blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, október 05, 2006

Leiðindi og Hrozzafluga

Svona er nú þetta. Ég er nú vanur að hafa bók í kojuni hérna á hafinu. Núna er ég að lesa hundleiðinlega þýðingu eftir Þráinn Bertelsson á einhverri vitlausri glæpa sögu eftir einhvern heimskan fávita. Er eiginlega búinn að gefast upp á að lesa hana.
Ég gær var komin Hrozzafluga í klefann minn. Ég gekk fram á hana þar sem hún lá dauð á gólfinu. Hún var jafn ógeðsleg fyrir það þó að hún væri dauð og vottaði ég hennni vanvirðingu mína með því að stappa á henni. Hún er núna í ruzlinu.
Orð dagsins er "síðasti".

Engin ummæli: