blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, júní 29, 2004

MEÐ VÍSIFINGUR Í RASSGATINU

Alveg er lífið dæmalaust maður. Ég fór til læknis í dag til að láta soga eirnarmerginn úr eyrunum á mér af því að ég var farinn að heyra dálítið illa sem er nú sossum ekkert frásögur færandi. En ég var að pæla sko. Ég held að þetta sé hreint ömurlegt djobb að vera heimilislæknir. Ég segi ekki annað. Ég veit að kaupið hjá þeim er ekki uppá marga fiska og svo kemur kannski einhver með gyllinæð og þá þarf að smeygja vísifingri upp í rassgatið á viðkomandi einstaklingi til að athuga hvort að sé ekki allt í lagi þar inni.
Síðan þurfa þeir að skoða gröft og vörtur og allskonar þannig viðbjóð. Þeir fara sem ungir og ferskir menn í langt og srangt nám, leggja þar mikið á sig til að verða læknar en enda samt uppi sem einhverjir illa launaðir apar með vísifingurinn í rassgati á feitum kalli. Ojjbara

Engin ummæli: