blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Sarg

Ér er hér í Laxbankanum í Mjódd, þar sem Satan býr. Hér eru einhverjir einstaklingar sestir á mitt gólfið og eru byrjaðir að Sarga á Fiðlur og Selló.
Ef þeir hætta þessu ekki þá held ég bara að djöfullinn fari að koma upp úr gólfinu hérna.
Annars er fiðlan skemtilegt hljóðfæri. Er bara ekki í stuðinu fyrir það núna.
Hehe.. svo eru hérna tvær kjaftakerlingar rétt við hliðina á mér. Þær hittust hérna og byrjuðu að tala um kökuuppskriftir en hafa svo leitt umræðuna um einhverja konu sem er byrjuð aftur með kallinum sem var alltaf að lemja hana.
Ástandið hér er eins djöfullegt og hugsast getur.

Engin ummæli: