NEJ, JEG SNAKKER IKKE SO MEGET DANSK
Tónlistarsmekkur minn er nú svona allavega og tegir anga sína víða og er playlistinn minn mjög langur. Suma tónlistarmenn eða flytjendur þoli ég samt hreinlega ekki. Það á t.d. við um helvítis Hljóma. En svo ég get kannski af öllum plötum Elvis bara keypt eina og bara vegna þess að ég fíla bara eitt lag en hata allt hitt draslið. Ég á t.d disk með Duran duran og hlusta bara á tvö lög á þeim diski en verð brjálaður og brýt allt og bramla ef ég heyri í hinum lögunum. Ég frem fjöldamorð, svei mér þá.
Svo er það Kim Larsen. Það helvíti er það mesta viðrini sem fyrir finnst í tónlistarklósetti veraldar. Maður þurfti alltaf að hlusta á músíkina með mannandskotanum í dönskutímum þegar maður var í barnaskóla. Djöfullin sjálfur. Ég hélt að ég myndi kyrkja dönskukennarann þá og þegar en lét mér bara nægja að svíða hann dálítið. Alltaf var verið að spila lagið,"Midt om natten". Andskotans sori bara.
En samt er eitt lag sem ég get dillað mér við með Kim Larsen og engin hætta á að ég fái brjálæðiskast þegar ég heyri það, en það er lagið,"De smukke unge mannesker". Það er ókei. Svona skemtileg og glaðleg melodían og textinn skemtilegur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli