blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, ágúst 31, 2007

PJUHHH....

Síðustu tvær vikur fyrir tilviljun hef ég verið staddur fyrir framan sjónvarpið með stillt á rúv akkúrat á þeim tíma sem þættirnir The Street, eru sýndir. Þó að þetta séu venjuleg bresk vitleysa markaðsett fyrir kerlingar og aðra plebba þá er gott skemmtanagildi í þessum þáttum. Ég er ekki vanur að horfa á breska þætti í sjónvarpinu. Mér var líka að detta í hug hvort að fólkið í landinu hefði ekki gott af því að vera án sjónvarps á fimmtudögum eins og í gamladaga. Ég vil taka þetta upp á ný. Hafa internet og gsm með í dæminu. Fólk hefði svo gaman af því að fara í heimsókn eða spila á spil. Jafnvel að hlusta á útvarpsleikrit. Man vel eftir þessu þegar ég var lítill.
Namm ég var að éta síld og rúgbrauð. Djöfull rek ég við af því. Það er þó að mestu liktarlaust. Hei einu sinni rak ég svo ógeðslega fúlt við í herberginu hans Símonar að hann hélt að kötturinn sinn hefði verið að reka við.
Pælið í því.

Engin ummæli: