blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Veit einhver um fartölvu ?

JÁ JÁ JÁ JÁ, ég veit það. Ég er ekkert búinn að blogga í háa herrans tíð. En þær fréttir hef ég af sjálfum mér að færa að ég er búinn að fara í frí, fara með Írisi til útlanda, koma heim, slappa af með Írisi og mínum ástkæra syni Garðari Mána. Er svo kominn hingað á sjóinn aftur. Verð hérna, fram að jólum. Það verður ekki róið milli jóla og nýárs, Vííííííííí.

Dem it. Ég er á höttunum eftir notaðri fartölvu svo ég gæti skrifað hérna á sjónum. Ef veinhver á eða veit um gamla fartölvu til sölu má sá hinn sami skilja eftir emailaddressuna sína hér að neðan og ég mun hafa samband. Ég er bara að tala um gamalt ruzl sem þarf einungis að vera með ritvinnsluforritið í lagi og floppídrif. bara eitthvað sona 5000 króna drazl.

Engin ummæli: