29, 2005

NÝTUM SÍMASKRÁNNA TIL FULLS

Þannig er að þegar ég fer að kúka þá finnst mér afar óþægilegt þegar að kúkurinn lendir í vatninu og að slettist kalt vatn upp í rassinn. Þess vegna hef ég alltaf gamla símaskrá hjá klósettinu þar sem ég ríf eitt blað....kannski bara hálft og legg það svo oná vatnið í klósettinu þannig að þegar kúkurinn blubbsar slettist ekkert vatn upp í rassinn og ég fæ engann hroll af köldu vatninu.
Þetta er fullkomin lausn á endurnýtingu gömlu símaskrárrinar. Eða.... hvað finnst ykkur ?

sunnudagur, mars 27, 2005

MYNDIR, KROSSFESTINGAR OG LÆTI

Image hosted by Photobucket.com

Þá er hann ximon krossfestur, en þó ekki dáinn og grafinn. Þeir bræður ximon og Lárus fóru á kostum á krossinum sem þeir smíðuðu, Föstudaginn langa og var þeim vel tekið. Þetta er að vísu líka dæmi um daglega uppátækjasemi í okkur Reykdælingum. Svona lagað er ekkert nýtt.
Svo er ég búinn að plögga hér inn myndum, eftir mikið streð.
Segið mér hvað ykkur finnst um þær.

föstudagur, mars 25, 2005

ENGAR MYNDIR

Ég hef tekið burt myndasíðuna sem ég var með sökum þess að örlögin afa ætlað mér annan tilgang hér en að byrta myndir.
Þannig er það bara.
Því miður.

fimmtudagur, mars 24, 2005

PIKKNIKK MEÐ KOKTEILSÓSU

Var í fermingarveislu í dag og var ég auðvitað eins og jarðýta, eins og alltaf þegar kemur að veitingum og flottum hlaðborðum. Held samt að ég hafi étið full mikið, en samt ekki. Samt hélt ég að ég myndi æla öllu vegna ofáts en fór þá bara út og fékk mér frískt loft og þá skánaði þetta allt. Fór ég þá aftur inn og át bara meira.
Allavega fór ekki hjá mér eins og þegar ég var í fermingunni hans Halla forðum þegar ég át og át og át og át Pikknikk í kokteilsósu, fór svo heim í Lauti, ældi öllu gumsinu þar, fór svo aftur í veisluna og hélt bara áfram að éta og éta Pikknikk í kokteilsósu.
Það var fullkomin átröskun.
ÚTMEÐÐA

ÉG VAR AÐ SPURJA HVORT AÐ ÞIÐ VISSUÐ UMM EITTHVAÐ SEM VÆRI MÚSSATASSI.

þriðjudagur, mars 22, 2005

MÚSSATASSI

Ýmisleg voru uppátækin þegar maður var krakki, og ýmislegt datt manni í hug að segja þegar maður var krakki. En svo komu ný orð sem maður bjó til eins og orðið pintill, sem ég reyndar komst seinna að að væri getnaðarlimur hvals.
Svo var Gerða frænka að segja mér frá því að ég hafi einhverntímann komið til sín hlaupandi í öngum mínum og sagt að kallinn væri mússatassi. Enginn veit hvaða kall ég var að tala um né heldur hvað mússatassi er. Ég fór í orðabókina og fann ekkert þar. Fór á netið, bæði goggle og altavista en fann ekkert þar. Svo fór ég að prufa að nota þetta undir daglegum kringumstæðum, t.d. "Helvítis mússatassinn" eða "Ætti ég að skipta um dekk með mússatassi" eða "kannski að maður fái sér mússatassi í kvöld". Allir hrista bara hausinn þegar ég nefni mússatassi.
Hafi þið einhverja hugmynd hvað þetta gæti verið ?

föstudagur, mars 18, 2005

KÆST SKATA OG IDOL

Demitt...! Mér varð það á að horfa á Idolið í kvöld eða brot af því versta eins og það kallaðist og þykir mér alveg furðulegt hvað sumt fólk er blint á hvað það er ömurlegt. Já það er alveg ótrúlegt að sumir þarna skyldu dirfast að láta sjá sig þarna. Svo ömurlega laglaust, taktlaust og svo illsingjandi að ég myndi ekki einusinni bjóða geldneytum að hlusta á það.
Ég er ekki einusinni viss um að ég sjálfur myndi láta sjá mig í svona keppni. Þó held ég ágætlega lagi og hef góða rödd. (Skv heimildum menntaðra tónlistamanna). Það er bara alls ekkert nóg.
Jæja en nú eru ég og aðrir skips félagar mínir á Sigurvoninni að kæsa Skötu um borð. Nú er hún orðin þokkalega úldin núna og kominn tími á að leggja hana í salt. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst.
Hver vill smakka fyrstur ?

þriðjudagur, mars 15, 2005

GEIRFINNUR OG GARNAFLÆKJA

Ég og Ximon vorum að spjalla um daginn og veginn í gær en pædum svo í því hvað hafði virkilega orðið af Geirfinni. En ein sagan var þannig að hann hafði verið dreginn á einhvern afvikinn stað og sprengdur þar í svoleiðis tætlur að stærsta lufsan af honum var ekki nema bara á stærð við kóktappa. Þannig hefur þá hrafninn sjálfsagt komið í góðar þarfir til að láta hann hverfa.

Hvað er þetta með að ljúga í börnin okkar. Td: Ef þú horfir of mikið á sjónvarp verðuru blindur. Ef þú drekkur kaffi hættiru að stækka. Þú færð tölvuveikina ef þú leikur þér of mikið í tölvunni. Svo færðu garnaflækju ef þú ert alltaf að rúlla þér niður brekku.
Þetta er svo vitlaust eitthvað.

mánudagur, mars 14, 2005

BETRI VEIÐAFÆRI

Jæja þá er maður að fara á sjóinn á eftir. Verst að maður skuli ekki vera á trolli. Já það er kominn tími á að reyna það í sumar máski. Vonandi allavega. Annars er ágætt að vera á línuskipi. Allt betra en að vera á helvítisnetum. Það er nú það vonlausasta helvíti sem ég þekki. Já ég held að það sé best að vera á trolli. Í það minnsta hafa þeir trollsjómenn sem ég þekki ekki vilja sjá annað síðan þeir prufuðu það. Það veiðist bara langmest á troll. Þetta kemur í ljós.
Skoðið þetta svo og reynið að dreifa þessu út um allt ef þig getið.

laugardagur, mars 12, 2005

BÍLAR VESEN OG BRASK

Image hosted by Photobucket.com

Ég er nú búinn að reyna að finna vél í þessa blessuðu Hondu mína í meira en hálft ár en það gengur bara ekki rassgat. Þá var ég að pæla í að hætta við að laga þennan bíl og fá mér hina týpuna sem er jafn flott og algengari. En þannig var að ég hafnaði vél og gírkassa í þannig bíl um daginn vegna þess að þá var ég ekkert farinn að hugsa um að skipta.
Nú drullu sé ég eftir að hafa ekki bara keypt vélina og kassann og orðið mér út um hitt bodýið en að finna þannig body er eiginlega ekki svo mikið vésin. Þó held ég þar sem ég sit hér og pára niður þetta blogg að ég geti á sitthvorum staðnum fundið þetta tvenna bæði vél og body.
Sjáum hvort ég verð heppinn.

þriðjudagur, mars 08, 2005

SKAMMBARA

Ximon bjó til einhvern brandara á dögunum, veifaði því hátt, en harðneitar að segja hann sökum siðferðis. Menn eru orðnir bálreiðir af forvitni og iða ég sjálfur í skinninu að fá að heyra hann. Það er bara ekki með nokkru móti hægt að kreista brandarann uppúr honum. Það er búið að reyna að pína hann til þess að segja brandarann, bera á hann fé og hreinlega hóta honum en ekkert gengur.
Svo vil ég að þessi Lovísa Gunnarsdóttir fari að svipta af sér hulunni. Þetta er orðið gott.

sunnudagur, mars 06, 2005

SMÁRALIND OG REYKDÆLINGAR

Fór í Smáralind í dag, hitti þar Reykdæling spjallaði smá við viðkomandi og fór svo erinda minna.
Svo í einni búðinni sá ég Aðaldæling sem stóð og ældi og spjó í allar áttir. Augun í honum voru alveg svört
Svo var ég að heyra sögu af konu sem þurfti að láta farga kettinum sínum en tímdi ekki að fara til dýralæknis að láta svæfann. En þá hringdi hún í frænda sinn sem á byssu og fékk hann í að aflífa köttinn. Sá hafði þá tekið köttinn og látið hann í kassa og rent hlaupinu inn og hleypt af en tókst ekki að drepann nema í þriðju tilraun.
Það minnir óneytanlega á það þegar Njáll á Narfastöðum tók eitt sinn að sér að höggva Hana en öxin var bara svo vita bitlaus að þegar hann lét höggið vaða, fór hausinn ekki af og þá reyndi hann að skera hausinn af og þá rúllaði bara hausinn með blaðinu fram og til bara þangað til að hann snérist af.
Jæja ég ætla að fara og velta mér upp úr drullu og skít.

miðvikudagur, mars 02, 2005

GODDAMNIT

Var að horfa á Strákarnir á stöð2 áðan og shit hvað manndjöfullinn hann Pétur Jóhann Sigfússon er með loðið rassgat. Aldrei vitað annað eins helvíti.
Myndir þú vilja hafa svona loðið rassgat. Nei það er ég ekki viss um.