blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: mars 2007

miðvikudagur, mars 28, 2007

Ég hata net

Mér er það minnistætt þegar ég var á netum. Mitt fyrsta og eina skipti sem ég hef verið á netaveiðum. Ömurleg veiðafæri. Svo eru þau stórhættuleg helvítis netin. Margir hafa þvælst í þetta drasl og farið í sjóinn með því. Varð vitni að því þegar einn kallpungurinn þvældist með fótinn í færið og rétt náði að losa sig áður en færið fór út. Aðeins stígvelið fór niður með netunum. Þarna stóð maðurinn á annari löppinni eins og fífl. Búinn að tapa stígvelinu sínu.
Einu sinni munaði litlu að illa færi hjá mér. Ég og kokkurinn stóðum og vorum að leggja auk annars drengfávita sem átti að kasta færinu um leið og síðasta netið í trossunni fór út. Hann sleppti því og fór frekar að öskra eitthvað eins og helvítis arlam í vekjaraklukku og drógst því færið út í sjó og utan í mig og kokkinn. Náði ég að stökkva frá þessum ósköpum og þvæla hönkinni í hafið áður en illa færi. Munaði minnstu að ég dræpi arlam-gaurinn, fyrir heimskuna. Settumst við kokkurinn skjálfandi niður í borðsal og fengum okkur kaffi til hressingar. Skipstjórinn kom niður og spurði okkur rólega hvort að við værum eitthvað að pæla í sjálfsmorði. Ég svaraði honum með því að snúa eitthvað út úr. Skipstjórinn hristi bara hausinn og fór upp í brú. Já þetta er meira ruslið þessi net. Ég ætla aldrei aftur á net. Hata þau. Þá er nú línan eitthvað annað. Miklu þægilegra að vinna með hana heldur en netin. Veiðist miklu meira á línu, heldur en net. Allavegar eru flest línuskip og bátar að rótfiska þessa dagana, eins og menn hafa séð í fréttum undanfarið.

föstudagur, mars 23, 2007

Ömurlegt

Sá ömurlegi atburður átti sér stað að einn ágætis kunningi minn. Strákur sem ég vann lengi með, tók líf sitt á dögunum. Ég sit hér og hugsa hvað þetta er eitthvað svo ömurlegt. Eitthvað svo vonlaust. Þetta skilur fólk eftir svo málalaust. Strákurinn var ekki í neinum óvenjulegum kringumstæðum. Ekkert rugl og eða neitt. Bara allt undir kontról. En samt endar þetta svona. Þetta er svo óskiljanlegt að ég ætla ekki að reyna að skilja það. Veit bara núna að góður drengur er farinn í gröfina sem er ömurlegt. Vona að hans bíði metra líf með þeim sem á undan eru gengnir. Vona að hann geti unnið sig úr vanda þeim sem hann gat ekki leyst hérna megin.
Hvíl í friði vinur minn.

laugardagur, mars 17, 2007

Nú er það svart !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eða kannski eitthvað annað en svart. Fór og fékk mér þetta í Hárblik í gær. Bara svona fljótfærnis og skyndiákvörðun hjá mér.
Er búinn að kaupa mér creatin og fitubrennslutöflur. Ætla að breyta á mér frontinum. Það er á mér smá bumba og spik og ef ég gríp inn í það strax gæti ég auðveldlega slétt úr þessu á nokkrum mánuðum. Losna við fituna og fá meiri magavöðva. Einfalt en það þarf að vinna að því.
Fer svo á sjóinn í dag.

miðvikudagur, mars 14, 2007

Vei

Garðar Máni fann eitthvert helvítis blek. Steig í það og fór svo að labba um húsið sér til hressingar.
Þið getið bara rétt ímyndað ykkur............

þriðjudagur, mars 13, 2007

Ztjörnurnar

Nú er einhver stífla. Klukkan korter yfir sjö og ég hef ekkert að segja. Eins og hvað hugur minn er oft frjór þegar ég er nývaknaður. Var að rína út um stofugluggann til að vita hvort Venus væri á morgunhimninum. Venus verður oft helvíti skær morgunstjarna svona um háveturinn. Ég skoðaði hana nokkru sinnum í stjörnukíki í den tíð. Skoðaði líka Júpíter, Mars og Satrúnus. Hei, það er flott að skoða tunglið í stjörnukíki. Gígarnir og allt draslið verður svo greinilegt. Já maður varð svo sannarlega stjörnuvitlaus af því að fá stjörnukíki í fermingargjöf, þarna um árið. Held að hann sé í lagi ennþá. Kannski að maður versli sér annan betri. En ég ætla amk að fá mér kókóföffs núna og koma syni mínum í leikskólann.
Bezzzzzzzzzz

sunnudagur, mars 11, 2007

Öskurapar

Ég og fleiri skipsfélagar mínir erum mikið í því að flaka fisk og hengja upp aftur á skut, við hitablásarana og búa til bitafisk. Kemur nokkuð vel út. Verður samt frekar þurr. Svo er Tyrkis Peber búin að vera vinsæl vara um borð hjá okkur. Erum mikið búnir að smjatta á því. Annars fórum við sjóferð langt vestur af Snæfellsnesi og lögðum í brælutussu. Svo mikill var veltingurinn að ég svaf ekkert tvær frívaktir. Það leiddi til þess að maður varð pirraður og önugur og sí öskrandi á allt og alla. Veit ekki hvað það er. Sjómenn hafa oft verið annálaðir fyrir að þurfa alltaf að vera öskrandi. Ekki beinlínis mikið um það hjá okkur og það heyrist lítið í mér hvað það varðar. En það verða stundum læti á þessu. Ég var einu sinni á netaveiðum á Mörtu Ágústsdóttur GK frá Grindavík og þar voru allir ævinlega öskrandi hver á annan. Eitt vélstjórakvikindi sem er fimmtugur illa skeindur api stóð mikið á orginu þarna. Enda ber hann viðurnefnið "brjálaði". Ég kalla hann bara kallpunginn. Svo var strákgemlingur þarna alveg stjörnuvitlaus. Hann var svona æpandi alltaf eins og arlam í vekjaraklukku. Alveg að drepast úr töffaraskap líka. Alveg hálviti. Jæja ég nenni ekki að skrifa um fæðingarhálvita sem ég hef unnið með. Sumir eru bara alveg hálvitar.
Best að fara í sturtu núna.

mánudagur, mars 05, 2007

Ríðingar, skáldverk og dýralæknar

Jæja. Þá er kominn tími til að blogga eitthvað. Ér asnaðist um daginn til að horfa á þátt í sjónvarpinu. Hann heitir víst Nip Tuck, eða eitthvað svoleiðis. Kom inn í miðjan þátt. Þar sá ég par að ríða og gamlan kall sitja á stól og horfa á. Sýnir bara hvað sjónvarpsefni er orðið sjúkt nú til dags.
Garðar Máni þarf að fara í aðgerð bráðum. Fjarlægja skal nef og hálskirtla. Rör verða sett í eyru hans. Vonandi að allt gangi vel.
Ég er að skrifa sögu. Það er ekkert leyndarmál. Ég er búinn að skrifa tæplega 40 síður. Hvort ég gef eitthvað út eða þannig veit ég andskotann ekkert um. Held varla. Ég er bara að skrifa mér til dundurs. Skrifa mest úti á sjó. Þá loka ég mig af inní klefa með slökkt ljós. Hef heddfónin mín tengd við tölvuna og hlusta á músík á meðan ég skrifa. Þarf að fá einhvern sem hefur vit á þessu til að lesa það.
Ég lét rýja köttinn í vikunni. Hann er norskur skógarköttur og ef menn kemba hann ekki reglulega fer allt í flækju. Ég er ekki reglulegur með neitt, svoleiðis að ég lét bæði rýja hann og sprauta gegn einhverri kattarriðu.
Það lyggur bara vel á mér þessa dagana. Búinn að vera fúll í langan tíma. Held að ég fari norður í land bráðlega. Það væri sko hemja.
Spaði/Lauf er síðan hans Halla. Allir þangað.