Alveg óþolandi þessir geitungar. Ég held að ég sé búinn að klára 2-3 brúsa af flugnaeitri á helvítin þau arna
sem hafa komið í heimsókn til mín. Einn angraði mig við að horfa á sjónvarpið í kvöld. Annar vakti mig einn morguninn. Svo í eitt skiptið var eitt kvikindið að nota tíman á meðan ég var að labba inn í hús og ætlaði að fljúga inn á meðan dyrnar voru opnar. Náði ég að skella hurðinni á hlvítið en vildi ekki betur til en svo að skepnan lenti akkúrat á milli stafs og hurðar. Hélt ég nú að ég væri nú búinn að stúta kvikindinu, en það var öðru nær. Fíflið lifði þesssa meðferð af og tróð sér inn og fór að hamast á dyraglugganum. Ég var ekki lengi að kaffæra helvítinu í flugnaeitri og kremja hana á eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli