blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: maí 2013

föstudagur, maí 31, 2013

Bolir sumarsins

Venjulega hef ég átt mér einhverja uppáhalds boli um hvert sumar, sem ég geng þá hvað mest í það sumarið. Einhvern tímann var það Rolling Stones bolur og líka Iron Maiden bolur. Ford Mustang var það nú eitthvert sumarið og í hitteð fyrra var það Abdul-Jabbar #33 Lakers treyja. Í ár get ég eiginlega ekki gert upp hug minn, þar sem þessir þrír eru allir í uppáhaldi. Fékk þessa á ebay í einum pakka á spottprís og slapp með að borga tollinn og svoleiðis skemmtilegheit. Þetta eru auðvitað Breaking Bad bolir og þeir sem hafa fylgst með þeim þáttum þekkja auðvitað dralsið framan á þeim. Annars er lítið að frétta bara þetta sama sull og venjulega, vakna éta sofa sinna krökkunum og fleira. Er ekkert farinn að huga að ferðalögum sumarsins og hef ekkert farið að veiða heldur. Kannski að ég skreppi að Reynisvatni um helgina og renni fyrir silung. Hver veit?/>
------------------------------------------------------------------------------------ />
Talandi um Breaking Bad. Uppáhalds atriðið mitt úr þessum frábæru þáttum eða eitt af uppáhalds. Endaatriði og svo rúsínan í pylsuendanum þetta frábæra endalag með The Silver Seas.

The Silver Seas - Catch Yer Own Train

Hér má lésa meira um The Silver Seas.

miðvikudagur, maí 29, 2013

Þá er mp3 bloggið klárt og ég þarf að þusa smá


Vandamálið með mp3 bloggið var þannig að maður var að puðra inn mp3 files(tónlist) inn á server sem er í eigu góðs vinar. Ég setti þarna inn tónlist sem var þá vitanlega downloadað af blogginu mínu en sá galli var á gjöf Njarðar að þó svo að flestir sem sóttu lögin væru íslendingar þá er blogspot.com í usa. Þannig að Guðmundur á Bakkafirði sækir lag á síðuna, lagið uploadast af servernum sem er hér á íslandi, í gegn um blogspot.com þannig að mp3fællinn fer tæknilega til usa og downloadast þaðan til íslands aftur, svoleiðis að þetta fór að vera kosnaður fyrir vin minn sem á serverinn. Og í ofanálag þá voru mp3 leitavélar sem nú hefur tekist að blokkera, verið að vísa á þennan server og þannig var fólk allstaðar að úr heiminum að sækja tónlistina hingað og eins og þú sérð á þessum rituðu línum var þetta orðið vandamál. Nú hefur hann fundið út aðferð(hann er forritari sko) til þess að hægt sé eingöngu að sækja mp3 fælana í gegn um íslenskar iptölur og einnig sett inn forrit sem eyðir burt mp3 fælum sem hafa verið inni í þrjá mánuði. Þannig verður kosnaðurin lítill, bara smotterí sem ég ræð við um hver mánaðarmót. En reglan er sú að þeir sem geta notið eru eingöngu þeir sem eru hér á landi og hvert lag hangir inni í þrjá mánuði.
------------------------------------------------------------------------------------

Hér kemur svo lag sem á ágætlega við núna en það er Missing you for so long eftir Guð má vita hvern. Eitthvað eru samt vafrarnir að taka því misjafnlega, þessu tónlistarbloggbrölti mínu, en það verður þá bara að reyna og reyna þar til það hefst, ef það verður á annaðborð vesen fyrir ykkur að ná laginu eða hlusta á það í vafranum. Það er líka hægt að gera það einfaldasta og hægrismella á lagið og ýta á „save link as" og svo „save" og downloada bara laginu beint í tölvuna þína. Þar hafiði það.

Missing you for so long

sunnudagur, maí 19, 2013

Helvíti gott

Ég rambaði á plötuna Rimlarokk sem hljómsveitin Fjötrar frá Litla-Hrauni gaf út árið 1982, í Lucky Records fyrir skömmu síðan. Ég geri mér allt of sjaldan ferðir í þá ágætu verslun. Sennilega færi ég á hausinn af því að vera að þvælast of oft þangað og myndi síðan drukkna í vínylnum heima hjá mér. Ég hitti Rúnar Þór í saumaklúbb á dögunum og fékk hann til að rita nafn sitt á plötuna. Skemtilegra að eiga hlutina áritaða, sé þess kostur. Ég var svona að grúska eitthvað um plötuna á timarit.is og sá að einhverjir voru nú eitthvað efins um að platan myndi seljast þegar hún kom út árið 1982 en hún seldist nú í meira en 1000 eintökum og mæting á útgáfutónleika var með eindæmum góð. Eitthvað virðist þetta tukthúslima tónlistardæmi hafa farið í rassgatið á sumum og líklega hefur platan verið bönnuð til spilunar hjá ríkisútvarpinu þó að það hafi ekki verið gert opinbert. Enda ríkisútvarpið uppskrúfað einokunarbatterí á þeim tíma. Reyndar, þá man ég það þegar Sævar Ciesielski var að bögglast við að fá Geirfinns & Guðmundarmál tekin upp að nýju í kring um 1996 að þá voru lög spiluð af plötunni á Rás 2 þegar verið var að ræða þessi mál í morgunútvarpinu./>
/>
En hér má svo heyra lagið Minning með hljómsveitinni Fjötrum sem er samið og sungið af Sævari Ciesielski./>

föstudagur, maí 17, 2013

Spor í sandinn

Sumarið er komið. Það gladdi lyktarskynið og heilann minn þegar ég var á labbi í bænum að ég fann lykt af trjám sem voru að laufgast. Já og svo fattaði ég það ekki þegar ég var að fara út í búð og var kominn að bílnum mínum, að ég var bara á bolnum og fannst það notarlegt. Hugsanlega þarf ég að koma mér í það að taka fram veiðidótið og sjá hvort að mig vanti eitthvað í töskuna eins og veiðigarn og fleira slíkt.
Ég fór í leikhús um daginn í fyrsta skipti síðan ég man ekki hvenær. Jú þegar leikfélag ungmennafélagsins í sveitini heima kom með sýningu hingað suður vorið 2000. En ég sumsé fékk boðsmiða á frumsýningu Hvörf sem byggir á Guðmundar og Geirfinnsmálum. Verð að segja að ég var hálfpartinn á móti þessu þegar ég heyrði af þessu fyrst. Við virðumst stundum gleyma því að bæði Geirfinnur og Guðmundur Einarssynir áttu foreldra, systkyni og skyldmenni og Geirfinnur var faðir tveggja eða þriggja barna. Og eins og fólk er flest, þótti þeim vafalaust vænt um þá rétt eins og þér lesandi góður þykir vænt um föður þinn, son, bróður, frænda, mág eða vin. Svona gagnvart þeim fannst mér þetta pínu ósmekklegt og vafalaust tel ég að svona rífi í gömul sár þeirra. En enívei. Vel leikið og gott og vandað verk. Gert dálítið ruglingslegt en ruglið haft í réttri röð. En gæti þó ruglað þann sem ekki hefur kynnt sér málin áður en fer svo og kíkir á þetta leikrit. En var málið ekki líka rugl í heild sinni? Jú mikið rétt. Þessi uppsetning gæti mögulega verið liður í að hjálpa til við að ýta undir það að þessi mál verði tekin upp að nýju sem og umræður um G&G sem haldnar voru í Þjóðleikhúskjallaranum fáeinum kvöldum eftir frumsýningu. Vægast sagt áhugavert að sitja og fylgjast með og leggja orð í belg. Maður vonar að verðandi dómsmálaráðherra hver sem hann verður kynni sér sannleiksskýrslu starfshóps innanríkisráðuneytis um G&G. />
--------------------------------------------------------------------
Hér er gott lag sem meðlimir Coldplay stálu kafla úr og notuðu í lagið Viva La Vida.