blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, október 23, 2006

Ég sá mýri

Ég fór á Mýrina í gærkvöldi og verð að segja að ég skemmti mér rosalega vel. Held að þetta sé eina myndin sem ég hef séð gerða uppúr bók, sem mér finnst virkilega góð. Allavega sýnist mér Balti hafa gert sér rækilega grein fyrir því að kvikmyndir sem unnar eru eftir skáldsögum, geri aðdáendur þeirrar bókar sem unnið er eftir vanalega vonsvikna og hefur hann því unnið samkvæmt því. En gildir einu, því að vel unnin mynd með góðum leikurum svíkur engan, hvort sem hún er unnin upp úr bók eða ekki. Ingvar E. lék Erlend af hreinni snilli og Ágústa Nótt kórónaði myndina alveg upp í topp, með túlkun sinni á Evu Lind.
Ég varð djúpt snortinn af myndinni og óska Balta og félögum til hamingju með góða og vel unna mynd.

Engin ummæli: