Lífið er grátt og miskunnarlaust, hart og kaldhæðið og ég hef komist að því að heimurinn er viðurstyggð og fólkið sem í honum býr líka. Öll tilvera þín er vonlaus og vill hafa þig að fífli. Þú stritar fyrir öllu sem þú þarft, heldur uppi ástum og brostnum væntingum og reynir að hafa tilveru þína góða. Þú klúðrar því og fríkar út og endar sem illaliktandi geðsjúklingur eða róni á hlemmi. Öllum er sama. Flestir sem þú hittir á lífsleiðinni er sama. Vinnufélagarnir, skátafélagarnir eða vinir þínir í hestamanna félaginu eða lionsfélagarnir. Allt frægafólkið sem þú dáðir og dýrkaðir. Konan sem þú skildir við. Börnin þín líka. Þau fá hvort eð er nýjan fósturbabba. Vindurinn sem nístir á þér er sama og laufið sem berst með haustrokinu líka. Stjörnurnar sem vaka yfir öllum á nóttunni er alveg sama.
Þú ert eins og kind sem er föst í skurði. Öllum hinum kindunum er sama. Þær halda bara áfram að bíta gras eins og ekkert hafi í skorist.
Þú ert kind í skurði.
Lífið er tussa
Engin ummæli:
Skrifa ummæli