blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, september 02, 2007

Jarí

Sumt í þessum blöðum okkar er svo tilgangslaust til aflesturs. Í fréttablaðinu í dag segir að bandarískur þingmaður segi af sér eftir kynlífshneyksli. Mér er sama um það og fólk sem lætur sig varða eitthvað um það hvort einhver þingmaður í Bandaríkjunum sé að ríða framhjá konunni sinni á að skammast sín. Það væri kannski annað mál ef þetta væri Íslenskur þingmaður. Og þó, nei mér væri líka skítsama. Þetta er bara rugl. Það er bara einka eða fjölskyldumál hvers og eins sem ríður framhjá. Hvort sem hann er Þingmaður, stýrimaður, leigubílsstjóri eða á atvinnuleysisbótum. Jæja þetta er rugl. Dagblöð geta verið ágæt. Sumt getur orðið æði þreytt. Ég sá forsíðuna á DV í gær og þar var Gummi í Byrginu með hattinn. Á forsíðunni stóð "Ég er saklaus". Þú veist, ég nenni ekki að lesa þetta. Guð hvað þetta er þreytt. Agalega leiðinleg blaðamennska hjá þeim á þessu blaði.
En Jæja, ég var að kaupa mér sviðakjamma á BSÍ áðan og núna ætla ég að éta hann.

Engin ummæli: