blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, júlí 24, 2006

Nú ertu kominn þangað sem þú vildir vera

Alveg merkilegt hvað mann dreymir. Í nótt dreymdi mig að ég væri orðinn áttræður og ónýtur(2060). Var staddur á jarðaför á Einarsstöðum og var að kveðja einhvern sem ég þekkti en sá lést víst fyrir aldurfram (ca 35- 40 ára). Var margt fólk statt á þessari jarðaför sem ég þekki daginn í dag og voru allir orðnir gamlir og kæstir. Margir líka sem ég hef aldrei séð fyrr, ungt fólk aðallega. Ekki man ég hvað presturinn sagði nema að í líkræðuni endaði presturinn á að segja: Þú hefur verið bænheyrður og nú ertu kominn þangað sem þú vildir vera.
Þar við vaknaði ég.

Engin ummæli: