Þá er maður loksins komin með netið í heimahúsin og þá þarf maður ekki að vera að æða þetta alltaf í bókasafnið endalaust til að fara í þessa takmörkuðu netnotkun þar. Enda var ég hættur að nenna því. Nú eins og sést hafa hér engin skrif verið hér síðan milli Jóla og nýárs svo að grátandi húsmæður og svöng börn geta tekið gleði sína á ný. Spritti er risinn upp úr netleysinu.
Hey ég er loksins hættur að vinna hjá Granda og farinn á sjó. Þetta eru dagróðrar. Helvíti magnað að vera þarna. Brjáluð vinna, fínt að éta og betra kaup. Nú er mikill uppgangur í Þorski og það kallast vertíð. Já það er fínt að vera á netum. Mér var nú annars sagt að eftir að ég er búinn að prufa neta draslið og búinn að veiða með því í dálítinn tíma þætti mér allt annað betra. Ég veit það ekki. Það sama er sagt um það að vera á línu. Það er mesta smáslysatíðnin á línunni. Já menn eru að fá þessa króka í hendurnar eða hvar sem er ef menn eru að þvælast fyrir í þessu. Annars lætur Auddi félagi minn vel af þessu línu dótarí. Bezz