Þetta er að gerast:
Bókin er farin í prentun í útlöndum. Hún átti að koma út 1.okt en það hefur breyst svo að skruddann kemur ekki í búðargluggana fyrr en uppúr miðjum mánuði. Ég er búinn að fara í mitt fyrsta blaðaviðtal og á eftir að fara í fleiri hér og þar. Ég fór út að labba með hundinn og hann skeit og ég nennti ekkert að tína hægðirnar upp eftir hann en þegar maður á hesti átti leið hjá og fór að skipa mér að tína upp eftir hundinn, þá bað ég hann sömu leiðis að tína upp taðið sem hesturinn hans hafði sjálfsagt skilið eftir einhversstaðar. Kallfíflið setti upp fílusvip og skeiðiaði í burtu á hestinum.
--------------------------------------------------------------------------------------
Svo í nótt dreymdi mig að ég væri á ferðinni um bæinn, fór í ísbúð og beið í röð eftir afgreiðslu ásamt Shaquille O´Neal, Jóhannesi úr Kötlum, Walter White og nokkrum múnínálfum. Þórbergur og Laxness voru sestir með sinn ísinn hvorn og flettu í þjóviljanum en ég settist svo gegnt þeim og fór að fletta í Tímanum.
Þórbergur: Nei ekki ertu að skoða í þetta sorprit?
Ég: Já/nei fjandinn hafi það sagði ég og fleygði blaðinu aftur fyrir mig.
Afgreiðslumaðurinn tók blaðið upp og henti því í ruslið og Laxness hristi hausinn.
Bæ