blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, nóvember 08, 2004

ALLTAF DREYMIR MIG HALLAJá, enn og aftur bregður Halla fyrir í draumum mínum en draumurinn var þannig að við Halli sátum í Mýraröxlinni og átum plómur þangað til að ég þóttist sjá að risakálfastóð mikil koma æðandi(eins og fílahjörð) frá gilinu frá Stanfsfelli og þusa um gjörvallan Reykjadalinn. Ég hnipti í Halla og sagði "Nú falla öll dýr í skjálfandann". Svo byrjaði Halli að raula einhverja fornpersneska þulu til að stoppa kálfana sem þeir gerðu. Reyndar gufuðu þeir upp. Svo fórum við í Fjósið hans Glúms og byrjuðum að mjólka. Mig minnir að Ásgrímur á Hafralæk hafi verið líka þarna við mjaltir. Síðan leystist draumurinn upp í eitthvað óljóst rugl.

Pæliði í því hvað eltingaleikur er heimskulegur. Æða að næsta manni og segja þetta heimskulega orð"klukk".


Engin ummæli: