blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Prump

Það er margt sem maður þolir ekki eins og fyrr segir. Eitt þoli ég td ekki en það er þegar einhver prumpar í minni návist. Flestir reyna að leyna fretinu en oftast fá þeir það í bakið með fýluni sem kemur upp um þá. En samt var nú einn sem var ekkert að leyna þessu og lét allt vaða. Þetta var þegar ég var að vinna hjá Ísvá sem var tryggingamiðlun en einn tryggingasalinn lét þrumuna ganga og labbaði svo fram á meðan ég og einn annar skrifstofukall héldum fyrir vit okkar til að drepast ekki úr sinnepsgas eitrun.
Ég á kannski ekki að vera að segja neitt. Ég er ekkert saklaus sjálfur. Ég prumpaði einu sinni þegar ég var að labba út úr liftu á annari hæð en liftan var á leiðinni með fullt af fólki á þá sjöundu. Svo fretaði ég í kringum fullt af fólki í Hagkaup um daginn. Stakk svo af þegar pestin gerði vart við sig. og allir héldu um nef sér og grettu sig. En þetta er þá sennilega eitt af því sem er í mínu tvöfalda siðgæði, að ég geri það sem ég vil ekki að aðrir geri. En eins og einhver sagði þá finnst manni nú eigin prumpulikt alltaf ágæt.

En allavega þá postaði ég Brútusi hér og set einnig línk á Bibba hér og Þarna til hliðar.
Góðar stundir.

Engin ummæli: