blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, mars 18, 2005

KÆST SKATA OG IDOL

Demitt...! Mér varð það á að horfa á Idolið í kvöld eða brot af því versta eins og það kallaðist og þykir mér alveg furðulegt hvað sumt fólk er blint á hvað það er ömurlegt. Já það er alveg ótrúlegt að sumir þarna skyldu dirfast að láta sjá sig þarna. Svo ömurlega laglaust, taktlaust og svo illsingjandi að ég myndi ekki einusinni bjóða geldneytum að hlusta á það.
Ég er ekki einusinni viss um að ég sjálfur myndi láta sjá mig í svona keppni. Þó held ég ágætlega lagi og hef góða rödd. (Skv heimildum menntaðra tónlistamanna). Það er bara alls ekkert nóg.
Jæja en nú eru ég og aðrir skips félagar mínir á Sigurvoninni að kæsa Skötu um borð. Nú er hún orðin þokkalega úldin núna og kominn tími á að leggja hana í salt. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst.
Hver vill smakka fyrstur ?

Engin ummæli: