blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, september 08, 2004

MIG DREYMIR

Já það er aldeilis helvítis ruglið sem mann dreymir.
Það var þannig að mér fannst ég vakna heima í Lautum til að fara í skólan en klukkan var 10 mínútur yfir átta og skólinn því byrjaður og hugði ég sem svo að nú væri Óli skólastjóri brjálaður. En svo vorum ég og Halli ég allt í einu að spila á tónleikum með Stuðmönnum og áttum að byrja að fíflast á sviðinu. Byrjuðum við Halli á að hoppa og sprikla en fórum svo að dansa "fyrst á réttunni svo á röngunni" en ég ruglaði alltaf dansinum. Svo breyttist draumurinn eitthvað og ég fór að hringja í Freysa á X-inu til þess að ropa í útsndinguna hjá honum og hann sagðu"maður ropar ekki í útvarpið".
Þannig var það

Engin ummæli: