blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, febrúar 26, 2005

Lloyd og Goldblum

Ég brá mér á vídeóleiguna og tók þar mynd sem heitir Quiksilver highway, sem eru tvær hryllingssögur. Önnur sagan fjallar um leikfangatennur sem lifna við og byrja að bíta fólk þangað til það drepst, en hin myndin er um lækni sem missir sjórn á eigin höndum sem fá sjálfstæðan vilja og fara að láta kallinn gera hitt og þetta. Þar fer Christopher Lloyd á kostum sem sögumaður. Mæli með þessari ræmu.
Annars er Jeff Goldblum staddur hér á skerinu. Hann er víst búinn að vera á Akureyri og á norðurlandinu að flækjast eitthvað í kvikmyndartökum. Hann er í Reykjavík núna. Jamm sá hann á Hlemmi vera að éta ís og eitthvað fylgdarlið líka. Tók að vísu ekki í spaðann á honum eins og Ximon gerði en tók mynd af honum og mun setja hana á netið fljótlega. Þaeas ef þetta HELVÍTISPHOTOSHOP kemst í lag hjá mér einhverntímann á þessari öld.

Engin ummæli: