mánudagur, mars 10, 2003
Jæja þá er kominn enn einn helvítis mánudagurinn og margir eflaust farnir að bölva það í sand og ösku. Nú en ég þarf þess nú ekkert vegna þess að ég er búinn að vinna í dag eða nótt öllu heldur. Það var næturvakt í nótt svo að ég legg mig þá bara á eptir. En það sem ég gerði um helgina var nánast ekki rassgat. Jú ég kíkti að eins í kolaportið og hitti að vanda einhvern sem ég þekki. Nú og svo átti mamma 49ára ammli og ég gaf henni nýtt vöfflujárn. Hún var búin að nefna það fyrir stuttu að hana vantaði eitt stykki svoleiðis svo að ég gaf henni það bara í ammlisgjöf. Svo gerði ég líka að gefnu tilefni þessar dýrindis vöfflur í gær. Jamm ég stikaði út í búð og keypti kötlu vöfflumix. Helvítis drull sem kom út úr því maður. Þetta helvíti klesstist allt í járnið og úr urðu alveg ómögulegar vöfflur. Ég dó nú ekki ráðalaus og henti þessari ræpu og hrærði nýtt deig sjálfur eins og amma hefði gert það en úr varð líka þetta mesta sælgæti með ís, sultu og þeyttum rjóma. Hehe snjallt að gefa ammlisgjafir sem maður getur sjálfur notað. Ég er farinn í beddann
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli