blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, október 24, 2010

Það var fjör

Fekk gest í kaffi í gærkvöldi. Góðborgara úr Reykjadalnum og var kjaftað framundir morgun, rætt um bernskubrek okkar beggja og hermt eftir valinkunnum sveitungum og á meðan var étinn harðfiskur og hákarl, bakkelsi, drukkið kaffi, reyktar sígarettur og tóbaki troðið í vör. Jább Gestur er bestur.
---------------------------------
Það er alltaf gaman að fara endrum og eins vestur í Kolaport og kíkja á bækur og plötur. Ég keypti mér Dauðir koma til dyra eftir benjamín sigvaldason, sannar frásagnir frá liðnum tímum. Spennandi að kíkja á það. Og svo nældi ég mér í vínyl plötu með The Shadows og er að snúa henni undir fóninum núna. Síðan keypti ég mér geisladiska. Eitthvað Reif í drasl og gamlan pottþétt disk frá því í næntís, fjögur fimm eða sex. Maður hlustar svona á þetta á meðan maður lætur hugann reika til unglingsáranna heima á Laugum í Reykjadal. Meiri kuntan sem maður hefur verið að hlusta á gelluband sem þetta.

Def Dames Dope - Ain't Nothin' To It


Def Dames Dope - Don't Be Silly

Engin ummæli: