blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: desember 2009

fimmtudagur, desember 31, 2009

Bara að banka á gluggann

Ég fór og var með læti við Alþingishúsið í gærkvöldi. Ég hefði vilja sjá fleira fólk en jæja. Það var kraftur í mönnum og einhverir reyndu að kveikja bál sem þá var slökkt af lögreglu med de samme. Svo var mér og öðrum stígjað frá gluggum alþingishúss þar sem við vorum nú bara rétt að banka á þá en ekki til að skemma þá. Það var alveg sama, frá gluggunum skyldum við. Ég fór þá bara í staðinn og sótti bílinn og lá nokkuð hressilega á flautunni í staðinn. Jæja en ég vona þá að forsetinn asnist ekki til að skrifa undir lögin. Þetta er náttúrulega bara bilun og aulaháttur að samþykkja þessi lög á alþingi. En hvað sem því líður þá ég þakka ykkur fyrir árið sem er að líða og vona að það sem framundan er verði ykkur ánægjulegt og farsælt. Þið haldið svo vonandi áfram að þvælast hingað á þessa vitleysu á nýja árinu líka.
-------------------------------
Svo eru það rósir. Þjú lög sem heita eitthvað "rose". Datt bara ekkert betra í hug. Kannski að maður færi forsetanum rósir ef hann skrifar ekki undir lögin. Aldrei að vita. Það má sjálfsagt rassskella hann með þyrnunum ef hann þá skrifar undir þessa vitleysu.

Toby Keith - White Rose


Freddy Fender - Roses Are Red


Lynn Anderson - Rose Garden

mánudagur, desember 28, 2009

Hvað segir klóssettið þitt um þig?

Ef klósettið mitt gæti talað þá seggði það mér sjálfsagt að borða eitthvað hollara. Jafnvel að það væri skítabragð af hægðunum mínum. Ég er núna búinn að brasa við að laga jólatrésfótinn því að jólatréið mitt hefur undanfarið hallað töluvert í suð-vestur. Einhver myndi nú segja,"iss smá halli á jólatré gerir nú ekkert til". Jú, þegar hallin dugir til þess að tréð dettur á hliðina. Ég er sum sé búinn að teipa við þetta eitthvað að spítukubbum sem ég nota sem stoðir. Tréð hallar samt smá ennþá. Held að ég sendi það á haugana eftir þrettándann. Ég er svo núna að úða lögum inn á nýja 16gb Ipodinn sem ég fékk í jólagjöf. Sá gamli sem var 8gb var orðinn of þröngur. Dugði samt vel frá því að hann var keyptur á góðæristímum 2006 þá um haustið en svo drullaði hann upp á bak fyrir skemmstu. Ekki gott.

miðvikudagur, desember 23, 2009

VeiVeiVeiVeiVeiVei

Þá er komin Þorláksmessa. Ég ætla að éta skötu í kvöld.

mánudagur, desember 21, 2009

Það drullast

Já ég hef aldrei vitað aðra eins mikla snúninga og vesen fyrir einu og sömu jólin. þetta er nú samt allt að smella saman. Og Þá fokkaði Ipodinn upp í dag *grenj*. Vonandi gefur jólasveinninn mér Ipod í skóinn eða þá kannski að hann geri við hann fyrir mig um leið og hann kemur og gefur strákunm mínum í skóinn.*meira grenj*. Ég verð svo að vísa hérna á síðu doktorsins en þar fjallar hann um framhaldsleikritið Hótel Volkswagen sem var fastur liður í útvarpsþættinum Heimsendir sem var á dagskrá rásar tvö þegar ég var unglingsgrey . Mér finnst vanta þessa tegund af þáttum í útvarpið, kvöld þáttur. Spjall í bland við grín og glens á kvöldin. En þetta voru semsagt Gnarrinn og Sigurjón og Magga Stína. En þetta var sumsé á byrjunarreit Gnarr og Grjóna(1994). "Hvað er þetta Gnarr?",Hugsaði ég. "Eitthvað ættarnafn sennilega. Er það eitthvað Franskt eða er þessi maður kannski ættaður frá Wales?" Svona hugsaði maður um þennan gauk í útvarpinu sem mér heyrðist á röddinni vera ekki ósvipaður því sem hann er nema þá kannski frekar dökkur yfirlitum og dökkhærður með þykkt hárið sleikt aftur og augnkvass. Jæja ég er kominn út í vitleysu. Hver veit nema ég sjálfur eigi eftir að vera með kvöldþátt einhverntímann. Það er stefnan. Þá kannski heldur einhver vitleysingur út í bæ að ég sé kannski frekar dökkur yfirlitum og dökkhærður með þykkt hárið sleikt aftur og augnkvass. Já eða kannski með klofin góm líka. Hú nóvs ?
-----------------------------------

Já og svo er það Finnur æskufélagi minn. Eins og ég hef alltaf sagt og einhverntímann hérna áður líka þá er hann sannur listamaður við hverja þá listgrein sem hann tekur sér fyrir hendur, mála myndir, hverskyns hannyrðar og svo semja og spila tónlist. Nú er hann búinn að gefa út skífu með lögum eftir sjálfan sig sem að mér fannst nú bara vera tímaspursmáð að myndi gerast. Hlýðið á Stonekey.

Stonekey - Scarecrow

sunnudagur, desember 20, 2009

Það er veðrið

Ég var að horfa á Inglourious Basterds og er nokkuð ánægður því að þetta er með betri vitleysum sem Quentin Tarantino hefur staðið fyrir eða síðan sú ágæta ræma Pulp Fiction kom út. Þá fyrst núna kemur eitthvað af viti sem skemmtir mér. Mér leiddust t.d. Kill Bill myndirnar heldur mikið. Nóg um það. Ég ætla að baka smákökur núna í nótt en ég er bara búinn að bara eina sort, piparkökur sem ég er nú reyndar að verða búinn að éta upp núna. Þá er bara að baka nýja sort til að éta líka upp til agna. Svo þykist maður vara í aðhaldi.

miðvikudagur, desember 16, 2009

ztjörnuvitlaus

Ég sá stjörnuhrap þegar ég skrapp út á tröppur að líta á stjörnurnar í fyrrinótt. Langt er síðan maður hefur séð slíkt fyrirbæri að frátöldu stjörnuhrapi sem ég leit augum fyrr í haust þegar ég var um nótt í Leirársveit á heimleið úr silungsveiði. Það var nú oft þannig á unglingsárunum að maður fór stundum út undir beran stjörnuhimininn til að mæna upp í loftið eftir stjörnuhrapi. sundum beið maður stutt og stundum leið allt að korter-tuttugumínútur. Jafnvel meira. Um þessar mundir er svo hægt að sjá Mars, Satrúnus og Júpíter þegar stjörnubjart er í veðri.
---------------------------------
Þá var nú skroppið í Kolaportið um síðustu helgi og verzlaður hákarl, harðfiskur, ástarpungar og geisladiskur sem ber heitið var Downtown, The Best Of Tony Hatch. Tony Hatch er alltaf ágætur og á ágætis smelli sem ég hef þekkt frá því að ég var smábarn. Þá fann ég nú hvergi coverið af diskinum og nenni ekki að taka mynd af því til að sýna það hér, enda gerir það ekkert til. Þið getið bara reynt að finna helvítis coverið sjálf ef þið eruð að drepast úr forvitni. Andskotans.

Tony Hatch - Best In Football


Tony Hatch - A Man And A Woman


Tony Hatch - Mr & Mrs

mánudagur, desember 14, 2009

akrabraggarbahcharabach

Já það er lítið bloggað þessa dagana, enda á maður eftir að fá heilablóðfall úr jólastressi ef þessu fer ekki að linna. Allt tekur enda um síðir.Jæja það er bezt að fara og ganga frá einhverjum pakkatussum.
--------------------------------------------------
Ég er nú mikill Shaq aðdáandi frá fornu fari og er ég þá að tala um þegar hann leikur körfubolta. En yfirleitt allt það rapp sem Shaquille O'neal hefur gefið út er hreinasta eitur í eyrun. Nema þetta eina lag. Hann gat þó rappað sig í gegn einn fjandans lagastúf einu sinni svo að hæt væri að fíla það. Það var algjör hending. Þetta er nú samt hálfgert eitur. Verð nú að segja það. Maðurinn er sperðill.

Shaquille O'neal - Newark

fimmtudagur, desember 10, 2009

القرآن الكريم بهيئة إلكترونية، وعدداً من التل

Ég horfði á Jóhannes hér heima um daginn og er bara nokkuð sáttur með ræmuna. Það er samt eitt. Það er ástæða fyrir því að nám í leiklistarskóla er held ég tvö ár ef ekki meira svo að löglegt sé og það eru sára fáir einstaklingar sem geta leikið á sviði eða í kvikmyndum eins og fagmenn án þess að hafa nokkurntímann verið í leiklistarskóla en Unnur Birna fegurðardrottning er ekki ein af þeim, svo hræðilega var þetta hlutverk hennar leikið verð ég að segja. Merkilegt hvað fólki er troðið í hitt og þetta fyrir að vera eitt eða annað. Jæja en það kemur mér nú ekkert við.
-----------------------------------------------------------
Ég fékk bækling sendan heim frá Tiger þar sem þeir nauðga uppá mann aulýsingum um hinar og þessar vörur og það fáránlegasta prangrusl sem ég hef séð er klósettgolf. Núna er semsagt hægt að pútta í holu um leið og maður drullar. Aldrei hefur mér dottið neitt jafn heimskulegt í hug. Það væri kannski fínt að fá sér píluspjald fyrir framan klósettið eða þá að skíta og djöflast í veggtennis á meðan.
--------------------------------------------------------------
En í gær tók ég sumsé próf til aksturs á vörubíla. Náði því blessunar og sómasamlega en ég gerði fáar villur í prófinu. Svo er bara tengivagninn eftir og þá er ætluðum tilgangi náð. Það er fínt að vera búinn að fá próf á vörubíl. Maður hættir sjálfsagt á sjónum einhvern tímann og þá er útilokað að stíga í land og hafa andskotan engin réttindi á nokkurn skapaðan hlut. En já, mér hefur alltaf þótt eiga við mig að starfa við akstur en án meiraprófs er hæpið að fá vinnu við hæfi. En mér hefur líka alltaf þótt gaman að keyra. Og þá er auðvitað viðeigandi að blogga með mp3 tengt efni.

Red Simpson - Born To Be A Trucker


Conway Twitty -Truck Driving Man


Dave Dudley - A Trucker's Prayer

mánudagur, desember 07, 2009

Þvílkíkt spennufall

Gat ekki staðið í því að blogga alla síðustu viku vegna svo mikilla djöfulsins anna að þegar allt var um garð gengið þá í spennufalli, ældi ég stjórnlaust út um allt og fékk svo ræpukast á eftir og drullaði alveghreint óskaplega. Um helgina var ég svo að hamast í laufabrauði sem var nú mjög gaman.
Ég á eftir að kaua mér diskinn Tekið Stærst Uppí Sig. Hef lítið heyrt af þeirri plötu nema þá þetta hér að neðan sem er mjög gott.

föstudagur, desember 04, 2009

Tktktktktktktktktktktktktk

Búinn að þrífa og mála helling. Þrífa svo aðeins meira og skreyta svo smá.