blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: febrúar 2011

sunnudagur, febrúar 27, 2011

Mamma mía

Það er aldeilis að hann hristir sig. Ég fann andskotann ekki fyrir neinum af þessum skjálftum. En þarna er hægt að sjá á súluriti alla þessa fimmhundruð skjálfta sem riðu yfir suðvesturhlutann í gær. Ég hef einstakt lag á því að finna ekki fyrir jarðskjálftum. Sumarið 2000 reið yfir jarðskjálfti um nótt. Á veggnum yfir hausnum á mér djöflaðist stórt málverk í þungum ramma en ég steinsvaf og hefði vafalaust sofnað fastar við að fá þennan málmramma niður á ennið á mér. Svo var ég á labbi úti á götu þegar það kom skjálfti uppá slatta á richter eða eitthvað og ég fattaði ekki neitt. Svo kom einhver kall út í dyr og gólaði stóreygur "FANNSTU ÞETTA?". "Fann ég hvað?" sagði ég eins og hálfviti. "Ég er ekkert að leita að neinu". Já þetta var í verkfalli strætóbílstjóra og ég að vesenast við að gera við bíl sem ég átti svo að ég þyrfti ekki að labba alla leið frá Hlíðarveginum í Kópavogi og í mjódd til að taka strætó hjá SVR sem var ekki í verkfalli. Helvítis svik að verkföll bitni á mér saklausum manni sem þarf að vera fórnarlamb útsmoginna vinnuveitenda sem nenna ekki að borga þrælunum sínum almennilegt kaup. En ég kom svo druslunni í lag og hef sjaldan notað strætó eftir það. Jú ég notaði strætó í eitt eða tvö ár þegar ég var í fiski vestur á granda. Þvældist onúr Breiðholtinu og þangað niðreftir.
-------------------------------
Mp3 bloggið liggur niðri eins og er, en það mun lagast innan skamms. Örvæntið ekki músíkin fer að hrannast hér inn að nýju. reyndar þá standa til flutningar af blogspot og yfir á svolítið annað en það kemur í ljós þegar það gerist. Annars hvarta ég ekki yfir blogspot. Blogspot hefur verið vinur minn síðan ég byrjaði að blogga hjá honum í nóvember 2002 og munu leiðir okkar skiljast í góðu. En þetta fer allt að bresta á og lögin fara að koma inn að nýju.

þriðjudagur, febrúar 22, 2011

Einkennilegt


Rúmfaratalgerinn er leiðinleg verslun en ég neyddist til að fara þangað í gær til að kaupa dúk á eldhúsborðið. Þurfti svo óvænt að skíta og rauk inn á klósett og settist á dolluna en fannst eins og einhver væri að fylgjast með mér. Óþægileg tilfinning á meðan maður er að gera stykkin sín. Svo var mér litið til hægri þegar ég sá sjálfan mig skíta í speglinum við hliðina á mér. Það var skrítið að sjá það.

mánudagur, febrúar 14, 2011

Ekkert væl !


Þarf að vesenast við að finna nýjan útgefanda. Fyrirtækið sem ég hef hangið á í töluvert langan tíma gaf mér loksins lokasvarið sem var neikvætt. Þó að áhugi hafi verið fyrir því að gefa krimmann minn út þá þurftu þeir að forgangsraða í fjandans kreppunni og ekki hægt að gefa allt út það sem menn hefðu viljað og í ofanálag er það töluvert mikið risk að fyrir forlögin að fara með nýjan rithöfund út á hinn grimma bókamarkað. Það verður að hafa það og ég þarf þá að bögglast með útprentaða blaðabunkann minn áfram á milli forlaga. Er reyndar í því þessa dagana að yfirfara og snurfusa. Bætti reyndar við svolítilli erótík. Held að slíkt verði að fá að vera með. Það er líka svolítill línudans að skrifa erótík því að það þarf að passa uppá að detta ekki ofan í eitthvað helvítis klám en ég náði að stíga þann dans nokkuð vel. Við sjáum hvað setur. Ég fer væntanlega með bunkann minn í útgefanda sem hyggur á að gefa út glæpasögu. Ég þarf held ég ekkert að vera smeykur um einhver leiðindi í sambandi við að þurfa að vinna eitthvað betur og þetta sé svona og svona og gangi ekki upp því að prófessjónal bókmentalið er búið að skoða þetta hefur litist vel á. Það eina sem ég þarf að vona er að útgefandanum líki sagan. Sjáum hvernig þetta fer.

miðvikudagur, febrúar 02, 2011

Draumur í nótt

Í nótt dreymdi mig að ég væri búsettur í stórri íbúð einhverstaðar rétt utan við borgina og hélt þar mikið teiti með mörgu fólki. Svo er það furðulega að sem gerist þegar mig dreymir fólk, þarna dreymdi mig allskonar fólk bæði fólk sem ég þekki vel og úr öllum áttum og svo annað fólk sem ég veit rétt svo hvað er eða hef kannski oft séð bregða fyrir einhverstaðar, eins og á Hlemmi t.d. Svo var auðvitað líka fólk sem ég hef aldrei séð og er e.t.v. ekki til. Nú, ég deildi út smartís í fólkið en svo byrjaði að óma einhverstaðar í loftinu Ticket To Ride með Bítlunum "....The girl that's driving me mad. Is going away. She's got a ticket to ri-hide, she's got a ticket to ri-hi-hide, she's got a ticket to ride, but she don't care". Fóru margir að dansa á stofugólfinu. Snorri í Stafni var meðal þeirra sem dönsuðu. Dansaði hann við litla hnátu.

Beatles - Ticket To Ride