föstudagur, nóvember 28, 2003
Og þá er komin helgi og ég ekki búinn að ákveða hvurnig þeim tíma skuli varið. Mögulega verður farið í djöflamessu eða reynt að sjúga blóð úr fólki. Alveg örugglega annað hvort. Ég nenni ekki að fara í Kolaportið. Ég er orðinn leiður á því að spranga þar um og sjá alltaf sama pakkið vera að pranga einhverju drasli inná fólk. Alveg merkilegt hvað fólk nennir að tussast þarna inni. Jújú ef mig langar í fá mér hákarl eða Harðfisk, fer ég og fæ mér smökkun. Annars kaupi ég aldrei neinn mat þarna. Það er vegna þess að þetta er mest allt framleitt í heimahúsum og þar með engin gæðaskoðun eða neitt þessháttar. Svoleiðis að það gæti hvaða jólasveinn sem er verið ný búinn að runkasér og farið svo að vinna við þetta án þess að þvo sér um hendurnar og hnerrað síðan hressilega yfir allt saman. Skrifa meira seinna.