blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: maí 2011

föstudagur, maí 27, 2011

Trixtrixtrix

Heppinn ég og allt það og rúmlega það, ég á núna tvo pakka af hinu gómsæta og mínu uppáhalds morgunkorni sem hefur verið harð bannað til innflutnings síðan áttatíu og eitthvað. Synd og skömm og leiðindi í heilbrigðiseftirlitinu. En það þýðir ekkert að jagast, lög eru lög og stjórnvöld auðvitað annt um okkur og vitanlega þurfa þeir að vera með puttana í þeim málum ef kúkurinn úr okkur verður grænn vegna litarefna. Ég ekki að það eigi að skipta nokkru andskotans máli þó að þetta verði leyft þrátt fyrir eitthvað vitleysis litarefni. Ég hef stundum dottið niður á Trix hjá Jóni gerald í Kosti. Þá hefur það verið Trix í Great Value umbúðum sem er svipað batterí og Euroshopper. En það á að leyfa Trix. Sígarettur eru óhollari en Trix, andskotakornið. Þetta er náttúrulega bilun. Jæja en ég ergi mig ekki á því núna ég á þetta til hérna og ætla að njóta vel. Svo ætla ég að ganga glaður út í daginn vitandi það að senn verði hægðirnar mínar grænar vegna litarefnanna. Það er bara skemtileg tilbreyting í litleysi og gráma lífs míns. En jæja, nú er best að fletta blöðunum og fá sér svolítinn kaffisopa í leiðinni.

miðvikudagur, maí 25, 2011

Honduperri

Honda Crx eru miklar snilldar kerrur. Þetta eru bílar sem ég átti einu sini. Sá hvíti var drullu sprækur alveg þangað til að vélin drullaði upp á bak sé alltaf eftir því að hafa ekki sett aðra vél í þetta boddí sem var nokkuð heillegt en það er auðvitað aldrei hugsað. Svo í fíflahætti seldi ég boddíið í strákbjána sem ætlaði sko aldeilis að gera bílinn upp, hann hélt það nú. Svo mánuði síðar frétti ég að bíllinn hefði farið í tætarann.
En svo var það þessi svarti. Hann var svona rét götufær en alls ekki fær til skoðunnar. Það átti nú aldeilis að gera flott og eiga fínan bíl til að gera upp en þegar vel var að gáð þá var allt gaurryðgað til helvítis, vélin keyrð yfir 350.000 en ekki 210.000 eins og sagt var til um á mælinum(s.s. búið að fikta við það dót) og svo var miklu meira lamasess þegar vel var að gáð og því ekki um annað að ræða en að henda honum eða þá að selja hann öðrum crx-dellukalli í varahluti sem og ég gerði. Ég vonast til að eignast svona bíl einhverntímann aftur.

laugardagur, maí 21, 2011

Ruslatunnukrakkarnir

Hver man ekki eftir þessu kjaftæði. Nú hafa þeir hjá Topps farið út í það að endurútgefa Garbage Pail Kids undir nafninu Flassback. Ég datt niður á þetta rugl á góðum stað og nældi mér í nokkra pakka svona til að sjá hvort að ég fengi eitthvað gamalt uppáhald. En já, maður safnaði þessu drasli þegar maður var krakki og í pökkunum fylgdi með eitthvað ógeðslegt tyggjó sem alltaf endaði í ruslinu og svo bíttuðu menn á milli sín myndum og urðu oft harðvítug átök um flottustu myndirnar. En svo endaði þetta auðvitað útum allt gólf inní herberginu og endaði bara í ruslinu nokkrum misserum á eftir tyggjóinu. Annars getiði séð meira um Garbage Pail Kids á youtube.

sunnudagur, maí 15, 2011

Búinn brjódidda

Jæja, það er komið sumar og þá eiga allir að vera glaðir á suttermaskyrtum og í bíkini að tana sig út í garði og svoleiðis. Ég lenti í djöfuls vandræðum með gamla prentarann minn þegar yngri strákurinn minn lét einn af hinum fjölmörgu eyrnalokkum mömmu sinnar falla ofan í hann. Svo þegar maður ætlaði að prenta eitthvað út þá sat bara allt fast. Ég fann þetta allt svo út með eyrnarlokkin því að lítill hluti af skrautinu stóð út undan neðsta valsinum sem ælir út blaðinu. Það var dýrt ráð fara með hann á verkstæði þar sem það kostar 15.000 kall að vera mað bilað drasl í viðgerð á tíman þannig að ódýra ráðið var þá bara að henda honum. Ég nennti ekki að standa í að láta gera við þennan tólfára gamla prentara þar sem ég á annan betri svo að ég ákvað já að henda honum eftir að hafa reynt að ná lokkinum úr maskínunni í langan tíma. Ég ákvað því að brjóta hann bara brot af broti og sjá hvað ég þyrfti að brjóta mikið utanaf honum til að ná eyrnarlokknum. Og hér sjáðiði hvað ég þurfti að ganga langt.