blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, mars 14, 2004

Enginn friður.

Nú er friðurinn úti. Helvítis. Er ekki Skjáreinn búinn að versla sér inn sýningarréttinn á enska boltanum. Djöfullinn bara. Nú verður ekki horfandi á neitt sjónvarp fyrir einhverjum helvítis fótbolta. Það var nú ágætt að hafa eina sportfría stöð, svona án þess að verið væri að fjalla eitthvað um íþróttir. Það er alveg óþolandi sjónvarpsefni(Þó ekki NBA kannski).
Einusinni ætlaði ég td að fá að horfa á sjónvarpið á Laugardegi en það var bara fótbolti á öllum stöðvum nema þó ekki á Skjáeinum. Þar minnir mig að hafi verið eitthvað skemtó í gangi. Man ekki hvað það var. Þar undi ég við gott.
Annars er gott að geta gripið óáhorfða dvd eða vídeóspólu þegar þetta sjónvarpsstöðvarsorp okkar bregst. En það var auðvitar sjaldséð fyrirbæri áður en maður uppgötvaði að til væri dc++.
Jæja það er best að fara og fá sér kaffisopa og fara svo að sofa.

Engin ummæli: