blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, maí 23, 2006

Það snjóar íBreiðholtinu núna

Já það snjóar alltaf hérna. Ég var að enda við að horfa á DVD-mynd sem ég keypti í útlöndum en hún nefnist Cut Throat. Þetta rugl fjallar um eitthvað lið í kvikmyndaveri sem verða fyrir því að einhver manndjöfull með ljóta grímu fer að drepa þau, krakkaskinnin hvert af fætur öðru. Myndin var leiðinleg og illa leikin í alla staði.
Hefði ég þá frekar átt að kaupa mér konfekt eða smokka fyrir dollarana sem ég eyddi í ræmuna.
Haldiði að þetta sé hemja ?

Nei þetta er engin einasta andskotans hemja. Að maður skuli eyða peningum í svona rugl. En núna er ég að safna og spara fyrir freðalögum í sumar. Fer sennilega tvær langferðir út á land í sumar.

Engin ummæli: