Gleðileg jól allir. Ég ætti að vera búinn að drullast til að skrifa en ég er því miður búinn að kljást við mikið netleysi nú um mundir svoleiðis að ég hef þurft að nýta mér bókasöfn eða að sníkja mér einhversstaðar í tölvu hjá vinum og kunningjum. Djöfull er maður nú annars búinn að úða í sig fínum steikum og djöfuldóm að konfekti. Ég held bara að ég eigi eftir að rekavið út allt næsta ár ef ég hætti ekki í makkintossinu. En ef ég skrifa ekkert meira á árinu þakka ég öllum allt gamalt og gott á liðnum öldum.