blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, febrúar 27, 2011

Mamma mía

Það er aldeilis að hann hristir sig. Ég fann andskotann ekki fyrir neinum af þessum skjálftum. En þarna er hægt að sjá á súluriti alla þessa fimmhundruð skjálfta sem riðu yfir suðvesturhlutann í gær. Ég hef einstakt lag á því að finna ekki fyrir jarðskjálftum. Sumarið 2000 reið yfir jarðskjálfti um nótt. Á veggnum yfir hausnum á mér djöflaðist stórt málverk í þungum ramma en ég steinsvaf og hefði vafalaust sofnað fastar við að fá þennan málmramma niður á ennið á mér. Svo var ég á labbi úti á götu þegar það kom skjálfti uppá slatta á richter eða eitthvað og ég fattaði ekki neitt. Svo kom einhver kall út í dyr og gólaði stóreygur "FANNSTU ÞETTA?". "Fann ég hvað?" sagði ég eins og hálfviti. "Ég er ekkert að leita að neinu". Já þetta var í verkfalli strætóbílstjóra og ég að vesenast við að gera við bíl sem ég átti svo að ég þyrfti ekki að labba alla leið frá Hlíðarveginum í Kópavogi og í mjódd til að taka strætó hjá SVR sem var ekki í verkfalli. Helvítis svik að verkföll bitni á mér saklausum manni sem þarf að vera fórnarlamb útsmoginna vinnuveitenda sem nenna ekki að borga þrælunum sínum almennilegt kaup. En ég kom svo druslunni í lag og hef sjaldan notað strætó eftir það. Jú ég notaði strætó í eitt eða tvö ár þegar ég var í fiski vestur á granda. Þvældist onúr Breiðholtinu og þangað niðreftir.
-------------------------------
Mp3 bloggið liggur niðri eins og er, en það mun lagast innan skamms. Örvæntið ekki músíkin fer að hrannast hér inn að nýju. reyndar þá standa til flutningar af blogspot og yfir á svolítið annað en það kemur í ljós þegar það gerist. Annars hvarta ég ekki yfir blogspot. Blogspot hefur verið vinur minn síðan ég byrjaði að blogga hjá honum í nóvember 2002 og munu leiðir okkar skiljast í góðu. En þetta fer allt að bresta á og lögin fara að koma inn að nýju.

Engin ummæli: