blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: desember 2006

sunnudagur, desember 31, 2006

Áramót

Þá er þetta ár að líða. Bezt að halda áfram að láta hlutina drullast á nýu ári. Já, og þeir hengdu Saddam í gær. Ætlaði bara að segja ykkur af því. Pælið í því. Að hengja gamlan manninn svona um mið jólin.
Haldiði að þetta sé hemja ?

fimmtudagur, desember 28, 2006

Innvortis

Ég var að pæla í því þegar ég var að teygja úr mér hérna fyrir framan tölvuna. Mig langaði til að skera mig á kviðinn og láta inniflin vella út. Mig hefur nefnilega alltaf langað til að sjá í mér iðrin.
ÁTVR

Það getur valdið slímhúðarbólgum að taka í nefið eða vörina.

LANDLÆKNIR

RVTÁ

Þegi þú landlæknir. Þetta er bara svo gott.

SPRITTI

sunnudagur, desember 24, 2006

Gróðurhúsaráhrif um jólin

Ég varð nú svo himinlifandi þegar hann fór að snjóa og gerði hvíta jörð sem ég vonaði að myndi endast fram á þennan dag. Nei þá kom Satan og gerði rigningu. Þá verður maður að sætta sig við rauð jól í þetta sinn. Það gerir ekkert til. En ég get held ég svarið það uppá heiladingulinn í mér að það voru alltaf hvít jól þegar ég var krakki. Man aldrei eftir rauðum jólum í minni bernsku. Enda var maður þá búsettur í Reykjadalnum, góða. Kaldara loft og harðari vetur norðan heiða og auðvitað engin gróðurhúsaráhrif.
En maður hugsar oft um gömlu góðu dagana og Jólin í Reykjadalnum. Við áttum sjólasveinssprelligosa sem hékk alltaf á veggnum í stiganum og ef maður togaði nógu fast í spottann, þá hringsnérust alltaf lappirnar á honum. En já já, Við vorum alltaf þarna, við systkynin mamma, pabbi og afi. Amma og afi í Kópavogi komu líka alltaf norður um hver jól og héldu jólin í Álftarnesi, hjá systurfjölskyldu pabba og svo fórum við þangað allaf á jóladag. Reyndar voru þau í eitt skifti há okkur á aðfangadagskvöld og var það afar ánægjulegt. En lengi áttu krakkarnir úr Langhotli það til að koma eftir pakka rifrildin heim í Lauti í kaffi og smákökur. Ég man að Geir og Solla, foreldrar þeirra komu líka. Jakob frændi kom líka úr hólum með pakkana þaðan og var með okkur. Svo kom sama fólkið aftur á annan í jólum og spilaði púkk. Einu sinni vann Hemmi púkkið og fagnaði mjög. Í fagnaðarlátunum náði hann að stúta nokkrum diskum úr diskarekka sem var á veggnum fyrir ofan hann.
Jæja ég óska öllum sem fengu ekki jólakortfrá mér eða áttu þau ekki jólakort skilið, gleðilegra jóla og farsældar á komandi öldum.
Með jóla keðju:

Spritti

föstudagur, desember 22, 2006

Ahhh.......

Nei nú segi ég stopp. Ég var á fullu spani í gær að fara þangað kaupa þetta, henda hinu og skifta um það. Tók benzín, fór og keypti jólagjöf , pakkaði inn 1548625 jólagjöfum, fór í póstinn, keypti í matinn, lék jóla##ein og fattaði að ég var á fullu í jólastressi.
Ég reyndi svo að laga tölvuna mína sem heppnaðist ekki og fékk ég nokkur sterk bræðisköst sökum þess.
Ég ætla ekki að gera neitt í dag. HEIRÐIÐ ÞAÐ.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Deingasjá Deingasjá

Þá fara jólin senn að koma og ég bara búinn að kaupa allar jólagjafirnar. Var reyndar búinn að því fyrir Dezember byrjun. Reyni að vera búinn að gera sem flesta hluti hvað jólin varðar, í Nóvember. Það er betra. Lenti einu sinni í því að kaupa allar jólagjafir í Dezember + borga reikningana. Ég lenti í bísna kröppum dansi þar, fjárhagslega. Hef haft vit á því síðan að kaupa jólagjafirnar jafnt og þétt yfir árið.
En núna þann 18. er ég kominn í jólafríið. Þar sem ég næ þetta, nokkrum dögum í landi fyrir jólin mun ég að baka eitthvað. Eina eða tvær sortir. Það er alveg nauðsinlegt.

En jæja þá held ég að ég komi mér nú niður í skip aftur og athuga hvort að kokkurinn sé ekki vakandi og fái hann jafnvel í dálítið kaffispjall, kex og neftóbak.

föstudagur, desember 08, 2006

Að vera á bömmer

Það kyngir niður snjó hérna á Djúpavogi í dag. Rollurímér, brrrr. Mér er minnistætt þegar ég átti afmæli fyrir 10 árum síðan. Þá varð ég 16 ára. Þá fór ég á 1. Dez-ball heima í sveit, hellti mig blindfullann og lét dólgslega með tilheyrandi ælum, slagsmálum og hözzltilraunum. En jæja allt blessaðist að lokum. Þó ekki fyrr en þegar Glúmur fændi minn sem var dyravörður þarna trylltist út í mig fyrir enn eina slagsmálarispuna. Hann húðskammaði mig hástöfum fyrir allt helvítis vesenið. Hljómsveitin spilaði afmælissönginn fyrir mig og fleiri sem áttu afmæli þarna. Gengu svo yfir mann kveðjurnar frá gestum og gangandi að ég hélt að dómur Sveins ætlaði af mér að ganga, frá ákveðinni persónu sem óskaði mér til hamingju. Svo innileg var kveðjan. Neibb dómur Sveins átti ekki undir högg að sækja í það skiftið. Hann mátti hvíla á mér lengur.
Mér er líka minnistætt þegar ég fór daginn eftir í fjós. Þegar ég var genginn út um bæjardyrnar og ætlaði að tölta upp hólinn í átt að fjósinu, sá ég að Glúmur frændi var að labba niður veginn sem lyggur niður sama hól og mér var ekki vel við að hitta hann þarna daginn eftir þetta skrautlega ball, þar sem hann hafði eipað svo hrikalega á mig þar. Svo að ég tók á rás upp hólinn meðfram veginum í töluverðri fjarlægð frá Glúmi og upp að fjósinu. Þá kallaði hann á eftir mér þessi orð: Já, hlaupa meira, drekka minna.

laugardagur, desember 02, 2006

Það er alveg merkilegt hvað það er erfitt að sofa í flugvélum. Eins og menn eiga að vita þá fór ég með konuni til Minneapolis í verslunarleiðangur á dögunum og var það minn þriðji og síðasti leiðanur þangað. Í öll skiftin á leiðini heim hef ég reynt að sofa í flugvélini en án árangurs. Í fyrra skiftið var einhver full kerling á bekknum fyrir aftan mig að hlæja og skvaldra og því friðurinn úti þar. Í annað skiftið var einhver kallpungur fyrir aftan mig sem var hóstandi alla leiðina. Hvað haldiði svo að það hafi verið núna ????? Það var grenjandi krakki. Djöfull varð ég pirraður. Ég held að í næstu utanlandsferð, kaupi ég upp næstu 5 bekkina fyrir aftan mig til að geta fengið svefnfrið fyrir grenjuskjóðum, berklasjúklingum og rónum á leiðini heim. Segi nú ekki annað. Að vísu fannst skipsfélögum mínum þetta voðalega fyndið þegar ég sagði þeim þessar hrakfarir mínar. Sérstaklega kokkurinn. Hann hló sig máttlausan.

Jæja ég átti afmæli í gær. Sossum engin stórfrétt nema hvað að þetta skeður hjá mér einu sinni á ári. En félagarnir um borð voru að óska mér til hamingju með daginn, taka í spaðann á mér, sem var mjög ánægjulegt. Kokkurinn eldaði svo fínan mat um kvöldið og ég bara nokkuð ánægður með daginn. Öfugt við þennan afmælisdag minn miðað við hina 25 þá fann ég fyrir einhverjum sting. Eitthvað ekki eins sáttur með að eiga afmæli og öll hin skiftin. Jahh ég ætlaði að vera búinn að gera svo margt fyrir daginn í dag( En samt búinn að upplifa heilmargt gott og skemmtilegt) Svo er ég líka farinn að missa hárið. Kollvikin að hækka og menn segja að hvirfillinn sé að stækka.
Ætla þrátt fyrir allt að gera meira en ég hef gert og nota tímann til 30ára betur.

Svo að lokum ætla ég að bauna vísu sem ég samdi, á hinn frábæra kokk sem við höfum um borð. Er hún svohljóðandi:

Kokkurinn, hann klórar sér.
Kristilegur fjandi.
Rekur við og rúnkar sér,
Ropar skít og hlandi.

Svo vil ég minna á fartölvuna sem ég var að auglýsa eftir hér að neðan.