blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: september 2012

fimmtudagur, september 27, 2012

Þetta er að gerast:

Bókin er farin í prentun í útlöndum. Hún átti að koma út 1.okt en það hefur breyst svo að skruddann kemur ekki í búðargluggana fyrr en uppúr miðjum mánuði. Ég er búinn að fara í mitt fyrsta blaðaviðtal og á eftir að fara í fleiri hér og þar. Ég fór út að labba með hundinn og hann skeit og ég nennti ekkert að tína hægðirnar upp eftir hann en þegar maður á hesti átti leið hjá og fór að skipa mér að tína upp eftir hundinn, þá bað ég hann sömu leiðis að tína upp taðið sem hesturinn hans hafði sjálfsagt skilið eftir einhversstaðar. Kallfíflið setti upp fílusvip og skeiðiaði í burtu á hestinum. -------------------------------------------------------------------------------------- Svo í nótt dreymdi mig að ég væri á ferðinni um bæinn, fór í ísbúð og beið í röð eftir afgreiðslu ásamt Shaquille O´Neal, Jóhannesi úr Kötlum, Walter White og nokkrum múnínálfum. Þórbergur og Laxness voru sestir með sinn ísinn hvorn og flettu í þjóviljanum en ég settist svo gegnt þeim og fór að fletta í Tímanum.
Þórbergur: Nei ekki ertu að skoða í þetta sorprit?
Ég: Já/nei fjandinn hafi það sagði ég og fleygði blaðinu aftur fyrir mig.
Afgreiðslumaðurinn tók blaðið upp og henti því í ruslið og Laxness hristi hausinn.

föstudagur, september 07, 2012

Gott ket

Þetta er uppáhaldið mitt þessa dagana. Drykkin þekkja flestir en þurrkaða nautakjötið er hreinasta lostæti og fæst þetta bara í Kosti. Ég mæli samt ekki með því að éta mikið af þessu í einu því að ég hámaði þetta í mig þegar ég smakkaði það í fyrsta sinn hjá mági mínum og svilkonu. Fékk í magann og varð illt í nokkra klukkutíma á eftir. Það er eins og að éta slatta af pólskum pylsum sem ég gerði einu sinn. Voða gott fyrst og á meðan maður étur það en svo allt í einu BÚMM. Ég fór flatur í gólfið og engdist þar. Reyndar á ég er erfitt með að stoppa þegar ég kemst í eitthvað gott. Minn helsti veikleiki er matur, sérstaklega bakkelsi. Veit fátt betra en gott bakkelsi og kaffi með. Svo um dagin var ég í heimsókn hjá vini og át þessa líka dýrindis smjörkremstertu með gulu kremi sem var fjórar hæðir og girnileg. Neibb ég felldi mig á græðginni og var hálf afvelta allan tímann í heimsókninni. ------------------------------------------------------------------------------------- Svo eru það draumarnir. Aðra eins andskotans skelfingu hef ég aldrei upplifað í draumi og þarna. Mig dreymdi að ég væri á labbinu hérna í Breiðholtinu og mætti stórum svertingja sem ég fór svo eitthvað að tala við en síðan fór hann að elta mig og aðrir vinir hans líka sem voru fílefldir menn. Ég ætla ekki að segja hvað þeir ætluðust fyrir en ég veit það og get fullyrt það að við þessar kringumstæður sem ég var í í draumnum myndi hver einasti gegnkynhneigði einstaklingur í heiminum taka til fótanna. Og ég var svo guðs lifandi feginn að vakna þegar þeir voru við það að ná mér, þar sem ég var búinn að hlaupa með þá á hælunum slefandi af frygð, onúr Hólunum og var staddur í Bökkunum kallandi á hjálp.