blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Er andi í glasinu

Ég var að fikta ásamt öðru fólki við andaglas, um daginn. Aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af þessu löguðu en lét til leiðast. Já þarna spurðum við um hitt og þetta. Og ég fékk ýmislegt að vita um mína framtíð. Eða svo sagði andinn. Nei nei ég er sossum ekkert að rengja neinn hvorki lífs né liðina. Tíminn verður að leiða í ljós hvað mun standast. Bara sumt sem ég var ekkert að kaupa þarna. En til að hafa þetta staðfest þá spurði ég um hluti sem enginn vissi nema ég og það kom allt rétt fram þar. Svo að það var tæplega nokkur að fokka í mér.
En þetta eru hlutir sem ég mun ekki gera framar og ræð ég ekki nokkrum manni að fikta við þetta. Menn hafa orðið hreinlega kolvitlausir vegna þessa. Já þurft að liggja í bólstruðum klefa í spennitreyju það sem eftir er. Það er mitt mat þeir sem ekki eru fæddir með þessa hæfileika eiga ekkert að vera að fikta í svona löguðu.
Einn sagði mér frá því að hann og tveir aðrir höfðu verið að prufa þetta og glasið rokið af stað, upp í loft og brotnað í mask. Svo fóru hlutir að þeytast til og frá þarna í húsinu. Svo sem eins og skápar og hurðið að skakast til og frá líka og allt út um allt.
Ekkert fikt.

Engin ummæli: