Langt stím
Þá er best að rífa dálítið kjaft núna. Ég er kominn á sjó og verð þar næstu daga en er eftir þessa fáeinu daga komin í gott frí. Það er jákvætt. Það sem er náttúrulega neikvætt er að við erum að sigla úr net og símasambandi eitthvað lengst suðvestur í djúpasta helvítis rassgat til að ná í meira af andskotans Keilu og Löngu. Verðlaust rusl eða verri verðleysa en Ýsa og Þorskur. Jæja en ég ætla ekkert að væla. Það er langt og gott leyfi framundan hjá mér. Ég er að hugsa um að vita hvernig kokkurinn hefur það og vita hvort ég geti ekki fengið mér í nös hjá honum. Íslenst neftóbak að sjálfsögðu. Hann er allavega búinn að setja rúgbrauð og síld á borðið hérna. Rúgbrauð síld og svo í nefið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli